Bókasafnið í Alexandríu

Bókasafnið í Alexandríu var  stærsta og mikilvægasta bókasafn fornaldar. Það var miðstöð mennta frá 3. öld fyrir Krist þangað til Rómverjar sigruðu Egypta árið 48 fyrir Krist.  Eftir að það var eyðilagt  notuðu fræðimenn í borginni bókasafn í musteri guðsins Serapis og var það  kallað  Serapeum

Bókasafnið í Alexandríu var stofnað og opnað eitthvað  300 fyrir krist. Plútarkos skrifar að Júlíus Sesar hafi í ógáti brennt bókasafnið. Biskupinn af Alexandríu mun svo hafa fyrirskipað að Serapeum væri eyðilagt árið 391 fyrir Krist. Árið 2002 var vígt nýtt bókasafn nálægt staðnum þar sem hið forna konunglega bókasafn stóð.

Bókasafnið var upphaflega skipulagt af Demtrius af Phaleron en hann var lærisveinn Aristotelesar. Bókasafnið var í hverfi konungsins, þar var Peripatos samfélag, garðar, borðstofur, lesstofur, fyrirlestrasalir og fundarherbergi en ekki er vitað með vissu hvernig skipulagið var. 

Bækur í safninu voru upprúllaðir papýrusstrangar. Það var sagt að í bókasafninu í Alexandríu væri öll heimsins þekking samankomin.  Keyptar voru  til safnsins bækur á  bókamessum í Ródos og Aþenu og þekking var dregin af öllum skipum sem sigldu í höfnina, þaðan voru allar bækur teknar  og afritaðar og bókasafnið hélt orgínölunum en sendi afrit aftur til eigendanna. Alexandría var staðsett sem hafnarborg milli austurs og vesturs, alþjóðleg viðskiptaborg, stærsti framleiðandi Papýrus og seinna bóka.  Þarna voru afritaðar bækur fyrir önnur bókasöfn.

 Margir fræðimenn fornaldar komu til Alexandríu. Það er engin leið að vita hvað margar bækur voru í bókasafninu en það er sagt að  Ptolomedus 2 hafi stefnt að því að þar væru 500 þúsund papýrusrúllur.

Ekki er vitað með vissu hvað mikið af bókum safnsins brann árið 48 fyrir Krist en eftir þann tíma voru önnur söfn í borginni mikilvægari, bókasöfnin í musterunum í Mouseion og Serapeum.  Það var vernd á sínum tíma að vera í tengslum við musteri en þegar  Theodosius 1. keisari Rómarveldis bannaði önnur trúarbrögð en kristna trú árið 391 þá var musterunum í Alexandríu lokað.

Myndböndin á þessari síðu eru viðtal við  Brewster Kahle í íslenska sjónvarpinu  og fyrirlestur hans á Ted. Brewster Kahle  kom til Íslands nýlega en hugsjón hans er að þekking heimsins verði sem flestum aðgengileg, hugsjón um að byggja upp bókasafnið í Alexandríu í  tæknimiðla samfélagi nútímans. Ég hrifst af hugsjón hans en ég er ekki viss um að Alexandríubókasafn nútímans sé eingöngu safn af skönnuðum bókum sem settar hafa verið á stafrænt form. Ég held að þekkingu þurfi að brjóta meira upp, ég held að þekking sé í þekkingarsköpuninni sjálfri, í ferlinu,  í tengingum, ekki eingöngu í  afrakstrinum, afrakstri sem er oft eins og skyndimynd eða frosið augnablik af einhverju sem á sér stað í tíma og rúmi. Það er þess vegna sem ég hrífst af Wikipedia og Wikipedía samfélagi (Wikipedians), þar er þekking eins og lífrænn massi í litlum síkvikum einingum sem hægt er að tengja saman á óteljandi vegu með margs konar verkfærum.  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband