Steingrímur ţá og Steingrímur nú

Ţađ  hafa veriđ veriđ fjórar samkomur/mótmćli eđa gjörningar á Íslandi sem marka tímamót. Kryddsíldarmótmćlin, Búsáhaldabyltingin, Blysförin ađ Bessastöđum og svo Tunnumótmćlin. Laugardagsmótmćlin á Austurvelli voru svo eins konar upphitun fyrir allan ţennan aktívisma.

Fyrsta harđa og heiftúđuga andspyrnan á Íslandi eftir Hrun voru kryddsíldarmótmćlin, ţegar hópur ungmenna braut sér leiđ inn á hótel Borg á gamlársdag 2008 gagngert til ađ trufla útsendingu á Kryddsíldarţćtti sem Sigmundur Ernir stjórnađi og ţar sem saman voru flokksleiđtogar ađ fara yfir stöđuna. ţetta var hefđbundinn ţáttur á Stöđ 2, svona skemmtiţáttur ţar sem orđhákur og mćlskumađur eins  Steingrímur Sigfússon naut sín jafnan vel. Hér er myndband međ smábroti af umrćđunni í kryddsíldinni tveimur árum fyrir hruniđ,  í árslok 2006 en ekki verđur heyrt annađ en allt leiki í lyndi, Steingrímur kokhraustur ađ prútta góđlátlega viđ Ingibjörgu Sólrúnu um hvort ţeirra ćtti ađ verđa forsćtisráđherra í rauđgrćnni samsteypustjórn.

Svona var pólitísk umrćđa á Íslandi áriđ 2006, ţađ er ekki laust viđ ađ mađur fyllist eftirsjá og vilji hverfa til ţeirra tíma ţegar ágreiningsmálin eru ţau ein, hver eigi ađ vera í brúnni.

En kryddsíldarmótmćlin tveimur árum seinna  í árslok 2008 kćfđu rödd Steingríms ţví mótmćlendur rufu útsendinguna enda var ţađ tilgangurinn. Steingrímur var svolítiđ sár, ég man eftir viđtali viđ hann ţar sem hann kvartađi yfir af hann hefđi ekkert fengiđ ađ segja, kannski var hann međ ţrusugóđar og kjarnyrtar blammeringar og skammir á ríkisstjórnina (ríkisstjórn Geirs sem ţá lafđi ennţá) sem hann ćtlađi ađ slengja fram ţegar stradivariusarfiđlukonsertinn vćri búinn og kryddsíldarveisluborđiđ uppdekkađ. En kryddsíldin bara súrnađi meira en Sigmundur Ernir og  svo mögnuđust upp mótmćli á Austurvelli í  janúar strax eftir áramótin og ţađ endađi međ búsáhaldabyltingu ţar sem eldar  brunnu á Austurvelli og norsk jólatré fuđrađi upp.

Ţá skildi Steingrímur vel fólkiđ og var einn af ţví. Hann var líka ansi duglegur fyrst eftir hruniđ, stundum fannst mér hann vera sá eini á Alţingi sem var ađ gera eitthvađ og berjast fyrir Íslendinga, hann fór í ferđir til Noregs og hann barđist gegn ofríki Breta og Hollendinga um Icesave gagnvart okkur, ofríki sem allar Evrópuţjóđir tóku ţátt í. Steingrímur breyttist úr norđlenskum kjaftaski í hetju fólksins sem barđist og leitađi lausna á sama tíma Geir forsćtisráđherra og ráđherrar hans lyppuđust niđur og voru sem lömuđ og niđurkýld og lúffuđu í stríđi ţar sem ţau höfđu allt ađ vinna međ sókn en engu ađ tapa.  Ég kunni ágćtlega viđ Steingrím kjaftask, hann var skemmtilegur. Mér fannst hins vegar mikiđ koma til Steingríms hins hugrakka og athafnasama sem neitađi ađ taka ţátt í ađ gera ekki neitt stefnu ríkisstjórnar Geirs, Steingríms sem stóđ međ fólkinu en ekki fjármálalífinu og hagsmunum ţess.

En svo fór Steingrímur innanbúđar og varđ ţađ sem hann var ađ prútta um í kryddsíldinni tveimur árum áđur, hann varđ starfandi forustumađur í ríkisstjórn sinni. Reyndar var hann ađ nafninu til fjármálaráđherra en viđ sjáum ekki annađ en allan ţann tíma sem rauđgrćna ríkisstjórnin hefur starfađ ţá hefur Steingrímur veriđ ađaldrifkrafturinn í ţeirri stjórn. Ekki kemur krafturinn frá Jóhönnu, viđ höfum á tilfinningu ađ hún hafi veriđ á útleiđ úr stjórnmálum en tekiđ hiđ erfiđa hlutverk forsćtisráđherra ađ sér einfaldlega vegna ţess ađ innan Samfylkingar var enginn annar sem naut trausts međal almennings.  Jóhanna nýtur ennţá trausts okkar  og vil höldum ađ hún sé velmeinandi manneskja sem setur velferđarmál ofan öđru.  ţađ hefur margt gerst til batnađar međ ţeirri stjórn sem nú situr ţó mér sér fyrirmunađ ađ skilja af hverju hér var ekki strax viđ Hruniđ sett upp ţjóđstjórn, neyđarstjórn sem allir kjörnir flokkar/listar áttu fulltrúa í. Ţjóđstjórn er líka eini vitrćni kosturinn í stöđunni núna.

En ţađ eru ţrjú mál sem rauđgrćna ríkisstjórnin hefur stađiđ sig eindćmis illa í. ţađ eru icesave, magma og skuldavandi heimila og einstaklinga.  Ţađ hefur veriđ afar fróđlegt ađ fylgjast međ Steingrími ţá og Steingrími nú hvernig hann hefur tekiđ á hlutum. Hann umpólađist í Icesave málinu og var spurđur út í ţessa breyttu afstöđu af fjölmiđlum, ţá segist hann hafa skipt um skođun "ţegar ég fór ađ kynna mér málin". Ţetta er skrýtiđ, viđ höfum líka reynt ađ kynna okkur málin og hvernig sem viđ reiknum og spáum og spekúlerum ţá fáum viđ ekki annađ séđ en ađ yfir okkur venjulega Íslendinga hafi veriđ settar stríđsskađabćtur fyrir stríđ sem viđ tókum ekkert ţátt í og viđ eigum ađ greiđa lausnargjald ţannig ađ nokkrar kynslóđir Íslendinga eigi ađ vera í skuldafangelsi vegna erlendra skulda - á međan viđ glímum viđ ađ allar eignir okkar gufa upp, atvinnan hverfur og lífskjör versna. Ofan á ţetta bćtist sú hrođalega ađför breskra stjórnvalda ađ setja Íslendinga undir hryđjuverkalög.

Svo var ţađ Magma máliđ.  Steingrímur var soldiđ á ferđinni í ţví, ég var í einhverri óskhyggju ađ vona ađ hann vćri í alvöru ađ vinna í ţví ađ erlend fjármagnsfyrirtćki fengju ekki ađ bora sig inn í íslenskan orkuiđnađ og kaupa hér upp auđlindir íslensku ţjóđarinnar. En Steingrímur gerđi ekkert nema látast vera ađ gera eitthvađ.  

Ţriđja máliđ eru skuldamál heimilanna. Besta tillagan um hvernig ćtti ađ fara međ skuldir var róttćk tillaga okkar Framsóknarmanna sem sett var fram fyrir síđustu kosningar, tillaga um 20% niđurfellingu skulda.  Ţađ hefđi veriđ eins konar endurstilling á fjármálakerfinu. Ţetta er tillaga margra hagfrćđinga, svona flatur niđurskurđur skulda, ţađ var ekki síst nauđsynlegt til ađ virka sem hvati á hagkerfi sem var botnfrosiđ...og mikiđ hefđum viđ getađ orđiđ stolt á alţjóđavettvangi af svoleiđis ađgerđ, ţađ hefđi orđiđ fordćmi fyrir ađrar ţjóđir, ţetta er eitthvađ sem verđur ađ gerast víđa um heim, ţađ verđur ađ endurstokka upp fjármálakerfi.

En hver var framkvćmdin? Tillögur Framsóknarmanna ţóttu hneykslanlegar, fella niđur skuldir!!! kćmi ekki til mála, ţađ ćtti ađ hjálpa hverjum einstökum og skođa málin. Reyndin hefur orđiđ sú ađ nánast engum er hjálpađ. Ađeins rétt rúmlega hundrađ fjölskyldum. Ekki ţeim sem er burđarstólpinn í öllum samfélögum,ekki ţeim sem voru millistétt í íslensku samfélagi, ungu barnafólki sem núna er öreigar. 

Ć, hvernig lćt ég, ţađ er ekki rétt ţegar ég segi ađ engum var hjálpađ. Ég gleymi ađ sumum var hjálpađ, hjálpađ mjög mikiđ.  Ţannig var strikađ yfir skuldir innherja í bönkum, ţannig var kerfisbundiđ bara eins og rútína fćrđar niđur skuldir hjá fyrirtćkjum eins og sjávarútvegsfyrirtćkjum (sb. nýlegt dćmi um sjávarútvegsfyrirtćki í eigu ćttmenna Halldórs Ásgrimssonar) ţrátt fyrir ađ ţađ vćri fyrirtćki rekiđ međ miklum hagnađi ári áđur. Svo má alls, alls ekki gleyma ađ  hlúđ var ađ stofnfjárfestum í sparisjóđum og sumum fjármálafyrirtćkjum bjargađ, sumir segja ađ ţađ hafi veriđ vegna pólitískra ástćđna, sumir segja ađ Steingrímur hafi beitt sér fyrir fyrirgreiđslu til Saga Capital til ađ bjarga fólki í sinni heimabyggđ sem veđsett eigur sína (t.d. bújarđir) til ađ kaupa einhver bréf í ţingeyskum sparisjóđi. En Saga Capital fékk eindćma góđ vaxtakjör og hefur núna á einhvern undarlegan hátt fćrt öll fémćti í skjól í annađ félag sem heitir Hilda.  Mér skilst ađ ef Saga Capital hefđi orđiđ gjaldţrota ţó hefđu margir bćndur og búaliđ ţarna í heimabyggđ Steingríms misst aleiguna. Sveitungar Steingríms hafa örugglega sett á hann mikla pressu í ţví máli, ţađ er ekki spurning. Spurningin er hins vegar hvernig Steingrímur brást viđ ţeirri pressu.   

En Steingrímur ţá og Steingrímur nú er ekki bara Steingrímur sem núna ráđskast um Ísland. Annar Steingrímur skrifar samtímasöguna á pressunni, ţađ er Steingrímur Sćvarr Ólafsson. Hann skrifar  núna hjartnćman pistil um fjölskyldubyltinguna á Austurvelli, byltingu sem hann tók ţátt í gćr ásamt öllu hinu góđa fólkinu. Kannski var hann ađ berja á tunnur viđ hliđina á Óla Birni Kárasyni. Mörgum verđur hvelft viđ ţennan pistil Steingríms Sćvarss um hverjir séu góđu mótmćlendurnir, Eiríkur skrifar blogg um fjölskyldufólk og fasista í frjálslynda flokknum  og segir Sigga pönk vera venjulegan fjölskyldumann, ţađ vitum viđ nú öll sem höfum fylgst međ bloggi anarkistans Sigga pönk, hann er hugsandi, heiđarlegur og góđur mađur. Svo er Jóhanna Sigurđar líka venjulegur fjölskyldumađur.  Egill Helga analýsar venjulegafjölskyldufólks mótmćlabloggiđ hanns Steingríms Sćvarrs  í pistli Hverjir voru ađ mótmćla?  og Davíđ Stefánsson í VG rís upp fyrir sitt fólk og sína fjölskyldu og okkur öll hin Austurvellinga frá fornu fari og skrifar Um fjölskyldufólk á Austurvelli - af gefnu tilefni . Agnar sem er einn ađalaktívistinn fann sig ekki međ fjölskyldufólkinu, hann fann reyndar ekki fjölskyldufólkiđ eins og Steingrímur og fannst bara hiđ illa hafa mćtt til ađ mótmćla.  Reyndar skilst mér ađ anarkistar sem Steingrímur telur einhvers konar ekki-fólk hafi rifiđ fána og hent á eld.

En sá Steingrímur sem núna talar eins og sannur Austurvellingur og lazyboystólaunnandi er enginn stofukommi ţó hann hafi lítt sést viđ mótmćlin áđur. Steingrímur Sćvar var í einni tíđ handgenginn ţeim sem steyptu okkur í glötun. Hann var spunameistari Halldórs Ásgrímssonar og vann sem pólitískur starfsmađur og ráđgjafi Halldórs í forsćtisráđuneytinu. Hann var líka innundir hjá fjölmiđlaveldi Baugspressunar, hann var fréttamađur á Ísland í dag og svo var hann fréttastjóri hjá Stöđ 2 einmitt á ţeim tíma ţegar mesta óstjórnin var í samfélaginu og skarađ var ađ ţeim eldi sem brenndi upp Ísland. Hann varđ  fréttastjóri stöđvar 2 1. ágúst áriđ 2007.  Engum sögum fer af ţví ađ Steingrímur Sćvarr hafi ţá stungiđ á kýlum bankabólunnar enda kannski ekki viđ ţví ađ búast, ţú bítur ekki hendina sem fóđrar ţig segir máltćkiđ.  

Alveg eins og Steingrímur Sigfússon hafđi og hefur mikla ábyrđ í íslensku samfélagi ţá hafđi Steingrímur Sćvarr mikla ábyrgđ. Ţađ er ţannig ađ ekkert var eins árangursríkt í ađ hilma yfir ađ Hrun vćri yfirvofandi og ţetta vćri stóreflis svikamylla og hiđ samansúrrađa ţagnarsamsćri og klórbandalag stjórnvalda, fjárglćframanna og fjölmiđla. Fjölmiđlarnir voru í eigu fjárglćframannanna sem hegđuđu sér vćgast sagt illa, ráku umsvifalaust ţá sem voguđu sér ađ gagnrýna.

Stjórnvöld höfđu lika spunameistara sem spunnu upp fréttir. Hinn orđhvati Jónas Kristjánsson segir um spunakerlingar og pólitíkska umrćđu á mogganum ţetta (jonas.is 30.05.2007):

Spunakerlingar
Pólitískur spuni felst í ađ taka fréttir og spinna ţćr inn á brautir, sem eru hagstćđar umbjóđandanum. Halldór Ásgrímsson hafđi ţrjár spunakerlingar til ađ spinna fyrir sig á vefnum, Björn Inga Hrafnsson, Pétur Gunnarsson og Steingrím Sćvarr Ólafsson. Spunakerlingar prentmiđla hafa barizt um, hvort ný ríkisstjórn sé Baugsstjórn eđa Ţingvallastjórn. Feitasta spunakerling landsins er Morgunblađiđ, sem framleiđir svonefndar fréttaskýringar, oft á forsíđu. Ţćr eiga ađ framleiđa atburđi, hanna atburđarásir, en ekki ađ segja fréttir. Mogginn hannar pólitík, en stundar ekki blađamennsku.

En ég efa ekki ađ Óli Björn og Steingrímur Sćvarr hafi núna bćst í hóp okkar mótmćlenda á Austurvelli af ţví ađ ţeir eru einlćgir í ţvi ađ koma á ţjóđfélagsbreytingum og umbótum hérna. Ég hugsa ađ ţeir hafi  tapađ mjög miklum fjármunum, margir í ţeim hópum sem ţeir tilheyra voru ţátttakendur í alls konar flćkjufyrirtćkjum í caymanneyjastíl og sumir verđa ađ borga til baka af   fé sem ţeir fengu út úr bönkum í hlutabréfagambl. 

Ég vona ađ ţeir sem stunda einhvers konar fjölmiđlun á Íslandi verđi vandari ađ virđingu sinni en ţeir voru árin fyrir hrun en kannski verđum viđ alltaf ađ skođa hver á fjölmiđla og átta okkur á ţví ađ sagan eđa spuninn í fjölmiđlum verđur alltaf međ hagsmuni eigandans eđa ţess sem skaffar fé í huga. Ţađ er mjög erfitt fyrir fjölmiđlamenn ađ standa á móti ţví, ţeir fá reisupassann samstundis. Hér vil ég rifja upp ađ Árni Snćvarr var  rekinn sem fréttamađur frá Stöđ 2 áriđ  2003 fyrir frétt um laxveiđi Geirs Haarde í bođi Kaupţings. 

Mikill sparnađur hefđi veriđ ađ ţví fyrir íslenskt samfélag ef fjölmiđlar hefđu á ţessum tíma haft tćkifćri til ađ ađ rekja og segja frá ţessi vćgast sagt óeđlilega samkrulli stjórnvalda og fjármálafyrirtćkja.  En ţeir gátu ţađ ekki. Ţeir sem reyndu voru reknir.

Sumum finnst ţađ dćmi um upplausn í íslensku samfélagi ađ fleiri og fleiri komi á Austurvöll og mótmćli. En ég held ađ svo sé ekki, ég held ađ ţađ sé styrkleikamerki ađ sem flestir láti sig varđa hvers konar samfélag viđ byggjum upp hérna. Viđ erum sum venjulegt fjölskyldufólk en máliđ er ađ ţađ er styrkleiki í ţví ađ viđ virkjum og viđurkennum fjölbreytni í samfélaginu og ţćr lausnir sem henta fyrir íslenskt samfélag og sem munu koma okkur áfram eru ekki bara lausnir sem gerđar eru af og fyrir ţađ sem Steingrímur Sćvarr skilgreinir sem venjulegt fjölskyldufólk, hann lýsir svona í hrifningu hverjir voru viđ mótmćlin í gćr:

" Ţetta voru ekki háskólanemar, anarkistar og iđjuleysingjar, hvađ ţá byltingarsinnađir kommúnistar.  Nei, ţetta var fjölskyldufólk.........ţetta var vísitölufjölskyldan, fólkiđ sem kaupir áskrift ađ Stöđ 2, finnst Spaugstofan skemmtileg og er spennt yfir Útsvari og man hvernig Ísland var áđur en bjórinn var leyfđur. Ţetta var fólk sem er seinţreytt til vandrćđa, fólkiđ sem á Lazy-Boy stólana, sem á fjölskyldupassa í Fjölskyldu- og Húsdýragarđinn, á hvorki jeppa né smábíl heldur station-bíl, borgar skattana og hlustar á hádegisfréttir Ríkisútvarpsins.  Ţetta var „venjulegt fólk“!  Hinn almenni borgari, ekki óróaseggurinn, skemmdarvargurinn, uppreisnarmađurinn sem stjórnmálamenn geta kennt um ófriđ í miđborginni"

Ţessi analýsa hans Steingríms Sćvarrs á fjölskyldufólki og bullandi fordómar fyrir sumum ţegnum íslenskt samfélags er eiginlega bráđfyndin, hún er svo skemmtilega smáborgaraleg og gamaldags.  Ég er ţví miđur búin ađ senda lazyboy stólinn minn vestur í land, annars sćti ég núna međ bros á vör í stólnum og fílađi í tćtlur ađ vera venjulegt fjölskyldufólk.

 


mbl.is Líta mótmćlin öđrum augum nú
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiđarsson

Ég er ánćgđur međ ađ geta taliđ mig fjölskyldumann samkvćmt skilgreiningu Steingríms Sćvars. Ég á stationbíl, ađ vísu nokkuđ gamlan og lúinn.

Ekki hef ég ţó efni á ađ kaupa áskrift af Stöđ2, ekki á ég Lazy-Boy stól, ekki hef ég efni á fjölskyldupassa í Húsdýragarđinn. Skattar eru teknir sjálfkrafa af ţeim litlu launum sem ég hef, ég hlusta á hádegisfréttir RÚV og ég á stationbíl. Ég get ţví kallađ mig fjölskyldumann.

Reyndar er ég svo einfaldur ađ ég hélt ađ ég vćri fjölskyldumađur vegna ţess ađ ég á konu og börn. Spekingarnir vita betur, ég er fjölskildumađur af ţví ég á gamlan station bíl.

Gunnar Heiđarsson, 5.10.2010 kl. 22:33

2 Smámynd: Svanur Gísli Ţorkelsson

Salvör reit;

ţađ hefur margt gerst til batnađar međ ţeirri stjórn sem nú situr ţó mér sér fyrirmunađ ađ skilja af hverju hér var ekki strax viđ Hruniđ sett upp ţjóđstjórn, neyđarstjórn sem allir kjörnir flokkar/listar áttu fulltrúa í. Ţjóđstjórn er líka eini vitrćni kosturinn í stöđunni núna.

Enginn mátti heyra minnst á ţjóđstjórn eftir ađ Davíđ var sagđur hafa lagt hana til. Spurning hvort ţađ er ekki  um seinan núna og ţess vegna verđi ađ skipa utanţingsstjórn, eftir ađ ţessi ríkisstjórn verđur knúin til ađ segja af sér.

Ţakka vandađan pistil.

Svanur Gísli Ţorkelsson, 5.10.2010 kl. 23:05

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband