21.5.2007 | 17:52
Rakú brennsla í Borgarfirđi
Á sunnudaginn fór ég í sumarbústađ í Borgarfirđi í Rakú brennslu til Ásrúnar Tryggvadóttur sem hefur kennt okkur leirmótun í vetur. Hér er 45 sek. vídeóklipp af brennslunni og mununum okkar:
Viđ vorum ađ prófa rakú brennslu sem er gömul japönsk ađferđ viđ glerungsbrennslu. Hún er ţannig ađ fyrst eru leirmunir mótađir og leirmunirnir hrábrenndir í rafmagnsofni. Síđan eru rakúglerungar settir á og ţeir gljábrenndir í sérstökum ofni sem er hitađur upp međ gasi. Glóandi heitir leirmunirnir eru svo lagđir í málmílát ásamt eldsneyti t.d. viđarsagi. Eftir ca. 20 mín reduction er brennslan stöđvuđ međ ţví ađ setja munina í vatn. Sótiđ er svo ţegiđ af mununum.
Ţađ kemur stundum skemmtileg áferđ á glerunginn eins og hann sé allur sprunginn.
Sjá hérna Raku ware - Wikipedia, the free encyclopedia
Meginflokkur: Menning og listir | Aukaflokkur: föndur | Breytt 27.10.2007 kl. 12:44 | Facebook
Athugasemdir
Alveg meiriháttar ađ sjá ţetta! Svo margir sem ég ţekki á leirnámskeiđum, vćri alveg til í ađ skella mér ţví ţađ er orđiđ allt of langt síđan ég prófađi seinast! Flott áferđ á skálunum!
www.zordis.com, 22.5.2007 kl. 19:56
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.