Keyrt eftir Google maps

Ráðstefnan er búin og ég keyrði til Austin frá San Antonio. Ég prófaði að fara eftir google maps, sló inn heimilisfangið sem ég fór frá í San Antonío og heimilisfangið sem ég fór til í Austin. Þá fær maður ansi nákvæmar leiðarlýsingar bæði lista yfir hvað maður á að gera og svo kort.

Það gekk alveg ágætlega þangað til ég kom til Austin, þá ruglaðist ég eitthvað og varð að keyra nokkra hringi þangð til ég fann út hvað ég átti að koma að mótelinu. 

Google maps leiðarkort frá San Antonio til Austin

Það verður flott þegar maður verður kominn með google maps í bílinn og sjálfvirk gps staðsetningartæki þannig að alltaf sé merkt inn á hvar maður er. Það getur ekki verið langt í það. Þá verður miklu einfaldara að ferðast á eigin vegum. En það er spurning um hvort þjóðfélagið er að fara í rétta átt með svona ofboðslegum bílakúltúr eins og hérna. En það er afar þægilegt að ferðast hérna um í bíl, það virðist allt gert frekar fyrir bíla og fólk í bílum, allar merkingar eru þannig að maður sér þær úr bílum og reyndar eru amerískir Interstate vegir mikið tækniundur og er ekki  hægt annað er hrífast af þessum umferðarslaufum sem spanna oft margar hæðir og búa til landslag og kennileiti. Reyndar er ljósadýrðin í kringum Interstate vegina líka falleg og heillandi ef maður gleymir því að þetta eru allt auglýsingar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Júlíus Valsson

Takk fyrir skemmtilega frásögn. Það er rétt að benda á það, að www.mapquest.com

er að mínu mati öllu nákvæmara en Google Maps. Einnig er hægt að fá einfölld leiðsögutæki í bíla t.d Garmin á c:a $300.- sem segja manni hvar og hvenær á að taka næstu beygju og segja manni nákvæmlega hvar maður er hverju sinni. Mér finnst slík tæki ómetanleg á ferðalögum því þá losnar maður við að burðast með ferðatölvuna með sér.

Góða ferð! 

Júlíus Valsson, 31.3.2007 kl. 09:56

2 Smámynd: Anna Ólafsdóttir Björnsson

Svo hafa þau húmor líka, sbr. bloggfærslu sem ég setti inn um daginn, það er nefnilega þannig að ef þú slærð inn brottfararstað í Ameríku og komustað í Evrópu þá færðu nákvæmla leiðarlýsingu niður að strönd og síðan þetta yndislega tilboð um að synda yfir Atlantshafið, 3.162 mílur!

Anna Ólafsdóttir Björnsson, 31.3.2007 kl. 19:59

3 Smámynd: Halldór Sigurðsson

Já ,þessi tækni er rosaleg ---

Halldór Sigurðsson, 1.4.2007 kl. 13:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband