Stelpa eins og ég

Hér er skemmtilegt 7. mín.  myndband "Girl like I" þar sem nokkrar blökkustúlkur segja frá hvernig þær fá sífellt skilaboð úr umhverfinu um að það sé ljótt að vera svartur, það sé ljótt að vera eins og þær. Þær segja hins vegar svo fjörlega frá að maður getur brosað með þeim - alveg þangað til sýnt er þegar blökkubörn eru látin velja hvernig dúkku þau vilji leika að og hver sé vonda dúkkan. Það er of sorglegt til að maður geti brosað yfir því.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ímynd fegurðar er snarvitlaus hollývúdd-geðsýki sem er að steypa okkur fram af köllunarkletti.

Auðvitað er sjálfsfyrirlitning meginrótin að öllum vanda bandarískra blökkumanna eða fólks af afrísk-amerískum uppruna. Mæður stúlknanna á myndbandinu gætu ávítað þær með orðunum „þú grefur þér þína eigin gröf með gafflinum“ af því að þær hafa tilhneigingu til að vera gildvaxnar. Og mæðurnar hitta naglann á höfuðið, að sjálfsögðu, því að kynþáttahatur og -misrétti er svo rótgróið í menningunni og endurspeglast ekki síst í viðhorfi til kvenlíkamans. Þetta virðist vera minniháttar vandamál í samanburði við t.d. fíkniefnavandann, vaxandi ofbeldi, fátækt og önnur félagsleg vandamál (og lítur sakleysislega út á myndbandinu), en sannleikurinn er sá að þessi stóru vandamál tengjast lágri sjálfsvirðingu eða fyrirlitningu sem eiga beinar rætur í líkamlegu útliti.

Brynjólfur Ólason (IP-tala skráð) 4.3.2007 kl. 12:21

2 Smámynd: Ester Sveinbjarnardóttir

Ég gat bæði hlegið og grátið að þessu.  Sárt að sjá svona ung börn innrætt með því að þau séu ekki góð.  Er þessi innræting ekki komin frá foreldrum.  Einnig sérstak að fólk finnst það ekki vita hvaðan það kemur ef forfeður þess hafa búið í landinu frá 17 öld.  Ætli það séu 8 - 9 ættliðir. 

Ester Sveinbjarnardóttir, 5.3.2007 kl. 00:53

3 Smámynd: Sylvía

sorglegt

Sylvía , 7.3.2007 kl. 11:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband