Mannréttindi fanga

Núna þegar tveir menn hafa verið handteknir og er haldið í gæsluvarðhaldi vegna gruns um fjármagnsglæpi, glæpi sem við íslenskur almenningur teljum að hafi átt mikinn þátt í hruninu á Íslandi þá skulum við hafa í huga að mannréttindi eru fyrir alla, líka bófa og ræningja og misyndismenn.  Það ættu allir að hafa í huga núna þegar fjölmiðlaumræða er mjög óvægin og nærgöngul um þá sem hafa verið hnepptir í varðhald.

Eru myndaseríur af handteknum mönnum í yfirheyrslu eitthvað annað en sýningar á föngum? Er ekki eitthvað athugavert við réttarkerfið í ríki þar sem forsætisráðherra tjáir sig um fanga sem ekki hafa verið ákærðir og  telur handtöku þeirra mikilvægan áfanga í uppgjöri og fjármálaráðherra tjáir sig líka um að hvað það sé gott ef handtakan geti sefað órólegan múginn?

Það er hollt fyrir alla núna að rifja upp alþjóðasamninga um fanga og hvernig þeir hafa verið þverbrotnir af vinaþjóðum okkar og hvernig Ísland hefur verið greiðvikið vinsamlegt ríki sem hér leyfði fangaflutninga og hvernig ríki heims eru smán saman að breytast í lögregluríki þar sem allt í lagi þykir að svipta fólk frelsinu án þess að því sé birt ákæra ef það er í nafni einhvers sem okkur þykir viðurstyggilegt og það breytast alltaf mörkin og viðmiðin og færast nær okkur sjálfum. Við óttumst öll hryðjuverkamenn en hvað er nú langt síðan vinaþjóðin Bretland notaði hryðjuverkalög á Íslendinga? 

En rifjum upp þessi lög í stjórnarskrá Íslands um gæsluvarðhald:

Hvern þann sem er handtekinn vegna gruns um refsiverða háttsemi skal án undandráttar leiða fyrir dómara. Sé hann ekki jafnskjótt látinn laus skal dómari, áður en sólarhringur er liðinn, ákveða með rökstuddum úrskurði hvort hann skuli sæta gæsluvarðhaldi. Gæsluvarðhaldi má aðeins beita fyrir sök sem þyngri refsing liggur við en fésekt eða varðhald. Með lögum skal tryggja rétt þess sem sætir gæsluvarðhaldi til að skjóta úrskurði um það til æðra dóms. Maður skal aldrei sæta gæsluvarðhaldi lengur en nauðsyn krefur, en telji dómari fært að láta hann lausan gegn tryggingu skal ákveða í dómsúrskurði hver hún eigi að vera.

Sjá nánar um mannréttindi hjá Mannréttindaskrifstofu Íslands.

Hér er myndabók um mannréttindi

Hér er mannréttindayfirlýsing Sameinu þjóðanna

Vek sérstaklega athygli á 9. grein mannréttindasáttmálans: "Enginn skal að geðþótta handtekinn, sviptur frelsi eða gerður útlægur." Vek einni athygli  á 10. og 11. grein.Það kann að vera nauðsynlegt vegna rannsóknar fjármálaglæpa að hneppa fólk í gæsluvarðhald en það má undir engum kringumstæðum vera til þess að sefa reiðan almenning. Það er líka alls ekki hægt að vísa fólki með íslenskan ríkisborgararétt úr landi. Púnktur.

 


mbl.is Jóhanna: Mikilvægur áfangi í uppgjörinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Algjörlega sammála.

Sigurður Þór Guðjónsson, 7.5.2010 kl. 13:41

2 Smámynd: Friðrik Jónsson

Það er spurning hvort þessir menn allir ættu ekki að vera flokkaðir sem hryðjuverkamenn,þeir settu landið viljandi á hausinn.Og þá er spurning hvernig á að taka á þeim,á ekki fyrst og fremst að vernda þjóðina fyrir þeim.

Friðrik Jónsson, 7.5.2010 kl. 14:03

3 identicon

Hryðjuverkamenn? Ekki flugu þeir flugvél í húsaþyrpingu, eða hvað? Þeir rændu engan (rán er ofbeldisglæpur). Voru þeir svikarar, efnahagslegir böðlar (útsendarar erlendra hagsmunaaðila)? Í versta falli þjófar, fjárglæfrarmenn, eða hvað?

Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 14:15

4 Smámynd: Friðrik Jónsson

Carlos það þarf ekki að vera útsendari erlendra aðila og ekki þarf að notast við flugvél það það er nokkuð víst.

Já þeir voru svikarar gagnvart sínum kúnnum,eigendur bankans sem ég verslaði við sviku og bankinn féll,það varð til þess að tug þúsundir heimila eru að missa allt sitt þó margir haldi eignum þá tapa þeir miklu líka,flokkast þeir ekki þá undir efnahagslega böðla?

Bretar voru fljótir að sjá hvað var að gerast og notuðu hryðjuverkalög,við erum bara svo græn og saklaus gagnvart svona.

Og jú auðvitað stálu þeir en þeir vissu að allt væri að fara fjandans til og í mínum augum eru þetta hryðjuverk gagnvart eigin þjóð,þú þarft ekkert að vera sammála mér þeð er þitt vandamál ekki mitt. 

Friðrik Jónsson, 7.5.2010 kl. 15:46

5 identicon

Sammala Fridrik. Og thvilik ofurvidkvæmni. Tharf eitthvad ad tala um umrettindi nuna frekar en venjulega?

Kristin Thora Kristjansdottir (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 19:26

6 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Þeir eru ekki hættulegir samfélaginu að því leyti að þeir geta ekki unnið okkur meiri harm en þeir þegar hafa gert, þar af leiðandi þurfa þeir ekki að vera í sérstakri gæslu sem hryðjuverkamenn!!

Guðmundur Júlíusson, 7.5.2010 kl. 20:26

7 identicon

Maður er búinn að bíða lengi eftir því að einhverjir yrðu teknir og látnir gjalda fyrir stöðuna sem við erum komin í. Svo rennur dagurinn upp, og í stað þess að fagna, þá setur mann hljóðan og vonar bara að þeir fái  sanngjarna meðferð.

Rafn Haraldur Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.5.2010 kl. 22:02

8 Smámynd: Benedikt Halldórsson

Sammála.

Benedikt Halldórsson, 8.5.2010 kl. 05:10

9 Smámynd: Benedikt Halldórsson

....greinaskrifara!

Benedikt Halldórsson, 8.5.2010 kl. 05:12

10 identicon

Ég verð að viðurkenna að ég næ því hreinlega ekki hvert þessi orðræða er að þróast. Er það ekki nokkuð skýrt að beiðni um gæsluvarðhald er grundvölluð að meintum rannsóknarhagsmunum? Ef sú lögskýring sérstaks saksóknara heldur ekki vatni er viðbúið að Hæstiréttur felli gæsluvarðhaldskröfuna úr gildi. Gyðja réttvísinnar er blind Salvör mín. Settu a.m.k. upp sólgleraugun.

Hilmar Hafsteinsson (IP-tala skráð) 8.5.2010 kl. 10:09

11 Smámynd: Ólafur Ingi Hrólfsson

Vissulega virðast þessir menn hafa unnið hryðjuverk á þjóðinni - það virðist Sigurður Einarsson hafa gert líka - sem og Jón Ásgeir - Björgólfsfeðgar - o.fl.ofl.

Aðeins 2 í varðhaldi????? JÁS ( hæfasti verlunarrekandi landsins ??????????) með heilmikinn rekstur og situr í nefndum á vegum ríkisins.

Var ekki nóg að segja frá því að þessir menn hefðu verið settir í gæsluvarðhald? Þurfti að elta þá með myndavélum af fjölmiðlafólki sem gargaði út úr sér spurningum vitandi það að svör yrðu engin?

Voru þessar sýningar settar svona upp til þess að fjölmiðlafólk gæti sagt - sko við erum að vinna vinnuna okkar?

Að lokum - er það misminni hjá mér að hver maður skuli teljast saklaus uns sekt hefur verið sönnuð??

Ólafur Ingi Hrólfsson, 10.5.2010 kl. 06:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband