Brunakvæði

Það er einkennilegt að einmitt um þá mund að bruninn kom upp í miðbæ Reykjavíkur þá var ég  að skrifa blogg. Að skrifa blogg um bragfræði. Kveikjan að því bloggi var ágæt limra Þórarins Eldjárns um Guð og Djöfulina sem hann birti á moggablogginu. Það er kannski ekki mikið samband milli bragfræði og eldsvoða í Reykjavík, það samband er bara í mínum huga vegna þess að ég var að rifja upp ljóðið Eldborg, mitt eina birta ljóð, ég las það aftur og ætlaði að setja það á bloggið sem ég var að skrifa en hætti við. Ég rifjaði upp það sem ég hafði áður skrifað um þetta ljóð og tengdi í bloggfærsluna þegar ég birti ljóðið, ég birti það á bloggi út af því að það birtist ekki strax á ljod.is. En einmitt þegar ég hafði skrifað ljóðið á bloggið  þá varð mér litið út um gluggann, ég vann þá  í miðbænum og sá að það þyrlaðist reykjarmökkur upp úr Reykjavíkurhöfn og margir brunabílar voru á vettvangi. Ég sá svo í fréttavef stuttu síðar að það var loðnuskip að brenna, loðnuskip sem bar nafnið Eldborg. Ég breytti þá bloggfærslunni og bætti við athugasemd um brunann og endurskírði þetta eina ljóð mitt, ég skírði það Eldborg. 

Ljóðið Eldborg fjallar um eldsvoða og borg sem hrekkur upp við bruna. Ljóðið fjallar líka um brennuvarg og líka um hugmyndir sem kvikna og samfélagsbreytingar og  baráttu. Ef til vill fjallar það líka um hryðjuverk. En það var upphaflega samið um lítinn sex ára strák í Rimahverfinu sem kveikti í öllu, það var samið daginn sem hann byrjaði í skóla. Ég held að þetta sé galdraljóð sem kemur í huga minn án þess að ég stjórni því. Sérstaklega þegar eitthvað er að brenna upp. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hlynur Þór Magnússon

Orðið brunakvæði hafði nú aðra merkingu hér áður fyrr ...

 Gleðilegt sumar!

Hlynur Þór Magnússon, 19.4.2007 kl. 19:22

2 Smámynd: www.zordis.com

Óhugnarlegt .... því er ei að neita en engu að síður væri gaman að lesa ljóðið!  Gleðilegt Sumar kæra Salvör!  

www.zordis.com, 19.4.2007 kl. 21:13

3 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Skrýtið tungumálið okkar, þú segir nefnilega hér að ofan að KVEIKJAN að því bloggi væri ... 

Annars held ég að ég viti hvernig þér er innanbrjósts,  sat hér í eldhúsinu fyrir næstum 20 árum og var að ræða, undarlegt nokk, um slökkvitæki við ágætan mann sem stuttu síðar missti verðmætt innbú sitt í eldi, meðan hann skrapp frá. Mér fannst eins og ég bæri óbeint ábyrgð á því, með þessu umræðuefni, þótt ég muni ekki einu sinni hvort okkar átti upptökin að þeirri umræðu.

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 19.4.2007 kl. 23:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband