Vídeóblogg 17, 18 og 19 apríl

Ég er að gera tilraun með vídeódagbók úr lífi mínu, ég er með litla vefmyndavél og reyni að taka upp á hverjum degi eina til tvær mínútur. Ég er að prófa ýmis kerfi og það er sniðugt að núna getur maður tekið beint in á vefinn m.a. í photobucket og youtube. Ég prófaði að setja vídeódagbókina mína frá 17 til 19 apríl inn á photobucket og setja þetta saman í eina myndasýningu með umgjörð sem ég valdi. En það er ekki hægt að líma þetta hérna inn í moggabloggið, hérna er tengingin.

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Gaman að bralla og aðhafast í nýjum hlutum .... falleg röddin þín og ég væri nú alveg til í að sjá árangurinn af leirlistarkvöldinu!  Kanski þú sýnir okkur hluta af því sem þú ert að hanna   Gleðilegt Sumar Salvör!

www.zordis.com, 22.4.2007 kl. 08:45

2 Smámynd: Þorgerður Laufey Diðriksdóttir

Sífeltt að leita að nýjum og skemmtilegum leiðum til að koma frá þér þekkingu.

Þorgerður Laufey Diðriksdóttir, 22.4.2007 kl. 22:06

3 identicon

Takk Salvör fyrir að deila með mér þessum dagbókarbrotum á þennan lifandi og skemmtilega hátt. Maður getur endalaust lært af þér í tækniheimum löngu eftir að framhaldsnáminu lýkur  Ég á einhver myndasöfn á photobucket en hef aldrei nýtt mér videomöguleikann, hvað þá að setja videóin inn á eigin vef. Tækninördinn í mér mun líklega ekki standast þessa freistingu lengi þó að maður megi nú alls ekkert vera að því að eyða tíma í tæknibrölt svona mitt í yfirferðinni á lokaverkefnum - arrgg!

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 22.4.2007 kl. 22:28

4 Smámynd: Ásthildur Cesil Þórðardóttir

Þér er ekki fisjað saman Salvör mín að leita nýrra leiða.  Gaman að þessu, ég sé að þú átt svolítið í land með fókus og hljóð.  En þú ert flott kona, og ég sé greinilega mun á fyrsta degi og þeim síðasta, sem er bestur.  Þannig að þú verður bara orðin ansi fín á sólstöðum. 

Takk fyrir að deila þessari tilraun með okkur. 

Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 24.4.2007 kl. 09:08

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Eins og Ásthildur segir þá verð ég fínni og fínni með hverri uptökunni en á ansi langt í land Ég læt mig samt hafa það að birta þetta hérna á vefnum þó upptökurnar séu últra hallærislegar og bara talandi haus sem þar að auki er ekki í takt við hljóðið og allt er þetta hið skringilegasta. Þetta er er nú bara aðstæðurnar eins og þær eru í dag, ég kann ekki betur á þetta og hef ekki yfir betri græjum að ráða. En mjór er mikils vísir og ég held held að svona miðlun vaxi, það koma ódýrari og aðgengilegri tæki og sennilega förum við að taka bara upp beint á vefinn.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 25.4.2007 kl. 10:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband