Háskóli háloftanna

Það er örugglega gott svæði fyrir  fræðasetur að vera nálægt alþjóðaflugvelli og í einhvers konar kallfæri við  erlend fræðasamfélög  og atvinnulíf. Það skiptir  miklu fyrir háskóla að vera í góðu netsambandi en það skiptir líka máli að vera staðsettur um þjóðbraut þvera. Það er ekkert verra að hafa háskólarekstur á alþjóðaflugvelli, þá má byrja kennslustundirnar og fyrirlestrana í flugvélum. Það hefur augljóslega mikinn kost fyrir allar alþjóðlegar ráðstefnur að vera svona rétt hjá flugvelli. það er ekkert nýtt að það geti verið lyftistöng fyrir háskóla og listalíf þegar einhverjar stórar stjórnsýslueiningar flytja eða eru lagðar niður. Ég stundaði nám í háskólanum í Iowa City í USA en sá háskóli fékk einmitt allar opinberar byggingar stjórnsýslunnar þegar fylkisstjórnin var flutt frá Iowa City til Des Moines.

Það er áhugavert að spá í hvaða staðir eru helstu háskólasvæði og hátæknisvæði heimsins og hvað er það sem veldur. Það er vel þekkt hvernig Kísildalurinn óx upp í Kaliforníu sem einhvers konar frjóangar út frá samfélaginu í Stanford háskóla.  Núna vilja mörg pláss fá til sín háskóla eða háskólasetur, það hefur sýnt sig hversu mikið það gerir fyrir samfélagið. Allir Akureyringar sem ég hef talað við eru sammála um að háskólinn þar sé lyftistöng fyrir samfélagið.

Annars er gaman að spá í útþenslu Háskóla Íslands, núna eru umræður í þinginu um sameiningu HÍ og KHÍ sem verður mjög sennilega að veruleika á næsta ári. Þá verður nú víst lítið hægt að tala um Melaklepp eða háskólann á Melunum því hann verður líka í Stakkahlíðinni og Þverholtinu og stóreflis byggingar verða þá undir HÍ á Laugarvatni.   


mbl.is Viljayfirlýsing um háskólarekstur á Keflavíkurflugvelli
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég deili með þér áhuganum á að spá í útþenslu reyndar ekki bara HÍ heldur svona á háskólastiginu almennt.  Það er nokkuð merkilegt að hugsa til þess að á okkar litla landi skuli háskólum hafa fjölgar úr þremur í níu á innan við 20 árum. Við virðumst hafa náð einhverjum toppi fyrir tveimur árum eða svo, dæmið gengur ekki upp og nú er verið að sameina í öllum hornum. Ég held að við höfum ekki séð fyrir endann á öllu þessu sameiningarferli á háskólastiginu. Það gæti allt eins verið að við enduðum á sama stað innan nokkurra ára og við vorum á fyrir 20 árum. Það er áhugavert í þessu samhengi að lesa grein Rúnars Vilhjálmssonar um gæðavanda háskóla sem hann skrifaði að mig minnir árið 2005. Mér sýnist ýmislegt af því sem hann varpaði fram í niðurlagi greinarinnar vera að rætast.

Anna Ólafsdóttir (anno) (IP-tala skráð) 15.3.2007 kl. 17:22

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

ég held þessi sundrunar og sameiningarárátta sé einkenni á nútímanum, þetta er kannski eina leiðin til að breyta stórum stofnunum - til að breytast þurfa stofnanir að vera litlar og sveigjanlegar - til að njóta hagræðis stærðarinnar þá þurfa þær að stækka aftur.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.3.2007 kl. 20:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband