Presturinn sem fékk enga greiningu

prestur1

Nútíminn er tími greininga. Margar frásagnir birtast í blöðum og miðlum um fólk sem er öðruvísi og gengur í gegnum margs konar lífsreynslu og erfiðleika þess vegna en fær svo greiningu, oftast þannig sérfræðingur að undangreindum margs konar rannsóknum setur fræðilega yfirskrift á það sem hrjáir viðkomandi. 

En heimurinn fortíðar og nútímar líka er fullur af ógreindu fólki. Hér er saga af einum þeirra, íslenska prestinum Hallgrími. Hann hefur margar skrýtnar venjur sem sumar tengast mat og ýmsum rituölum og að hafa allt í föstum skorðum, ganga um allt og tékka á öllu, sanka að sér mat inn í kirkjuna og borða þar í laumi og þegar hann messaði leið honum best þegar söfnuðurinn fylgdi öllum rituolum í messunni, söng þegar hann átti að syngja, stóð upp þegar standa átti upp  og sat svo kyrr þegar hann átti að sitja. Hallgrími leið svo illa þegar fólk fylgdi ekki rituölunum og var að stjákla til og frá um kirkjuna og út úr kirkjunni að hann greip til örþrifaráðs. Hann læsti fólkið inni í kirkjunni.

Hér er sagan af Hallgrími presti. Sem kallaður er "einn af þessum undarlegu mönnum". Hvaða stimpil hefði nútíminn sett á Hallgrím? 

Séra Hallgrímur var einn af þessum undarlegu mönnum. Hann geymdi stundum peninga sína í veggjarholum í bænum. Vildi hann helzt ekki mjólk, nema úrvissri kú, er hann átti og svo framvegis. Siðavandur var hann með afbrigðum, og var svo mælt, að stundum gengi hann með ljós um fram baðstofuna til að ganga úr skugga um, að engin ósiðsemi væri í frammi höfð af vinnufólki hans, sem jafnan var margt.

Hið sama var um öll embættisverk hans. Fylgdi hann þar gömlum venjumm og siðum, og mátti þar í engu breyta. Var það þá einhverju sinni, að hann ræddi við meðhjálpara sinn í Hólum um það, að ekki sýndi söfnuðurinn sér tilhlýðilega virðingu, væri fólkið rápa út og inn meðan á messu stæði og skipaði svo fyrir að kirkjunni yrði iæst um leið og messa hæfist.

Sagði hann meðhjálpara að fólk væri svo „purrkunarlaust" orðið af þessu rápi, að hætt væri það að hneigja sig og heykjast í hnjáliðunum, er það gengi hjá sér, meðan hann væri í stólnum en slíkt væri í mesta máta vítavert. Væri því bezt að það sæti kyrrt í sætum sínum. Þorði meðhjálpari ekki annað en fara að skipan prests og læsti kirkjunni er messa fór næst fram.

Svo hefur verið sagt, að séra Hallgrímur hafi verið matmaður mikill og það svo, að oft þyrfti hann að fá sér bita milli máltíða. en þá borðaði fólk þó jafnan þrímælt. Af þessum sökum lét prestur flytja dálitla kistu fram að Hólum. Lét hann kistuna standa í kórbekk í kirkjunni og geymdi í henni soðið hangikjöt, magála, og fleira hnossgæti; fékk hann sér jafnan bita úr kistunni eftir messugerð og lét meðhjálpara sinn, sem var trúnaðarmaður hans, standa vörð á meðan hann snæddi, því ekki vildi hann láta söfnuðinn vita að hann væri matgírugur.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég gleymdi að skrifa hjá mér hvaðan ég tók þessa frásögn, hún var inn í frásögn af öðrum manni en mér fannst hún svo skemmtileg að ég bara klippti hana út. Það komu fram fleiri upplýsingar um Hallgrím eins og á hvaða bæ hann bjó og mig minnir endilega að hann hafi haft ættarnafn, minnir að það hafi verið Thorlacius.  Einhver sem kannast við prest sem þetta gæti átt við?

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.3.2018 kl. 12:16

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Held þetta hafi verið tekið upp úr skrifum Gísla Konráðssonar svo sennilega er þetta norðlenskur prestur.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 20.3.2018 kl. 12:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband