16.5.2010 | 15:11
Vilborg Dagbjartsdóttir á Austurvelli
Í góða veðrinu í gær fór ég í árlega fjölmenningargöngu niður Skólavörðustíginn og Laugaveginn og Lækjargötu að Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem hátíðin hélt áfram. Svo fór ég á Austurvöll og kom einmitt þegar Vilborg Dagbjartsdóttir flutti ávarp, þetta var baráttusamkoma fyrir þá níu sakborninga sem hafa verið ákærðir fyrir róstur við Alþingishúsið í janúar 2009, í búsáhaldabyltingunni.
Ég tók upp hluta af ræðu Vilborgar og setti á youtube, það má sjá hérna:
Vilborg líkti saman búsáhaldabyltingunni og róstunum 30. mars 1949 þegar óeirðir brutust út vegna mótmæla um að Ísland gengi í hernaðarbandalagið Nató.
Það er ágætt að íhuga hvað er sameiginlegt með því stríði og þeim hernaðarbandalögum sem í gangi voru í heiminum 1949 og því fjármálastríði sem núna er háð og þeim fjármálabandalögum sem þjóðir heims bindast í þeim stríðsátökum. Það er áhugavert að helstu röksemdir sem nú eru settar fyrir inngöngu Íslands í EBE eru efnahagslegar, efnahagslegur stöðugleiki með að geta hugsanlega tekið upp evru. Á sama tíma verður ekki beinlínis séð að efnahagslegur stöðugleiki né annars konar stöðugleiki sé helsta einkenni EBE ríkja. Það getur verið að við sjáum ennþá meiri grimmd ríkja eða ríkjasamband sem sjá tilveru sinni ógnað og horfast í augu við að hugsanlega munu þau liðast í sundur.
Faðir minn var ári yngri en Vilborg og ég held að hann og allir vinir hans úr Þingholtunum hafi verið á Austurvelli þennan dag. Ég veit ekki hvort einhver af vinum hans var ákærður þá en ég veit að síminn heima hjá Haraldi tollverði var hleraður vegna stjórnmálaþáttöku sona hans. Þeir voru vinir föður míns. Alla vega varð þessi reynsla og stjórnmálalandslagið á Íslandi til þess að þeir urðu flestir ákafir kommúnistar og störfuðu í Æskulýðsfylkingunni.
Óeirðirnar á Austurvelli 1949 - Wikipedia, frjálsa alfræðiritið
Óeirðir á Austurvelli 30. mars 1949 - mbl.is
Borgarskjalasafn 30. mars minnst
Óli Águstar rifjar upp frá sjónarhorni strákanna á Grímsstaðaholtinu
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:03 | Facebook
Athugasemdir
" Ef einhver er sekur þá erum við það öll" sagði Vilborg en hún útskýrði þessa hugsanlegu sekt okkar ekki nánar. Kjarnakona engu að síður!
Það er trúlega svolítið flókið að raða upp í réttri röð tilfinningum, endurminningum, skoðunum, ályktunum,rökfærslu,skýringum,staðreyndum,þannig að úr verði vegvísir til framtíðarsýnar, Ég er ekki viss um að Vilborgu hafi tekist það í þessu ávarpi.
Myndbandið minnti mig svolítið á sautjánda júní og Sjómannadaginn fyrir hálfri öld í útgerðarbænum "mínum" nema hvað þá voru engir cam recorders í höndum viðvaninga og "hvatingarorðin" voru einfaldari í "den tid". Engu að síður naut ég bandinsins í botn.
Agla (IP-tala skráð) 17.5.2010 kl. 11:13
Já Salvör ! Það var illa komið framm við margann manninn í den , og menn komust upp með það , símar hleraðir menn barðir og meisaðir til hlíðni , og enn og aftur endurtekur sagan sig .
Það bendir ýmisslegt tikl þess að síminn hafi verið hleraður hjá tengdaföður mínum , en slíkt verður tæpast sannað í dag , enda hafi verið til sannanir um slíkt , þá er næsta víst að slíkum sönnunargögnum hefur verið eitt , enda var Björn Bjarnason hermálaóráðherra , einnig dómsmálaráðherra , ætli hann hafi ejkki viljað heiðra minningu föður síns , ekki gat ég annað heirt vorið 2008 þegar lokið hafði verið við að rannsaka símhleranirnar , hann var einu orði sagt lágkúrulegur þá , þ.e. það er frá honum kom .
En far þú nú að kanna bloggvini þína (þ.e. tilvonandi).
Hörður B Hjartarson, 25.5.2010 kl. 00:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.