Gnarr og Gođmundur á Glćsivöllum

Ég  óska öllum ţeim 15 borgarfulltrúum sem hlutu kosningu í nótt til hamingju og sérstaklega óska ég Besta flokknum til hamingju, ţau lögđu Reykjavík ađ velli og vopn ţeirra voru ekki kylfur eđa byssur eđa sprengjur, vopn ţeirra voru breytingavilji, satíra, grín og háđ og ţekktur og vinsćll leikari, liđsmenn ţeirra voru skapandi listamenn sem breyttu - eđa öllu heldur afhjúpuđu - stjórnmálunum í farsa. Ég bjó til sérstakt myndverk til heiđurs ţessum 15 nýkjörnu borgarfulltrúum, ţađ er hérna:

Vantraust2 Auđvitađ er ég samt undir niđri svolítiđ  súr yfir ađ Besta flokknum skuli ganga svona vel, hvađa réttlćti er í ţví ađ vinsćll grínleikari  skuli einn daginn segjast vera ađ leita ađ ţćgilegri innivinnu og svo nćsta dag rusla sex međ sér inn í borgarstjórn. Já svo súr ađ ég má til međ ađ vitna í ljóđiđ hans Gríms Thomsen um Gođmund á Glćsivöllum  en svona lýsir Grímur senunni:

 Hjá Gođmundi á Glćsivöllum
gleđi er í höll,
glymja hlátra sköll
og trúđar og leikarar leika ţar um völl
en lítt er af setningi slegiđ.

Svo má náttúrulega reyna ađ sjá sömu  feiknstafi  í brosum Gođmunds Gríms og hins broshýra Gnarr sem er međ fangelsi á heilanum og hefur ţađ helsta baráttumál ađ gera Reykjavík ađ alţjóđlegri fanganýlendu. Svona lýsir Grímur Gođmundi konungi:

Gođmundur kóngur
er kurteis og hýr,
yfir köldu býr.
Fránar eru sjónir en fölur er hans hlýr
og feiknstafir svigna í brosi.

En ţađ er best ađ tapa sér ekki í beisku og biturđ yfir úrslitum og viđurkenna ósigur, viđurkenna ađ Gnarr hefur í magntölum mćlt mun betri árangur en viđ hin, viđ sem höfum starfađ innan stjórnmálaflokka af heiđarleika og hugsjón og reynt ađ breyta vinnulagi ţar. En ég tek undir međ Jóhönnu Sigurđardóttur, ég held ađ ţessar kosningar marki endalok fjórflokksins og kannski endalok ákveđinnar gerđar af stjórnmálum. Ég held líka ađ nú ćttu allir flokkar ađ íhuga mjög gaumgćfilega stöđu sína og vinnubrögđ og hafa frumkvćđi ađ  ţví ađ sameinast um ákveđin málefni ţvert á hefđbundnar flokkslínur.  

Svona ţegar beiskunni sleppir ţá get ég alveg viđurkennt ađ  Besti flokkurinn er ađ mörgu leyti jákvćtt afl í íslenskum stjórnmálum. Ţađ eru margir listamenn og hugmyndasmiđir í ţeirra sveit og ég held ađ ţađ sé einmitt ţađ sem Reykjavík vantar núna, svona andstćđu viđ excel-hugsunarhátt  og skrifrćđisstjórn  sem ţar ađ auki hefur undanfarin ár eđa áratugi veriđ stjórn sem gćtir betur ađ hagsmunum eignafólks og atvinnurekenda en almennings. Hérna nefni ég sérstaklega hvernig rústasvćđum eftir Hruniđ er leyft ađ grotna niđur og hvernig allt umhverfi er skipulagt međ hagsmuni ţeirra sem hafa tekjur af meiri neyslu í huga, ţannig er miđbćrinn fyrst og fremst settur upp međ hagsmuni verslunareigenda, barrekenda og túristaiđnađar í huga og  almenningur eins og rekinn í burtu út úr eigin borg - nema hann ćtli ađ versla eitthvađ. Svo hefur borgin sjálf veriđ í gegnum fyrirtćki eins og OR í vćgast sagt einkennilegu bralli á fyrri hluta kjörtímabilsins.

Ég tel hins vegar ađ varđandi ýmis konar velferđarmál hafi Reykjavíkurborg veriđ vel stjórnađ, ekki síst núna eftir hrun og ţađ hafi veriđ unniđ í sátt allra ađila út úr mjög erfiđri stöđu sem upp kom eftir Hruniđ. Ţví er hins vegar ekki ađ leyna ađ hluti af síđasta kjörtímabili var skrípaleikur og ţar vil ég sérstaklega nefna endalok fyrsta meirihluta í kjölfar REI málsins og svo alla stjórnartíđ Ólafs Magnússonar sem var  harmsaga ein. Ég held ađ ţađ vćri mikil afturför ef horfin verđur frá ţeim samvinnuvinnubrögđum sem einkenndu síđasta hluta kjörtímabilsins.

Ţađ er von mín ađ nýir valdhafar í Reykjavík fari vel međ auđćfi borgarinnar - auđćfi sem eru ekki nema ađ litlu leyti mćld í krónum, auđćfi sem eru ekki nema ađ litlu leyti sýnileg vegna ţess ađ ţau eru fólgin í tengslum og venslum og infrastrúktúr og ţví sem er svo smágert og handanheimslegt ađ ţađ sést ekki ef sá sem skođar er međ gleraugu sem mćla bara gróđa og tap.


mbl.is Besti flokkurinn stćrstur
Tilkynna um óviđeigandi tengingu viđ frétt

« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eitt ćtla ég ađ segja - ég vona innilega ađ Dagur og Jón, fari ekki í ţađ af fúlustu alvöru, ađ innleiđa atvinnustefnu Samfó skv. kosningaskrá Samfó í Rvk.

Ég held ađ Jón Gnarr, sé velviljađur einstaklingur, en hann hefur akkílesarhćl sem er alvarlegur skortur á menntun, ţ.s. hann klárađi aldrei ekki einu sinni grunnskóla. Hćttan er sú, ađ hann hafi ekki ţá ţekkingu sem ţarf, til ađ sjá í gegnum yfirborđsmennsku og fagurgala Dags.

Nánar tiltekiđ, ađ hugmyndir borgarfl. Samfó, eru hreinlega stórhćttulegar. Hćtta, hröđ vegferđ í hreint gjaldţrot.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 31.5.2010 kl. 09:36

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband