Áhrif og áhugi kínverskra stjórnvalda á Íslandi

Kínverskir athafnamenn hafa nú áhuga á að koma sér upp aðstöðu  og standa að ýmis konar uppbyggingu  á Íslandi, ekki síst á Norðausturlandi.  Það er vel líklegt að áhugi þeirra á aðstöðu og eignum sem tryggja aðstöðu hér á Íslandi sé tengdur langtímahagsmunum kínverskra stjórnvalda m.a. varðandi siglingaleiðir, orkuvinnslu og  hernað á Evrópu og Rússland. Allur fréttaflutningur íslenskra fjölmiðla af þessum væntanlegu umsvifum er undarlega gagnrýnislaus, minnir á hvernig fjölmiðlar mærðu Björgúlf  eldri eins og velgjörðarmann Íslendinga og viðskiptatöframann þegar hann kom, sá og sigraði og jós úr sjóðum til að styrkja alls konar menningarstarfsemi. Allir  sem komu til Björgólfs og báðu um styrk fengu styrk. Hann var góður, hann átti fjölmiðlana sem mærðu hann, hann átti bankana, hann átti flest öll fyrirtækin, hann stýrði pappírsfroðunni og réð um tíma í hvernig hvirfla og hvert hún feyktist.

Þeir sem muna lengra aftur muna eftir Marshallaðstoðinni sem kom til Íslendinga þó þeir hefðu grætt á stríðinu og fór m.a. í að byggja upp áburðarverksmiðju í Gufunesi sem  ýmsir  töldu að hefði margháttað hlutverk. Mörgum Íslendingum hefur verið boðið til Kína  ekki síst fólki í stjórnmálum og fjölmargar kínverskar sendinefndir hafa komið hingað. Það minnir nú líka á Pentagon ferðirnar hér í den, fóru ekki allir ungliðar Sjálfstæðisflokksins í slíkar boðsferðir til að drekka í sig hollustu við bandarísk hernaðarumsvif hérlendis? Hefur ef til vill öllum  íslenskum áhrifamenn í stjórnmálum verið boðið til Kína?

Það þarf frekar mikið ímyndunarafl  til að sjá fyrir sér að núna að áhugi eins kínversks fjárfestis á hótel og ferðaiðnaði á Íslandi sé partur af langtímaplotti kínverskra stjórnvalda til að knésetja Evrópu, innlima Ísland í  sem kínverska nýlendu, reka Íslendinga í burtu frá eigin landi og tryggja heimsyfirráð Kína:-) En það þarf ekkert ímyndunarafl, bara kalda rökhugsun til að tengja saman og skoða í stærra samhengi  umsvif kínverskra fjárfestingarfyrirtækja sem eru þessi misserin að kaupa upp aðstöðu víða um heim. Þessi fjárfestingarfyrirtæki eru gerð út af kínverskum stjórnvöldum.  Það mun örugglega koma sér vel fyrir Íslendinga amk ef friður helst í heiminum að vera í góðum viðskiptasamböndum við Kína sem og menningarsamskiptum. En það getur að  það þjóni ekki hagsmunum íslensks almennings til langs tíma að landið sé galopið fyrir erlendum fjárfestum sem eru að tryggja ítök og yfirráð yfir eignum og iðju sem gerir Ísland byggilegt. Það er nærtækt að sjá fyrir sér orkuiðnað og fiskveiðar.  Ef öll orkufyrirtæki og allur rekstur í kringum þau og allur útvegur og vinnsla fisks væri í eigu erlendra fjárfesta sem hefðu skálkaskjól á aflandeyjum (eða í Peking) og svolgruðu þaðan í sig öll verðmæti og virðisauka af iðju fólks hérlendis  þá væri Ísland ekki annað en það sem það var á eymdartíma þjóðarinnar, fátæk og valdalaus nýlenda, ofurseld ríku og öflugu stórveldi. 

Núna er staðan þannig að Kínverjar eiga mikla uppsafnaða sjóði í dollurum  og eru aðalkaupendur  hráefna og framleiðendur ýmissa iðnaðarvara t.d. áls.  Kínversk fyrirtæki með fulltingi kínverskra stjórnvalda eru þessi misseri  víða í heiminum á umfangsmiklu "shopping spree" í að kaupa og leigja land og aðstöðu til að tryggja hagsmuni Kína, bæði varðandi iðnaðarframleiðslu en ekki síður varðandi hagsmuni Kína sem voldugs heimsveldis.

Stjórnvöld sem nú sitja eru hrædd og auðsveip við alla sem eiga peninga og krjúpa fyrir  öllum sem sveifla seðlabúnkum,  erlendri fjárfestingu. Margir Íslendingar  hafa hag af að liðka til með slíka fjárfestingu, gylla hana fyrir almenningi á Íslandi og búa til velgerðarmenn og mannvini úr fjárfestum.  En það er ekki að sjá að stjórnvöld gæti langtíma hagsmuna almennings,hagsmuna sem eru fólgnir í að stjórnvöld eða aðrir aðilar láti ekki frá sér og semji burt allt það sem getur skapað auðsæld og farsæld á Íslandi í framtíðinni. 


mbl.is Byggir einnig upp í Reykjavík
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Kínverjar eiga mikla uppsafnaða sjóði í dollurum

Bévítans dollarar, hvaðan ætli þeir hafi nú komið?

Guðmundur Ásgeirsson, 26.8.2011 kl. 13:35

2 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Það er bara því miður þannig að það eru engin lög sem banna að Íslendingar- selji landið smátt og smátt- þar til þeir vakna upp við vondann draum- Íslendingar eru búnir að selja undan ser landið og eru orðnir eins og Ísraelsmenn- Landlaus þjóð.

Erla Magna Alexandersdóttir, 26.8.2011 kl. 18:05

3 Smámynd: Óskar Þorkelsson

.. knésetja evrópu ? afhverju ættu kínverjar að knésetja evrópu ?

Óskar Þorkelsson, 28.8.2011 kl. 08:40

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband