Mjótt á mununum

Það kemur mér á óvart hve mjótt var á mununum milli Magnúsar Þórs og Margréttar Sverrisdóttur, aðeins munaði  55 atkvæðum.  Þetta getur ekki túlkast sem neinn sigur hjá Magnúsi Þór, hann er sitjandi varaformaður og formaður hefur lýst yfir stuðningi við hann. 

Skyldu verða einhver eftirmál út af þessari kosningu? Það virðist allt hafa verið ansi laust í böndunum þarna og ekki erfitt fyrir fólk að koma inn af götunni og kjósa.  Annars rifjast upp fyrir mér núna að þetta er ekki í fyrsta skipti sem nokkur atkvæði segja til um hvort Margrét Sverrisdóttir kemst áfram. Það munaði örfáum atkvæðum á því að Margrét Sverrisdóttir hefði komist inn á þing fyrir fjórum árum og á því að Árni Magnússon komst inn.  Það mun þá hafa verið þannig að utanatkvæðisseðlar féllu öðruvísi í Reykjavíkurkjördæmunum, mig minnir að fleiri seðlar hafi verið dæmdir ógildir í Reykjavík norður.

En niðurstaðan var sem sagt þessi: 

"Magnús Þór fékk 369 atkvæði eða 54% en Margrét Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri, fékk 314 atkvæði eða 46%."

Það er bara núna hægt að spá í hvort Margrét fer í sérframboð eða hvort hún gengur til liðs við einhverja aðra t.d. svokallaða hægri græna. Ómar er víst búinn að bíða eftir úrslitunum. 


mbl.is Magnús Þór kjörinn varaformaður Frjálslynda flokksins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: www.zordis.com

Hún hugsar væntanlega sín mál ýtarlega, sagði hún ekki sjálf að það væri vantraust ef hún næði ekki sigri! Magnús Þór hlýtur að teljast lukkunnar pamfíll núna. 

www.zordis.com, 27.1.2007 kl. 19:16

2 Smámynd: Guðmundur H. Bragason

Þetta er sorgardagur fyrir skynsemina

Guðmundur H. Bragason, 28.1.2007 kl. 01:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband