Íshúsaísak. Var hann ekki erlendur fjárfestir?

Hvernig berst verkþekking milli landa? Eru það kínversk ljóðskáld með fullar hendur fjár og kínversk fjárfestingafélag sem hér vilja kaupa upp land sem eru vonarljós Íslendinga eftir Hrunið? Þurfum við erlenda fjárfestingu vegna að með henn berist verkþekking og verðmætasköpun inn í íslenskt samfélag? Ráðherrann Árni Páll og margir aðrir íslenskir ráðamenn endurtaka í sífellu að við þurfum erlenda fjárfestingu, með henni komi áhættulaus uppbygging vegna þess að fjárfestir hætti eigið fé, þetta sé miklu sniðugra en fá fé að láni - og með henni komi verkþekking.  

Í  helsta þjóðmálaþætti landsins, í Silfri Egils síðasta laugardag talaði Árni Páll efnahagsráðherra af sannfæringakrafti um uppbyggingu fiskveiða Íslendinga fyrir meira en öld og nefndi það sem dæmi um hve vel erlendir fjárfestar reyndust okkur. Við hvað á Árni Páll? Hvaða Íslandssögu er hann að segja? Hverjir voru  þessir erlendu fjárfestar sem reyndust svona undravel?

Varla getur hann verið að tala um mesta arðræninga Íslandssögunnar  sem  alveg til ársins 2008 sem var hvalfangarinn á Sólbakka í Önundarfirði sem framdi arðránið árin 1889-1901. Fjármálastarfsemi var stór og mannfrek atvinnugrein á Íslandi fyrir Hrun og veittu mörgum atvinnu en árin sem hvalveiðistöðin starfaði þá var hún stærsta atvinnufyrirtæki á Íslandi, þar störfuðu 200 manns. Það voru margir í vinnu hjá Ellefsen og arðræninginn á Sólbakka framdi arðrán sitt í velvild íslenskra ráðamanna og Hannes Hafstein var vinur hvalfangaranna og lét þá skutlast með sig á milli fjarða á hvalbátunum alveg eins og forseti lýðveldisins Íslands fékk skutl í einkaþotum útrásarvíkinga sínum utanlandsferðum sem íslenskur þjóðhöfðingi  og var ásamt forsætisráðherra og fleiri ráðamönnum íslenskum iðinn fyrir Hrun að hvítþvo og blessa íslenska fjárglæfra og (hugsanlega) erlenda  glæpastarfsemi.

Ég veit ekki hvaða verkþekking fluttist til Íslands með arðráninu á Sólbakka, eflaust hafa margir orðið sérfræðingar í hvalskurði en hvaða gildi  hafði það fyrir íslenskt atvinnulíf  þegar búið var að ryksuga upp hvali á stóru svæði við Íslandsstrendur? Ég kann hvalfangaranum og erlenda fjárfestinum  Hans Ellefsen engar þakkir fyrir athafnalíf sitt og óafturkallanleg hervirki á íslenskri náttúru.

Áfram  um hvernig verkþekking berst til landsins. Með erlendum lánum frá Alþjóða gjaldeyrissjóðnum var fjármögnuð lokasmíði á hrunhúsinu Hörpu svo það starði ekki á okkur gluggalaust eins og augnstungið skrímsli í hjarta borgarinnar, heldur lýsti upp framtíð okkar.   Ríki og borg dældu fé, dældu lánsfé í að byggja hina íslensku versali og til verksins flaug mikill hópur sérfræðinga frá Kína því hérlendis var ekki til kunnátta til svona vandaverka.

Hvaða gagn höfum við af verkþekkingu hinna innfluttu kínverskra glersmiða og gleruppsetningafólks sem smíðaði forláta glugga og setti upp í  einkennishúsi íslenska efnahagshrunsins og reyndar efnahagshruni alls heimsins, Hörpunni? Vissulega eru þessir gluggar fagrir og mikið glerlistaverk og út um þá núna í vetrarskammdegi Íslands  ljóma dauft ljós sem samt lýsa ekki neitt upp í umhverfinu.  Og glersmiðirnir eru horfnir á braut og engin ummerki um þá nema járnið í umgjörð fagurra glugga, járnið rauða  sem er byrjað að ryðga og ryðtaumar sem  ég veit ekki hvort eru - hús sem er gráta eða hús sem er að blæða.   Ég held ekki að nein verkþekking hafi borist með þeim flokkum sem þar störfuðu og þó hún hefði verið einhver þá hefði hún ekki nýst okkur vel við þau viðfangsefni sem við stöndum frammi fyrir núna á Íslandi.

Er líklegt að fleiri skrauthýsi eins og Harpa verði byggð í bráð á Íslandi? Og þó við ættum allan heimsins auð, myndum við vilja fleiri svona hús? Þurfum við fleiri svona hús?

 En áfram með söguna um hvernig verkþekking  barst  til Íslands á þeim tíma fyrir einni öld sem Árni Páll dásamar sem tíma erlendra fjárfesta sem byggt hafi  upp fiskveiðar og fiskvinnslu á Íslandi.  Vissulega er það svo að sá sem hefur reynt eitthvað og séð eitthvað sem er leyst á betri hátt hefur möguleika á að segja hverju á að breyta og hvers vegna og hvernig. Það er það sem gerist í verkmenntun og það er það sem gerist þegar fólk sér hvernig aðrir leysa hlutina. Á þeim tímum þegar fólk hafði litla sem enga möguleika til að ferðast og litla sem enga möguleika til að fræðast nema um það sem var í nærumhverfi þeirra þá var eina skynsamlega leiðin að gera hlutina eins og eldri kynslóð hafði gert og endurbæta smán saman með hugkvæmni og þeim efnivið sem fólk hafði og út af þeirri þörf sem var í umhverfinu. Þannig þróuðust verkfæri og verkaðferðir gegnum aldirnar og pössuðu við umhverfið.  

En sum tækni og vinnulag sem okkur finnst einföld í dag barst ekki milli landa og samfélaga bara vegna þess að fólk vissi ekki af henni.  Einn maður sem ferðast milli menningarheima og samfélaga getur vel flutt með sér verkþekkingu og sú þekking kemur að mestu gagni ef hún passar inn í samfélagið. Það þarf ekki gríðarlega rikan auðjöfur með áform um golfvelli og 5 stjörnu hótel til að flytja verkþekkingu inn í samfélag.  Kannski þarf bara einn Íslending sem hefur flosnað upp hér á Íslandi og flust úr landi, Íslending sem sér að hlutirnir eru gerðir öðruvísi og vegna þess að hann þekkir sitt samfélag þá veit hann hvaða þýðingu það hefur að upplýsa og kenna löndum sínum hvað á að gera. 

Hér er saga um einn slíkan Íslending. Það er Ísak Jónsson. Hann var seinna kallaður ÍshúsaÍsak.  Hann fór til Ameríku 1888 og hann var ekkert ungur þá, hann var 45 ára. En hann var athugull og hann sá nýja verktækni í nýja heiminum, tækni við íshús, verktækni sem hann vissi að myndi breyta miklu á Íslandi. Og hann reyndi eins og hann gat að sannfæra fólkið í gamla landinu, hann skrifaði í heimahagana, hann skrifaði  Tryggva Gunnarssyni sem var forstjóri Gránufélagsins. Engin svör. Tryggvi Gunnarsson verður svo bankastjóri Íslandsbanka. Ísak Jónsson skrifar honum aftur. Engin svör.  

Ísak Jónsson skrifar þá konu  sem hann þekkti í Reykjavík ljósmóður sem hét Þorbjörg Sveinsdóttir og biður hana að tala við Tryggva og spyrja hann hvort hann hafi ekki fengið bréfin. Loksins þá druslast Tryggvi Gunnarsson í málið, biður um að fá tvo menn frá Ameríku til Íslands að byggja íshús. Ísak fer með öðrum manni aftur til Íslands og Tryggvi kemur af Fjöllum, segist ekki hafa átt von á þeim  en er byrjaður að bardúsa eitthvað í  málinu, búinn að ráða fólk í svona smíði og segist ekki geta ráðið nema annan þeirra og þá Ísak vegna þess að þetta sé hans hugmynd. Það er afar einkennilega böksuleg aðkoma Tryggva Gunnarssonar að þessu máli. Spurning hvort aðkoma hans að bankamálum var eins háttað. En í Reykjavík er sérstök gata skírð eftir honum, Tryggvagata og minning hans lifir sem frumkvöðuls í bankaheiminum. 

Ég veit ekki ástæðuna fyrir því að þögn ríkir  í sögubókum og sögugreiningu ráðamanna um víðförult og úrræðagott alþýðufólk sem skapar mikil verðmæti með því að miðla verkmenningu og innleiða nýja tækni  eins og  Ísak Jónsson gerði  á sinni tíð.  Þekkir jafnaðarforinginn og ráðherrann Árni Páll ekki til verka Ísaks Jónssonar? Heldur Árni Páll að  erlendir athafnamenn sem fluttust  til Íslands eins og Otto Wathne hafi komið hingað með alla þá verkmenningu sem byggði upp Seyðisfjörð og galdrað hingað síld í torfur.

Veit Árni Páll ekki af því að Alþingi synjaði Ísaki Jónssyni í tvígang um styrk til að ferðast Ísland og kenna fólki að byggja íshús? Eftir þá synjun fór hann til starfa hjá erfingjum Ottos Wathne og byggði fyrir þá stórt íshús á Akureyri.  Frumkvöðlinum Ísaki Jónssyni er enginn sómi sýndur á Íslandi á sinni tíð og framlag hans er eignað öðrum í atvinnusögu sem skrifuð er um og fyrir þá sem höfðu völd og eignir.  

Það eru þúsundir af frumkvöðlum eins og honum á Íslandi í dag og hluti þeirra hefur flúið Ísland en þekkir samfélagið hérna og þarfir þess og er líka að sjá umheiminn og öðruvísi tækni, öðruvísi verkþekkingu. Ef það fólk flytur aftur til Íslands og inn í samfélagið og athafnalíf  hérna  sína reynslu og sína sýn þá mun það gagnast íslensku samfélagi betur en fimm stjörnuhótel á fjöllum. Í þeim samfélögum þar sem margir nýbúar eru þá flytja þeir með sér menningu og verktækni frá heimahögum og auðga það samfélag sem þeir eru í.  Það er líklegt að innan skamms þá sjáum við að nýir Íslendingar sem hingað hafa komið úr annarri menningu breyta og bæta við þá menningu og verkþekkingu sem hér er fyrir.  Þau hafa þegar gert það en það eru sömu öfl í samfélaginu sem  þegja um og myrkva þeirra framlag eins og þau öfl sem þegja um og myrkva framlag  Ísaks Jónssonar í íslenskri verkþekkingu og gylla fyrir okkur aðstæður sem eru líklegar til að gera þá Íslendinga sem hér búa núna að valdalausum þrælum í eigin landi. Það er sorglegra en tárum taki að jafnaðarmenn  og foringar þeirra eins og núverandi efnahagsráðherra skuli vera talsmenn þeirra  sem kaupa upp völd yfir landi og lífsafkomu manna með pappírsræksnum sem kallast peningar sem hafa ekkert gildi í sjálfu sér nema af því við höldum að þau hafi gildi.  

Við skulum meta framlag manna eins og Ísaks Jónssonar og við skulum líka byggja upp samfélag sem hlúir að verkmenningu sem berst að neðan til og áfram til þeirra sem nú eru langt niðri, beygðir eða liggjandi eftir holskeflu fjármálahruns og hjálpar þeim við að standa á fætur . Við skulum ekki sækjast eftir menningu og samfélagi sem gerir marga að þrælum en fáa og fjarlæga menn ríkari og valdameiri.

 Hér er sagan í heild af Ísaki Jónssyni, honum sem kallaður var ÍshúsaÍsak:

Ísak Jónsson sem var fæddur og uppalinn Austurlandi, en flutti til Ameríku sumarið 1888. Var hann fæddur á Rima í Mjóafirði eystra árið l842. Hann byrjaði sjóróðra 17 ára og starfaði að þeim meira og minna á hverju ári, þangað til hann fór til Ameríku en þá var hann 45 ára. Hann þekkti því vel hvernig beituskorturinn hamlaði gengi fiskveiðanna og þau vandræði, sem það skapaði oft, að geta ekki geymt síld í nokkra daga, ef þess Þurfti með, og standa uppi beitulaus, ef síld fékkst ekki daglega. í bæklingi, sem ísak gaf út á Akureyri 1901 g nefnir Íshús og beitugeymsla, fullyrðir hann að fra Því a vorin að vertíð hófst og þar til á haustin, að hætta varð vegna beituleysis hefi helmingur tímans oft farið til einskis vegna beituskorts. ísak telur, að beituskorturinn hafi verið orsök þess að hann flutti til Ameríku og sömu sögu hafi margir Austfirðingar, er vestur flutt haft að segja.

Þegar Ísak kom til Nýja-íslands, var hagur gamla landsins honum því ofarlega í huga og hvað því mætti helzt að gagni verða af því, er hann sá og kynntist þar vestra. Af þeim tækninýjungum, sem hann kynntist vestra, hefir það greinilega vakið mesta athygli hans, hvernig ísinn var þar notaður til matvælageymslu. Um það segir hann í áður nefndum bæklingi sínum: ,,Þegar ég sá fyrsta íshúsið í West Selkirk og gaddfrosinn hvítfisk, er við þá keyptum út af því í sterkasta júlíhitanum í Canada, þá datt mér strax í hug: Þarna er ráðið til að geyma beituna heima á íslandi.

 

En ísak lét ekki þar við sitja. Hann skrifaði frændum sínum og vinum á Austfjörðum um málið, en fékk engin viðbrögð. Þegar hann var orðinn úrkula vonar um, að Austfirðingar vildu sinna hugmyndum sínum, skrifaði hann Tryggva Gunnarssyni, sem þá var kaupstjóri Gránufélagsins. En ekki fékk hann heldur svar úr þeirri átt og leið nú og beið. Þegar Tryggvi var orðinn bankastjóri Landsbankans, sendi Ísak honum langa og ítarlega skýrslu um málið, en allt fór á sömu leið og áður. Greip hann þá til þess ráðs að skrifa Þorbjörgu Sveinsdóttur, ljósmóður í Reykjavík, en bróðir hennar, Jón Sveinsson frá Elliðavatni, hafði verið félagi ísaks í útgerð fyrir austan og fluttist með honum vestur um haf árið 1888. Bað ísak Þorbjörgu að tala við Tryggva, grennslast eftir því, hvort hann hefði fengið bréf hans og skýra fyrir honum málavöxtu. Hvað Þorbjörgu og Tryggva hefir farið á milli er ókunnugt, en nokkru síðar bað hann Sigurðs skáld Jóhannesson, er var á leið vestur um haf, að útvega sér tvo menn að vestan, til þess að koma upp íshúsi í Reykjavík. Var það bundið fastmælum, að ísak tækist ferð á hendur til íslands og jafnframt réði hann Jóhannes Guðmundsson Nordal. Komu þeir til Seyðisfjarðar í september 1894 og héldu svo þaðan til Reykjavíkur.

Þegar þangað kom, gengu þeir þegar á fund Tryggva, sem tók þeim vel, en sagðist þó alls ekki hafa búizt við, að nokkur kæmi. Greindi hann þeim frá, að búið væri að kaupa efni i húsið og semja um smíði þess við menn í Reykjavík. Hann taldi sér því ekki fært að ráða nema annan þeirra og taldi eðlilegt, að ísak gengi fyrir, þar sem hann hefði fyrstur manna haft orð á þessu. Það varð þó úr, að Jóhannes varð kyrr í Reykjavík, en ísak fór austur til frænda sinna og vina á Austfjörðum, til að vinna að íshúsbyggingum þar.

Meðan þeir ísak og Jóhannes voru á leið til landsins, var haldinn fundur í verzlunarmannafélaginu í Reykjavík, og flutti Tryggvi Gunnarsson þar erindi um nauðsyn þess að koma upp klakageymsluhúsi í höfuðstaðnum, sem væri svo stórt og fullkomið, að það gæti séð gufuskipum, er flytja vildu ísvarinn fisk milli landa, fyrir is og jafnframt geymt kjöt og beitu.

ísfélagið við Faxaflóa var stofnað 5. nóv. 1894, og var Tryggvi Gunnarsson kosinn fyrsti formaður þess. Þegar stofnfundurinn var haldinn, var íshúsið næstum því fullbúið, en það tók til starfa fyrri hluta árs 1895, og var fyrsta síldin úr húsinu afgreidd um mánaðamótin maí og júní.

Það kom fljótt í ljós, að íshúsið hafði mikla þýðingu fyrir útveginn í höfuðstaðnum, auk þess sem það geymdi og seldi margvísleg matvæli. Stjórnaði Jóhannes Nordal því lengst af í þau 40 ár, sem það var í eigu ísfélagsins. Það komst síðar í eigu starfsmanna þess, en var jafnað við jörðu árið 1945.

Eins og áður er sagt, hélt ísak Jónsson austur í átthagana eftir stutta dvöl í Reykjavík. Fór hann vestur og norður um land og kynnti hugmyndir sínar á Sauðárkróki og Akureyri, "en enginn vildi neitt um það heyra.Þegar hann kom austur var honum vel tekið, og höfðu margir áhuga á hugmyndum hans. Héldu nokkrir útvegsbændur á Seyðisfirði fund með sér að Dvergasteini, og var þar ákveðið að koma upp íshúsi á Brimnesi. Þegar eftir fundinn var byrjað að gera tjörn á Brimnesi með ístöku fyrir augum.

Meðan Ísak var í suðurferðinni létu föðurbræður hans, Konráð kaupmaður og Vilhjálmur hreppstjóri Hjálmarssynir á Brekku í Mjóafirði gera tóft þar sem þeir hugðu að veita vatni og taka síðan ís.

Snemma næsta vor byrjuðu þeir að reisa íshús, og var því lokið 16. maí. Var það fyrsta íshúsið, er tók til starfa austanlands. Nokkru síðar var fulllokið við húsið á Brimnesi. Um miðjan júlí kom svo síld inn á Reyðarfjörð, og var hún flutt til frystingar í íshúsunum á Mjóafirði og Seyðisfirði.

íshúsmálin og Austri. Fyrsti maðurinn, sem ísak Jónsson hafði tal þegar hann kom til Seyðisfjarðar, var Skapti Jósepsson, ritstjóri Austra. Hann gerðist strax ötull talsmaður íshúsmálsins og kynnti það í blaði sínu.

í Austra 19. nóvember 1894 er skemmtileg og fróðleg lýsing á því, hvernig þessi íshús voru byggð og hvernig kuldinn var framleiddur. Lýsing Austa er þannig:

Lesendum Austra mun þykja gaman og fróðleikur leikur í að fá, þótt ekki sé nema litla hugmynd um, hvernig ís er notaður á sumrum eða í hitu til þess að geyma fisk og kjöt óskemmt. Skal því farið hér um það fáum orðum, mest eftir frásögn Ísaks sjálfs.

í Vesturheimi eru byggð til þess 2 hús, íshús og frosthús, hvort hjá öðru. í íshúsið er ísnum safnað og hann þar geymdur. ER til þessa hafður vatnaís, og er hann sagaður af ám eða vötnum í hæfilega stórum stykkjum, ferhyrndum og honum að því búnu hlaðið upp í húsinu sem rúmlegast. Til þess að varna því að ísinn bráðni að miklum mun i sumarhitunum þarf að vera utan með honum í húsinu og ofan á honum hey, hálmur eða eitthvað þesskonar. íshúsið er óvandað og kostar ekki mikið.

Aðakostnaðurinn við slíkt fyrirtæki sem þetta er frosthúsið. Vesturheimsmenn byggja það á sléttu, sem hvert annað timburhús; er höfð tvöföld grind i veggjunum og veggurinn um 10—12 þumlungar á þykkt. Gólf og lopt. e fyllt með sagi. Er tilgangurinn með þessu sá, að húsið verði þétt eða súglaust, og heita loptið úti fyrir geti verkað sem minnst á loptið inni í húsinu, þar sem geyma á fiskinn eða kjötið. Frosthúsið er eptir stærðinni þiljað sundur í fleiri eða færri klefa, og verður það, er skilur klefana, að vera tvöfalt, með sagi milli þiljanna. Innan á veggjunum í hverjum klefa eru negldir járnþykkukassar, litlu þykkri að ofan en neðan, eða 4 þumlungar, opnir að ofan og ná upp úr loptinu. Neðan á kössunum eru smáop og rennur undir, er ganga út úr kössunum, taka þær við vatninu sem rennur úr kössunum, en hátt er vatnið haft í rennunum, því af því leggur og kulda. Engir gluggar eru á húsinu; er haft ljós, er um er gengið, og frá dyrunum þarf að ganga mjög vandlega, hurð að falla sem bezt í stafi og vera tvöföld.

Allir sem þekkja nokkuð til efnafræði, vita, að þegar salti er blandað til þriðjunga saman við snjó eða mulinn ís, og þetta hvorttveggja rennur saman, framleiðist 18 stiga kuldi, miðað 1 Selsíus hitamæli. Þetta náttúrulögmál er nú notað hér.

Vilji menn leiða fram frost í frosthúsinu, er tekinn ís úr húsinu, hann mulinn, og kassarnir fylltir með honum eptir að nokkru af salti hefir blandað saman við, og er saltmagnið látið fara eptir því, hve mikið frost á að leiða fram, því minna salt Því minna frost. það sem á að láta frjósa og geyma óskemmt, er nú látið inn í klefann og er því jafnaðarlega hlaðið saman á gólfinu eða látið á hyllur. Eptir því sem lækkar í kössunum, er bætt við is- og saltblending í þá ofan uppi á loptinu yfir klefanum, en það sem þiðnað hefir, rennur burtur eptir rennunum.

Reglulegar gullkistur fyrir útvegsbændur og fiskimenn

Bygging þessara húsa ræður aldahvörfum í sögunni um vinnslu sjávarafurða. Um haustið 1895 skrifaði Axel V Tulinius, sýslumaður á Eskifirði skýrslu sem birtist í ísafold um íshússtarfsemina eystra og fer þar svofelldum orðum um íshúsbyggingarnar: "Það eru ekki færri en 8 íshús og frystihús, ýmist upp komin eða í smíðum á Austfjörðum frá því í fyrrahaust, — allt fyrir forgöngu og eptir fyrirsögn Isaks Jónssonar, er þangað kom í fyrra frá Ameríku.(Winnipeg).

Fyrsta húsið var byggt í fyrra vestur á Mjóafirði, og annað í vor á Brimnesi við Seyðisfjörð; þá hið þriðja og fjórða í haust sömuleiðis við Seyðisfjörð; há Wathne á Búðareyri og hitt á Þórarinsstaðaeyrum ennfremur eitt (hið 5.) á Vopnafirði, eitt (hið 6.) á Norðfirði og eitt (hið 7.) á Fá- skrúðsfirði; loks stendur til að hann byggi hið 8. á Eskifirði. Þetta óvanalega fjör í nýjum framfarafyrirtækjum hjer á landi er því að þakka, að þau 2 íshúsin, sem komin voru i gagn fyrir sumar- vertíðina eystra, hafa reynst reglulegar gullkistur fyrir útvegsbændur þar og fiskimenn."

ísak Jónsson byggði ishús og leiðbeindi með byggingu á íshúsum víða á Austur- og Norðurlandi næstu ár og gekk stundum undir nafninu íshúsaísak. Hann var fulltrúi nýs tíma og brautryðjandi merkilegra framfara og flutti líf og áræði inn i daufan og þröngan tíma. Enginn vafi er á þvi, að áhugi hans og dugnaður hratt af stað þeim framförum og framkvæmdum, sem urðu á þessu sviði næstu árin. Verður hans því lengi minnzt sem eins af brautryðjendum atvinnuuppbyggingarinnar hér á landi um síðustu aldamót. Ekki höfðu þó allir skilning á starfi ísaks Jónssonar. Hann sótti um 500 króna styrk í tvö ár til Alþingis árið 1897, til að ferðast um og leiðbeina mönnum við íshúsbygg-ingar og frystingu, en fékk neitun. Réðist hann þá til starfa hjá erfingjum Ottos Wathne og byggði fyrir þá stórt íshús á Akureyri og stýrði því í 6 ár. Árið 1905 fór hann að búa á Þönglabakka í Þorgeirsfirði. Þar drukknaði hann rúmlega ári síðar, 4. júlí 1906.

Þrátt fyrir erfitt árferði og þröngan efnahag á þessum árum, var ráðist í íshúsbyggingar víðsvegar um landið. Við Faxaflóa voru byggð nokkur hús næstu ár og eins hér á Vestfjörðum. Árið 1903 voru alls 40 íshús á landinu, aðallega ætluð til þess að frysta og geyma síld til beitu. Fjölgaði þeim ört á næstu árum og urðu jafnframt stærri og fullkomnari og hleyptu nýju blóði í sjávarútveg landsmanna.

 

Sagan um Ísak Jónsson  er tekin beint upp úr  grein
Höfundur Jón Pál Halldórsson,

Titill: Beitugeymsla og upphaf íshúsa á Íslandi, 

 

Ægir, 4. Tölublað (01.04.1983), Blaðsíða 170

 

http://timarit.is/view_page_init.jsp?pageId=4882761

 

Myndir af íshúsum:

http://commons.wikimedia.org/wiki/Category:Icehouses 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur Jónsson

Sæl Salvör Kristjana, ja hérna!! ég þakka fyrir mjög svo góðan pistil og þessi íshúsa Ísak er karl sem ég þarf að lesa um. Þú ert sennilega með fleiri og stærri bein í nefinu en þessar píjur sem eru núna í ráðherrastólum landsins og mætti þú verða ráðherra sem fyrst!! Ég er alltaf að rekast á þessa "Ísaka" eftir að ég flutti til landsins aftur eftir 35 ár erlendis. Og þeir hafa margir hverjir blómstrað erlendis og þar kemur Ísak dæmið aftur inn. Við höfum alla möguleika til að rækta okkar land og verkmenningu, en það er eins og okkur fallist hendur vegna þessarar óskaplegu spillingu og valdaníðslu sem er látin viðgangast núna þessa dagana.

Eyjólfur Jónsson, 9.12.2011 kl. 18:12

2 Smámynd: K.H.S.

Heirðu ég er bara hálfnaður en fullur tilhlökkunar um að lesa það sem á eftir kemur.

Vönduð framsettning, læsileg og fræðandi. Marktæk umræða gerir öllum gagn. 

K.H.S., 9.12.2011 kl. 21:36

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband