Breiðavík - Horfst í augu við fortíðina

Lalli JónsKastljósþátturinn í kvöld var áhrifamikill  og raunalegur. En það verður að horfast í augu við fortíðina til að geta skilið betur framtíðina. Myndin hér til hliðar þar sem við horfumst í augu við Lalla Johns er ein af andlitsmyndum zeranico 

Lalli Johns var einn af þeim drengjum sem vistaður var í Breiðuvík. Það var viðtal við hann í fangelsinu á Litla Hrauni. 

Breiðavík var ekki gott heimili og bjó börn og unglinga ekki vel undir lífið. Ég hugsa að Breiðavík hafi tekið við drengjum sem ekki voru önnur úrræði til fyrir, drengjum sem hefðu þurft á einhvers konar meðferð og sálgæslu að halda. Ætli engum hafi liðið vel þarna? Ætli enginn hafi komið bættari út úr dvölinni?

Það hafa komið fram alvarlegar ásakanir á hendur manni sem var þarna forstöðumaður lengi og nú er látinn.

Breiðavíkurdvölin virðist hafa gert líf margra drengja að martröð.

Ég fór áðan yfir hversu mörg börn ég þekki  til sem eru í sömu sporum  núna og búa við  sams konar aðstæður og  drengirnir sem sendir voru á sínum tíma í Breiðavík. Ég taldi átta börn sem núna á aldrinum tólf ára til tvítugs, sum í fjölskyldu minni og sum í fjölskyldum fólks sem ég þekki vel.  Nokkur þeirra hafa dvalið á heimilum í sveit eins og Torfastöðum og veit ég ekki til annars en sú dvöl hafi verið þeim til góðs. Nokkur þeirra hafa verið vistuð á einkaheimilum og nokkur  verið á meðferðarstofnunum og í vímuefnameðferð. Sum hafa gleymst í kerfinu.

Ég reyndi fyrir jól að hafa samband við barnaverndaryfirvöld í Reykjavík varðaði eitt barnið sem varð fyrir árás í strætisvagni. Sá sem ég talaði við var að flýta sér á fund. Ég spurði hvort viðkomandi vissi ekki af árásinnni og við hvernig aðstæður barnið byggi og taldi til öryggis upp nokkur atriði. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem ég hef bent barnaverndaryfirvöldum á aðstæður þess barns og bent á ábyrgð þeirra, ábyrgð sem verður að koma til ef foreldrar eru ekki nógu sterkir eða geta ekki tekið á aðstæðum.  Barnið sem um ræðir lítur hins vegar svo á að það sé á flótta undan afskiptum barnaverndaryfirvalda og það hefur tekið þann kost að reyna að bjarga sér sjálft. 

Ég vona samt að sú stund komi ekki í framtíðinni að ég og aðrir sem standa nærri börnum sem eiga erfitt með að fóta sig þurfum að horfast í augu við fortíðina og finna sök okkar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Ljótt er og verður ljótara, siðleysi og viðbjóður húmir víða undir völu.  Sorglegt þegar vitað er af ömurlegu ástandi og ekkert gert, "við gerum aldrei meir en það sem í valdi okkar býr".  Guð, geymi þessa einstaklinga og megi réttlætið sigra eins hjáróma og það hljómar.  Mál sem þessi hvort það ræðir kvk eða kk er ekki rétt að skilgreina heldur hefur ætti að hafa jafn mikið vægi.  Svo er spurningin hver lætur það sér annt og tekur skrefið.  Góð umfjöllun hjá þér Salvör.

www.zordis.com, 6.2.2007 kl. 08:03

2 Smámynd: Sigríður Laufey Einarsdóttir

Við horfumst best í augu við við fortíðina með því að gera betur í núinu hér og nú!!

Rækta okkar hugarfar okkar til góðra verka með ganrýni á eignin verk til að gera betur.

Mál sem þessi eiga ekki að vera pólitískt bitbein heldur þarf að ríkja um þau pólitísk sátt vegna eðlis þeirra.

Sigríður Laufey Einarsdóttir, 6.2.2007 kl. 14:36

3 identicon

Hvernig væri nú að hætta að tala um kerfið? "Kerfið" er ekkert annað en fólk sem ber ábyrgð, eða á að gera það, hvort sem það fær vel eða illa borgað fyrir það. Og fólk á ekki að geta skýlt sér á bakvið það að það vinni hjá einhverri stofnun, andlitslaust, nafnlaust og ábyrgðarlaust. Ef fólk vill vera það á það ekki að vinna slík störf.

Eiríkur Kjögx, ríkasti fátæklingurinn (IP-tala skráð) 6.2.2007 kl. 14:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband