24.5.2007 | 22:47
Litla frænka að braggast
Litla frænka er ennþá á vökudeildinni og hún fær lyf þar og þarf að vera þar í nokkra daga. En hún er öll að braggast og í dag var hún í fyrsta skipti vakandi í langan tíma. Hún var bara einn dag í hitakassa og í dag fékk hún að vera stóran hluta dagsins hjá mömmu sinni á fæðingardeildinni. Ég tók margar, margar myndir af henni núna síðdegis í dag til að pabbi hennar og litlu systur hennar tvær sem eru fyrir vestan geti séð hvað hún er falleg. Hún er sex daga gömul í dag og það er ótrúlegt hvað hún hefur breyst mikið í útliti og hvað hún er farin að virða fyrir sér heiminn.
Þessa mynd tók ég af henni á vökudeildinni í gær. Hún er á vigt því það þarf að vigta hana fyrir og eftir hverja brjóstagöf til að fylgjast með að hún fái nóga næringu.
Hér eru myndirnar af henni.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
hæ og til hamingju með litlu frænkuna! Ég varð þess heiðurs aðnjótandi að hitta allar stóru og flottu systur hennar í vetur og sjá hana í bumbunni! Myndarleg dama sem á eftir að sóma sér vel í fallegum systra- og frænknahópi
Silja Bára (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 00:18
sæta sæta :D yndislegt að henni sé að batna :D ofboðslega fallegt barn ^^, (enda skyld mér) *stolt* :)
Kristín Helga (IP-tala skráð) 25.5.2007 kl. 01:03
Gott að heyra Salvör. Sko litlu...
Sveinn Hjörtur , 25.5.2007 kl. 09:38
Ó hvað barnið er fallegt. Svo er hún svi bústin og blómleg, virkar svo spræk að maður á bágt með að trúa því að hún sé lasin. Bestu kveðjur til móður og nýs Víkara!
Ylfa Mist Helgadóttir, 25.5.2007 kl. 10:26
Bestu óskir um góðan bata til frænkunna. Yndislega fallegt barn.
Ragnheiður , 25.5.2007 kl. 10:37
Þetta er gullfallegt barn - og greindarlegt eins og allt hennar kyn
Ég spái því að hún muni láta að sér kveða í framtíðinni. Til hamingju með frænkuna!
Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir, 31.5.2007 kl. 10:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.