Gullgrafarafyrirtæki sem stefnir að 1000% gróða

Engin orð fá lýst hve mikla fyrirlitningu ég hef á stjórnmálamönnum og athafnamönnum hérlendum sem nú véla um framtíð Íslands og auðlindir og stefna  til landsins hýenuhjörðum sem renna á blóðslóð skuldfangaðra þjóða.

Það eru núna í gangi dularfullir fjármálagjörningar milli  Geysis Green Energy og fyrirtækis sem er  kanadísk kauphallarkommóða þar sem ein skúffan er í Svíþjóð og upp úr þeirri skúffu hefur magnast upp fálmari sem teygir sig til Íslands. 

Þessir  dularfullu fjármálagjörningar hafa í för með sér að eina íslenska orkufyrirtækið sem er "einkavætt" er komið úr íslenskri lögsögu, komið á rek í heimi kauphallarfyrirtækja sem hvergi eru til nema á aflandseyjum þar sem eigendurnir taka út gróðann sem þeir búa til  fyrir sjálfa sig og flytjaí  fjármálaleg skúmaskot  heimsins.

Í besta falli er þessi dularfulli gjörningur ennþá eitt fjárhagslega sjónarspilið þar sem blankir barónar eru að reyna að búa til peninga með "hype-ið" einu að vopni og með peningasjónhverfingum. Það er skrýtið að lesa í Víkurfréttum svona setningu :

"Salan léttir verulega á skuldum Geysis og auðveldar félaginu til muna að styðja við aðrar eignir í eignasafninu.“"

Þetta er allt öðruvísi en það sem stendur í erlendum tilkynningum. Hvernig stendur á því að  í erlendum fréttatilkynningum segir að Magma muni fjármagna þess með því sem er kallað "Bridge financering" og ætli að fjármagna svona (er sem sagt ekki með neitt fast í hendi núna við undirritun samnings:

"The Company plans to finance this transaction by: bridge financing, conventional debt and/or equity financing, and/or sale of a minority stake in HS Orka to other Icelandic or offshore investors."

Þetta er svolítið öðruvísi hvort maður les ensku fréttatilkynningarnar sem Magma sendir til umheimsins eða þær sem sendar eru til fréttamiðla í Keflavík. Þetta minnir óneitanlega á feikið í Bjarna Ármannssyni þegar hann var að poppa upp gróðann af REI og hlutabréfin bara bólgnuðu út og hækkuðu eins og hendi (hendi Bjarna) væri veifað. Þetta eru einhvern veginn sömu vinnubrögðin.

Þessi brúarfjármögnun (Bridge financing) gengur út á að Magma ætlar  að taka lán (hjá íslenskum lífeyrissjóðum?, hjá Deutsche bank sem á helling af íslenskum krónum föstum hérna?? hjá Kínverjum sem eiga fullt af dollurum og eru að sanka að sér álverum?) þangað til tekjurnar fara að streyma inn. Oft eru bankar þátttakendur í svona brúarfjármögnun.

Það er umhugsunarvert hve margir íslenskir bankamenn fóru til Kanada og sumir eru þar í samstarfi við aðra sem voru í Deutsche bank og aðra aðila sem komu fótunum undir spreðið í Björgólfunum og Bónusfeðgunum, hugsanlega voru Björgúlfarnir allan tímann á mála hjá sér voldugri fjármálamógúlum. En alla vega er staðan þannig núna að hérlendis eru innlyksa mikið af fé svokölluðum jöklabréfum sem  eigendur (deutsche bank og holleskur banki) ráðslaga með (fyrir hverja þessir bankar eru díla, það er önnur spurning en alla vega er því fljótsvarað að það er ekki fyrir almenning í Þýskalandi eða Hollandi) og vilja ávaxta.

Núna eru þessir peningar bundnir í landinu og bankarnir útlensku fúlsa við húsum og fasteignum hérlendis, það er ekki arðvænleg fjárfesting... og er erfitt að breyta í peningaflæði í hverfulum heimi. 

Þess vegna er fjárfesting í orku það sem flestir sem spá fram í tímann telja arðvænlegast. 

Það er mikil hneisa og harmleikur sem nú á sér stað bak við tjöldin með íslenskar auðlindir og stjórnvöld standa ráðalaus  andspænis því að nákvæmlega sams konar vinnubrögð séu núna viðhöfð eins og var fyrir hrun, vinnubrögð sem voru ekki annað en risastór svikamylla. Stjórnvöld bera fyrir sig samevrópskar reglur, það hafi orðið að fullnusta einhverjar reglugerðir og lög frá Evrópusambandinu hérna, lög sem bönnuðu ríkisrekstur í orkugeiranum út frá einhverjum samkeppnissjónarmiðum.

En þessi lög snúast í andhverfu sína, þessi lög snúast núna  í það að verða verkfæri til að ræna almenning íslenskum auðlindum og búa til einokunaraðstöðu erlends einkafyrirtækis á íslenskum orkumarkaði. Mjög sennilega verður það líka til þess að sami eigandi verður á orkuveri og iðjuveri sem nýtir orku frá orkuveri. 

Það er skömm og hneisa fyrir ríkisstjórn Íslands að láta þetta viðgangast og taka þátt í þessu, annað hvort með því að sitja aðgerðarlaus hjá eða með því að segja þetta til að "skapa störf" og þátt í að "virkja okkur út úr vandanum" og "fá fjármagn inn í landið" þegar alls, alls ekkert fjármagn kemur inn í landið, þetta er bara blekkingarleikur til að fjárfesta jöklabréfadótið og soga fé frá lífeyrissjóðum. Fjárfesting í virkjunum er fjárfesting sem skilar ekki arði fyrr en eftir langan tíma og nú er sennilega vitlausasti tími í heimi fyrir Íslendinga stuðla að frekari virkjunum,  tímanum  er miklu betur varið í að knýja lánadrottna (deutche bank o.fl.) að samningaborði og gera þeim ljóst að það þarf að semja um skuldir og hóta því að annars muni framleiðslutækin hérna (virkjanir o.fl.) grotna niður engum til gangs og skálmöld ríkja. 

Þau stjórnvöld  sem bjóða lánadrottnum upp  á að virkja og hrifsa til sín auðlindir í staðinn fyrir skuldir eru eins og verkalýðsforusta sem  segir  vinnuveitendum að þeir þurfi ekki að óttast verkfall eða kauphækkanir eða múður og tekur vökustaurum sem kjarabót og  segir við  umbjóðendur sína, verkafólkið "sjáið hvað við höfum samið vel, við höfum samið um ókeypis vökustaura fyrir alla, allt árið!"


mbl.is Ræddu við lífeyrissjóði
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fræðilega er hægt að þjóðnýta fyrirtækið - en vegna eignaréttarákvæða stjórnarskrár myndi þá þurfa að borga aðilana skaðabætur skv. því verði sem þeir keyptu hlutina á.

Það væri sennilega nokkurn veginn svipað fé, og ríkið stefnir að því að skera niður í ríkisrekstri.

-----------------------

Ég held að ég verði að segja það sama og síðast er þessi mál voru rædd - að mjög líklega sé of seint að koma í veg fyrir þetta.

Ríkissjóður hreinlega ráði ekki við, að taka þetta yfir.

Þetta er heimilt, þ.e. þessi sala, skv. reglum innleiddar í gegnum EES.

Við getum ekki afnumið þær, nema segja okkur úr EES.

Að sjálfsögðu þá einnig, að hætta við ESB aðild.

*Íhugunarvert.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.5.2010 kl. 13:36

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Það er hægt að þjóðnýta allt. Það þarf ekki að vera fræðileg þjóðnýting. Það getur komið upp sú staða að svo mikil gjá sé milli leikreglna (laga) og raunveruleika að það sé bara best að  sniðganga lög. Vísvitandi. Lög  sem eru til að vernda hagsmuni hinna ríku og voldugu.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 17.5.2010 kl. 13:44

3 identicon

Ég les færslurnar þínar en ...........

Taktu fyrstu setnnguna í færslunni: "Engin orð fá lýst hve mikla fyrirlitingu ég hef á stjórnmálamönnum og athafnamönnum hérlendum sem nú véla um framtíð Íslands ig auðlindir og stefna til landsins hýenjhjörðum sem renna á blóðskuld skuldafangaðra þjóða." Púnktur og basta Svo kemur bla bla bla plús bla bla blaen seinasta setningin hefur engin sýnileg tengsl við fyrstu setninguna.Hljómar flott, ekki satt?

Hefur þú virkilega fyrirlitningu á "stjórnmálamönnum og athafnamönnum hérlendis sem nú viéla um um um framtíð Íslands og auðlindir..." eða hefur þú áhyggjur af ÞEIM stjórmálamönnum e.s.frv.

COME ON GRRRL:!!!!! Þú vilt þjóðinni vel. Þú vilt tjá þig á almennum vetvangi. Þú ert, skilst mér, tengd pólítískum flokki og hefur alls konar próf í rassvasanum. Þú hlýtur að vita að gömul forskrift er:"Byrjun, miðja, endir "

Þú getur gert beter en þetta!

Agla (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 14:09

4 identicon

Þú segir qð "það er hægt að þjóðnýta allt"

Þú segir líka að sú staða gæti komð upp að "það sé bara best að sniðganga lög. Vísvitandi. Lög sem eru til að vernda hagsmuni hinna ríku og voldugu."

Þetta þarfnast kannski smá útskýringa við fyrir okkur hin sem viljum skilja

Agla (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 15:16

5 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Salvör - þau lög sem þarf þá að afnema, eru sjálf höfuð lög lýðveldisins, stjórnarskráin - því þar er að finna þau ákvæði sem skilyrða það að eignarnámi þurfi alltaf að fylgja fullar fébætur fyrir eignamissi.

Þ.e. að sjálfsögðu fræðilega mögulegt, að tilkynna það af stjórnarskráin hafi verið numin úr gildi.

Það ástand, sem þá er um að ræða, er þ.s. kallað er bilting.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.5.2010 kl. 16:29

6 Smámynd: Gerður Pálma

Kamski er  BYLTING næsta skref,?  Á þjóðin hreinlega að láta valtra yfir sig í þögn og þolinmæði?  Það hlýtur að vera hægt að láta þetta ganga til baka, og það er líka hægt að búa svo um hnútana að framtíð HS verði ekki svo glóandi björt sem nú sýnist. Það eru alls kyns ráð til, það þarf að læra að beita þeim. Ég er algjörlega sammála Salvöru, ég hef megna fyrirlitningu á þessu liði sem svíkur land og þjóð fyrir eigin haggæslu, skömm sé þessu fólki um alla framtíð
.

Gerður Pálma, 17.5.2010 kl. 17:03

7 Smámynd: Jakobína Ingunn Ólafsdóttir

Takk fyrir þennan ágæta pistil Salvör. Ég tek undir með þér. Lágkúra og svik stjórnmálamanna eru yfirgengileg.

Jakobína Ingunn Ólafsdóttir, 17.5.2010 kl. 17:06

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Að sjálfsögðu - Gerður - er hægt að framkvæma byltingu.

*Afnema stjórnarskrána.

*Taka hluti eignarnámi, bótalaust.

------------------

Höfum samt í huga, að byltingar stundum éta börnin sín.

*Hættan, er að öfl notfæri sér hið nýja ástand, eins og gerðist eftir fyrstu frönsku byltinguna - sbr. að menn fari t.d. að taka jarðir eignarnámi, bótalaust, eða e-h annað.

*Menn fari úr böndunum, með það að beita slíkum úrræðum, hlutir vindi upp á sig, og menn fari, smám saman í það far, að refsa óvinum "fólksins" - hverjum á fætur öðrum.

*Það var þróun, sem í Frakklandi, lyktaði með Robespierre - æðinu.

-----------------------

Ábendingin, er að bylting er einnig hættulegt ástand.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 17.5.2010 kl. 19:06

9 Smámynd: Páll Vilhjálmsson

Takk fyrir ágætan pistil. Það eru engar líkur að kanadíski braskarinn sem á Magma hafi látið sér detta í hug þetta sjónarspil né getu til að framkvæma það ef svo ótrúlega vildi til að hann hefði þetta ímyndunarafl.

Hér eru á ferðinni óreiðumennirnir sem skildu allt í kalda koli 2008.

Páll Vilhjálmsson, 17.5.2010 kl. 21:11

10 Smámynd: Flosi Kristjánsson

Er þetta ekki langdregið plott sem byrjaði inni í Orkuveitu Reykjavíkur fyrir fjórum til fimm árum? Þá hét þetta að gera verðmæti úr þekkingu á virkjun jarðvarma. Núna er það þekking á innviðum fyrirtækja í orkugeiranum sem er dýrmætasta "asset" þess manns sem búinn er að vera heilinn á bakvið þetta allan tímann og er núna orðinn forstjóri hjá Magma Iceland. Vondir Framsóknarmenn fara til fjandans; góðir Framsóknarmenn fara til Kanada!!

Flosi Kristjánsson, 17.5.2010 kl. 22:48

11 Smámynd: Erla Magna Alexandersdóttir

Þetta er upphafið af endalokum sjálfstæðis Islands- ef einn 'ihaldskall getur selt eina orkulynd- fylgja hinir á eftir- sama og með Bankana- einn reið´a vaðið- enginn gerði neitt þá fylgdu hinuir á eftir !

Gott fólk við eigum auðlyndir sem fáeinir eiginhagsmunaseggir geta selt !

Vona þið sofið rótt !'

Erla Magna Alexandersdóttir, 17.5.2010 kl. 22:56

12 identicon

Er ég sá eini sem finnur IMF fýluna af þessum gjörningi?  Það virðist engin vera að ræða það.

Suðurnesjamenn gætu reyndar sjálfir reynt að sporna við þessum gjörningi með því að hætta að borga rafmagns-og hitaveitureikningana frá mánaðarmótum.

Kári Þór (IP-tala skráð) 18.5.2010 kl. 20:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband