26.2.2007 | 13:30
Youtube njósnadæmi
Orð eins og "anti-piracy technologies" er bara falleg umorðun á einhvers konar sjálfvirkri njósnun á stafrænu efni. Youtube verður að fara að lögum og margt efni þar er ólöglegt m.a. mikið af hljómböndum. En líklega finna hakkarar strax glufur til að komast fram hjá svona njósnum og sennilega bitnar þetta mest á þeim sem ekki hafa nein lögbrot í hyggju : "Protecting copyrighted material is likely to involve an endless cat-and-mouse game to keep pace with hackers bent on breaking such security tools."
YouTube to 'Lose Popularity' After Google Filters Content
YouTube anti-piracy software policy draws fire
YouTube ætlar að loka á höfundarréttarvarið efni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Tölvur og tækni | Facebook
Athugasemdir
Ok. Þú ert að rugla saman almennum sjóræningjaskap á netinu og á YouTube. YouTube er mjög stjórnað umhverfi þar sem einn aðili getur auðveldlega stjórnað hvað er á síðunni og hvað ekki, internetið er ekki þannig. Setningin sem þú vitnar í á við um internetið en ekki YouTube út af því að YouTube hefur öll spilin.
En ég sé ekki hvernig þetta forrit á að geta njósnað um nokkurn þar sem videoin verða til sýnis og notandinn setti þau á netið til þess. Ég mundi frekar kalla þetta stafræna yfirferð.
Síðan fannst mér fyrirsagnirnar á greinunum sem þú bentir á ekki beint hlutlausar, en þegar ég kíkti á þær sá ég að þetta var ekki fyrirsögnin á fyrri greininni, hún er "YouTube set to filter content" og fjallar um þetta út frá því. Reyndar segir einhver Jesse Drew að líklega muni YouTube dala í vinsældum út af þessu; að fólkið muni bara fara á aðrar síður þar sem síurnar eru ekki til staðar. Ég er þessu ósammála, meirihlutinn af fólkinu sem stundar YouTube er þar til að horfa á frumleg myndbönd sem aðrir notendur síðunnar hafa skapað. Mér persónulega finnst það skemmtilegra en að horfa á 10 mín. klippu úr einhverri amerískri folmúlu.
Fyrirsögnin á hinni greininni var vissulega "YouTube anti-piracy software policy draws fire" en gagnrýnin er ekki á það að YouTube ætli að byrja að sía heldur að þeir vilja ekki sía efni frá þeim aðilum sem eru ekki búnir að gera samning við YouTube.
Gunnar Sturla Ágústuson
Gunnar Sturla (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 17:27
Stafræn yfirferð er ágætis skrauthvörf fyrir sjálfvirka njósnun. Mér dettur hér í hug að bók Arnaldar Indriðasonar Kleifarvatn fjallar að hluta um rússanjósnir. Þar er sögupersóna rússi í sendiráðinu sem segir þá hætta allri gamaldags njósnamennsku kaldastríðsins, þeir fari bara á Netið eins og allir aðrir til að fá upplýsingar.
Ég gleymdi í pistlinum að vitna í aðalheimildina, það var grein sem fjallaði um youtube ekki almennt um sjóræningjamennslu. Fyrirsagnirnar eru bara dregnar beint yfir úr umræðunni á digg.com, þar búa þeir sem setja inn fréttir stundum til krassandi fyrirsagnir svo að fréttirnar þeirra verði vinsælli og lesnar af fleiri. þetta voru vinsælustu youtube fréttirnar þessa viku.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 26.2.2007 kl. 19:48
Hvernig geturu sagt að þetta sé njósnun? Það er verið að fara yfir skrárnar sem eru sendar inn til að sannreyna að það sé ekki höfundarréttarvarið efni. Þetta er það nálvæmlega sama og er gert í dag nema í staðinn fyrir að það sé manneskja sem gerir það (jafnvel löngu) eftir að videoið var sent inn er það forrit sem gerir það sjálfkrafa um leið og því er uploadað.
En mig langar að lesa þessa grein, ertu ekki til í að koma með tengilinn?
Gunnar Sturla (IP-tala skráð) 26.2.2007 kl. 21:07
Salvör mín mig langar að spyrja þig aðeins. Er í lagi að taka nokkrar línur úr texta eftir höfund en breyta hluta af honum og gefa út ? málið er að tengdafaðir minn Skafti Sigþórsson samdi texta við Bibbedi babbedí bú. Og nú þegar ég var að aka heim af fundi setti ég disk í spilarann og heyrði þá að aðalstefið var örðuvísi, en í viðlagi og millikafla var notast við texta Skafta. Málið er að sonur minn er með höfundarréttinn. Og mér datt svona í hug, hvort þetta væri rétt. Að gera þetta svona ?
Ásthildur Cesil Þórðardóttir, 26.2.2007 kl. 23:06
Cesil, ég veit bara ekki nóg um þetta til að geta gefið lögfræðileg ráð. Ég hugsa að þetta sé á gráu svæði
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.2.2007 kl. 13:17
Öllu er nú hægt að gefa nafn... Fólk er með njósnir á heilanum! Fyrr má nú aldeilis fyrr vera frelsisþörfin! Þetta er eins með öll lætin í kringum það sem Steingrímur J sagði. Auðvitað þarf að vera eftirlit. Það er enginn að tala um frelsisskerðingu eða heftingu málfrelsis, heldur bara eftirlit. Hér æsir fólk sig uppúr öllu veldi og talar um Kína og Rússland og líkja VR jafnvel við Hitler, kommon fólk, sínum smá stillingu. Í bandaríkjunum er t.d. mjög hart svona eftirlit þótt þeir séu ekkert að auglýsa það. Internetið er uppspretta allskonar viðbjóðs og þar veður fólk uppi með alls kyns ófögnum og enginn fylgist neitt með því. Finnst ykkur í alvörunni í lagi að börnin okkar hafi aðgang að allskonar ógeði sem við getum ekki fylgst með! Eða það sem óhugnalegra er, að allskonar ógeð hafi aðgang að börnunum okkar?? Reynum nú að sína smá stillingu og ræða málin í góðu í stað fyrir að æsa okkur uppúr öllu veldi og röfla um kommúnisma og rússaveldi :)
Net surfer (IP-tala skráð) 27.2.2007 kl. 13:30
Sæl veriði,
Mig langar að segja ykkur frá alveg nýrri video tækni sem ég er að markaðsetja en sú tækni er með fram yfir aðra video afspilun á netinu er að það er ekkert buffer og skýrleikinn er betri. Með þessari tækni er hægt að varðveita sín heimilismyndbönd sem er stór kostur því að það eru flest allir ef ekki allir sem eiga gömul eða ný myndbönd sem eru í hættu að eyðast upp eða skemmst á einhvern hátt. Hérna er ein af okkar video rás þar sem er að finna t.d. tvö video sem við erum búin að láta skanna inn til varðveitingar og við fengum svo DVD disk með sama efninu :) alger snilld.
Haukur Örn
Haukur Örn (IP-tala skráð) 28.2.2007 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.