27.4.2007 | 11:39
Teljarablogg: Sjaldgæfasta einkenni stjórnmálaleiðtoga á Íslandi
hvað eru margir sköllóttir? 2 af 6
hvað eru margir með gleraugu? 3 af 6
Hvað eru margir með bindi? 3 af 6
Hvað eru margir með skegg? 3 af 6
Hvað eru margir yfir fimmtugt? 6 af 6
Hvar eru margir karlmenn? 5 af 6
Hvað eru margar konur? 1 af 6
Það var ekki nóg með að ég rýndi í myndina og reyndi að telja allt sem mér datt í hug heldur reyndi ég líka að bera saman úrtakið (þýðið) og heildina og giska á hvaða eiginleikar samsvöruðu sem mest heildinni og spá í hversu vel formenn stjórnmálaflokkanna endurspegluðu heildina.
Mér sýnist langsjaldgæfasta einkennið hjá stjórnmálaleiðtogum á Íslandi að vera kona. Algengasta einkenni þeirra er að vera komnir á sextugsaldur.

Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.