Tungumálakunnátta og elliglöp

Merkilegt að  þeir sem eru tvítyngdir sýni merki elliglapa seinna en aðrir. Þetta er ennþá ein vísbendingin um að það sem er vefrænn sjúkdómur þ.e. Alzheimer er háður umhverfisþáttum og lífstíl. Jafnvel þó ekki sé enn sem komið er hægt að lækna sjúkdóminn og sennilega sé erfðafræðilega ákvarðað hvort fólk fær Alzheimer þá er getur ýmis konar andleg áreynsla og þjálfun tafið framgang og hvenær sjúkdómurinn gerir fólk ósjálfbjarga.

Fólk sem hefur búið í umhverfi sem krefst þeirrar andlegu áreynslu að skipta milli tungumála hefur ekki komist hjá því að reyna meira á heilann og nota mismunandi heilabrautir. Ef til vill hefur það fólk komið sér upp einhverjum varaleiðum fyrir taugaboð. Það lifir sennilega í samfélagi sem reynir meira á hugann og ef það þarf að vera viðbúið að skipta milli táknkerfa oft á dag þá er það mikil örvun fyrir heilann. Það mætti segja mér að ef gerðar væru athuganir eftir einhver ár á okkur sem höngum á Netinu þá sé það sennilega okkur í vil, það er heilmikið heilaleikfimi að æða milli vefsíðna og skanna það nýjasta á BBC og hraðlesa allt um nýjustu tækniundrin á Engadget og hlaða ínn alls konar stöffi á vélarnar okkar og prófa alltaf nýtt og nýtt. 

Ég hef oftar en einu sinni heyrt fólk sem á fullorðna ættingja sem eru komnir út úr heiminum að mestu segja frá því að jafnvel þó það hafi ekki getað haft samband við ættingja sinn  með venjulegu máli þá hafi það getað sungið  með honum og hann munað texta og lag. Það bendir til að  rytmi í tjáningu eins og söng geti farið aðrar boðleiðir en venjulegt tal.

Alzheimer sjúkdómnum var fyrst lýst árið 1906  af lækninum Alzheimer sem lýsti geðveiki konu sem var sjúklingur hans. Hún var krufin og hann fann í heila hennar kekki eða útfellingar og flækjur í taugatrefjum. Það var ekki fyrr en árið 1984 að vísindamenn fundu út að þessir kekkir í heila alzheimer sjúklinga eru skellur úr próteininu  amyloid. Sú tilgáta er núna uppi að það séu svona amyloid útfellingar sem smám saman drepi heilafrumurnar þegar þetta hleðst upp í heilanum.  Það gerist á 3 til 12 árum. Líkur á að fá Alzheimer aukast tvöfaldast á hverju fimm ára bili yfir 65 ára og þegar maður er orðinn 85 ára þá eru líkur á Alheimer orðnar  mjög miklar. Einhvers staðar las ég að flestir sem eru  með Downs heilkenni virðist fá Alzheimer.

Þeir sem þjást af offita eða sykursýki eða hafa fengið höfuðáverkar virðast frekar fá Alzheimer. Það getur verið að  gott mataræði (miðjarðarhafsmataræði), mikil neysla andoxunarefna (ávextir), omega-3 fitusýra (lýsi), karrý (efnið curcumin sem finnst í turmeric), rauðvín og marijuana hafi áhrif til góðs. 



mbl.is Tungumálakunnátta tefur fyrir elliglöpum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband