Fleiri fundnir hellar

Ég fór í gær á  bókakvöld Hagþenkis á Súfistanum þar sem nokkrir  fræðiritahöfundar töluðu um bækur sínar. Það var skemmtilegt, þarna voru merkar bækur sem í liggja mörg ársverk. Einn höfundurinn sagði frá bók sinni  um hella á Íslandi en hann hefur unnið marga áratugi að bókinni og það liggur mikið rannsóknarstarf á bak við að kortleggja hella. Ég hafði gaman af því að hlusta á umræðuna um hvernig hellarninr fundust þegar farið var að leita kerfisbundið og hvernig líklegt að fleiri finnist á næstunni.

Þannig er nú lífið, maður finnur frekar það sem maður leitar að þó það sé grafið djúpt niðri í jörðu heldur en hluti sem maður er ekkert að leita að.  Ég hef núna fyrst og fremst áhuga á fræðibókagerð  vegna þess að mig langar til að skoða wikiverkfæri sem tæki fyrir öðruvísi bókagerð,  bókagerð þar sem viðtakendur hafa möguleika til að hafa áhrif á bókina og þar sem höfundarverkið skapast smám saman af mörgum. 

En akkúrat núna þá eru ekki margir sem skilja hvað ég á við þegar ég ræði um wikibækur og möguleika þeirra sem námseininga. 

Mér finnst þessi skrýtla um wiki  fyndin.

Veni Vidi Wiki


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

spurning með heimildarvinnu svona wiki bóka ... en gott mál.

www.zordis.com, 15.2.2007 kl. 20:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband