Er þetta lýðræði?

Ég bíð núna eftir úrslitum úr kosningum Frjálslynda flokksins. Það er mikið í húfi fyrir alla Íslendinga. Það getur farið svo að Frjálslyndi flokkurinn verði í lykilaðstöðu eftir næstu kosningar og ef hann þróast á versta hugsanlega veg sem flokkur útlendingahaturs og öfga til hægri þá er illt í efni. 

Ég vona að Margréti Sverrisdóttur gangi sem best, það væri náttúrulega sú afmælisgjöf sem myndi gleðja kvenréttindakonur á Íslandi sem mest en einmitt í dag er haldið upp á 100 ára afmæli Hins Íslenska kvenfélags.   En mér líst ekki á fréttir um öngþveiti og ringulreið og smalanir á kjörstaði í stjórnmálaflokkum, ég held að þetta sé birtingarmynd þess í hve miklum molum lýðræðið er í landinu. Ég er afar ósátt við undarlega smalamennsku sem hefur viðgengist í Framsóknarflokknum þar sem meira segja hefur gengið svo langt að  plott hafa verið undirbúin í öðrum kjördæmum til að ná undir sig kvenfélögum. Hér á ég við Freyjumálið í Kópavogi.

Nú eru ekki komnar fréttir af varaformannskjörinu í Frjálslynda flokknum en það eru fréttir um að fólk fór af kjörstað núna þegar kosningu var lokið og flestir virðast eingöngu hafa verið þarna til að kjósa. Þetta minnir mig á það að ég fór á seinasta landsfund Framsóknarmanna en ég hafði ekki kosningarétt, ég fékk ekki að vera fulltrúi á landsþinginu vegna óeðlilegra og undarlegra vinnubragða í Framsóknarfélaginu í Reykjavík Norður, vinnubragða sem einkenndust af spillingu og þvi að fólk hefur alveg misst sjónir á því hvað lýðræði gengur út á. Það var þá verið að kjósa formann, varaformann og ritara í stjórn Framsóknarflokksins. 

Ég skrifaði bréf til stjórnar Framsóknarflokksins og kjörnefndar  þar sem ég kærði þessi vinnubrögð stjórnar Framsóknarfélagsins í Reykjavík Norður og fór með það bréf á landsfundinn og afhenti starfsmanni flokksins. Ég er mjög ósátt við að því bréfi hefur ekki einu sinni verið svarað.  Ég skil ekki þetta virðingarleysi fyrir almennum flokksmönnum.


mbl.is Kosningu lokið hjá Frjálslyndum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Valur Jensson

Hvað gefur þér, ágæta Salvör, ástæðu til að láta hér í ljós þann ugg þinn, að Frjálslyndi flokkurinn kunni að eiga það eftir að "þróast á versta hugsanlega veg sem flokkur útlendingahaturs og öfga til hægri"? Þetta er sterkt orðað hjá þér, en hefur nokkur talsmanna flokksins talað á þennan veg? Ekki svo að ég hafi heyrt, eða ertu kannski með einhver ummæli þeirra á takteinum, þar sem slíkt komi fram? Ef svo er, ættirðu að tilfæra þau hér, orðrétt eftir höfð, annars falla þessi orð þín dauð og ómerk.

Jón Valur Jensson, 27.1.2007 kl. 17:45

2 Smámynd: Bjarnveig Ingvadóttir

Frálslyndiflokkurinn er alla vegana búinn að sýna að konur hafa ekkert að gera í honum, fá í mesta lagi að vera uppá punkt. Magnús Þór kosinn varaformaður.

Bjarnveig Ingvadóttir, 27.1.2007 kl. 17:52

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Jón Valur, ég sé forustumenn Frjálslynda flokksins þau öll Margréti, Guðjón og Magnús berjast á móti því að tengjast útlendingahatri. Það er hins vegar þannig að alls staðar hafa einmitt svona flokkar (litlir málefnafátækir flokkar til hægri) orðið útlendingahatursflokkarnir og það var og er bara tímaspursmál hvenær einhver ríður á vaðið hérlendis. Það er nánast örugg leið til vinsælda, það er uggur í mörgum vegna þeirra breytinga sem eru. Nýtt afl hefur verið bendlað við frjálslynda og ég held að Margrét hefði spornað meira við ef hún hefði náð kjöri.

En við skulum bara bíða og vona. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.1.2007 kl. 18:26

4 Smámynd: Jón Valur Jensson

Það fór eins og Gvend grunti, að Salvör hefði engin orðrétt kynþáttahaturs-ummæli né hægri-öfgamennsku frá leiðtogum Frjálslynda flokksins. Þess vegna falla orð Salvarar í þá áttina dauð og ómerk, hvorki meira né minna. -- Orð Bjarnveigar hér ofar eru sömuleiðis markleysa; Margrét hefur gegnt 10 af æðstu trúnaðarstörfum fyrir Frjálslynda flokkinn og ekki verið þar nein hornreka. Baráttan á landsfundinum stóð um málefni fremur en kyn, þótt hún fengi að vísu samúðaratkvæði út á kyn sitt og kvenréttindadaginn.

Jón Valur Jensson, 27.1.2007 kl. 20:30

5 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Ég vona svo sannarlega að Magnús og Guðjón sporni við að Frjálslyndi flokkurinn taki við útlendingahaturskyndlinum sem beint er til þeirra og reyni eftir bestu getu að slökkva það bál. Ég hugsa samt það verði erfitt.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 28.1.2007 kl. 00:24

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband