10.1.2007 | 23:20
Ein tölva á barn - kaupa tvær
Loksins gleðileg frétt. Ég hef fylgst lengi með þróun á OLPC, (One Laptop Per Child) og held að það sé eitt það mest spennandi sem nú er að gerast í þróunarsamvinnu. Ég held hins vegar að það sé of mikið látið með tölvuna sjálfa, það sem kemur til með að stranda á varðandi notkun er ekki bara vélbúnaður heldur að það vantar kennara sem kunna að skipuleggja nám þar sem allir nemendur hafa slíka fartölvu og það vantar námsefni fyrir þessar tölvur.
- Video: Hands-on with OLPC
- BBC NEWS | Technology | $100 laptop could sell to public
- OLPC Human Interface Guidelines - OLPCWiki
- YouTube - Slightly better demo of the OLPC User Interface
- Hugmyndir N. Negroponte um skólastarf á Upplýsingaöld (pistill sem ég skrifaði árið 1998)
Sniðugt að styrkja barn í þróunarlandi með því að kaupa tvær svona. Eitt af nýársheitunum hjá mér er líka að vinna að efni fyrir ung börn sem gæti verið hluti af námspakka fyrir svona tölvur þ.e. að vinna efni sem er með CC leyfi þannig að hver sem er geti notað það áfram og breytt því.
Barnafartölva seld almenningi í góðgerðaskyni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Meginflokkur: Tölvur og tækni | Aukaflokkar: Vefurinn, Nám | Breytt 11.1.2007 kl. 18:16 | Facebook
Athugasemdir
Sniðugast hugmynd sem ég hef séð lengi, verður vonandi jólagjöfin í ár á Íslandi.
Rúnar Haukur Ingimarsson, 11.1.2007 kl. 01:35
Bara að þróunin sé rétt og henti þeim sem eiga að taka á móti gjöfunum. Það er mikil vesæld sem ríkir og þarft að leggja lið.
www.zordis.com, 11.1.2007 kl. 08:23
Bara að þróunin sé rétt og henti þeim sem eiga að taka á móti gjöfunum. Það er mikil vesæld sem ríkir og þarft að leggja lið.
www.zordis.com, 11.1.2007 kl. 08:23
kvitta
Ólafur fannberg, 11.1.2007 kl. 08:25
Spurt er :"spurning hvort þessi börn þurfa ekki frekar malaríulyf, hreint vatn ofl áður en það fer að surfa netið"?
Svar: Kannski er netið einmitt auðveldasta leiðin sem þau hafa aðgang að, ekki til að verða sér úti um slíka hluti, heldur það sem meira máli skiptir fyrir þróunarríki, aðgang að þekkingunni. Þú getur sent þeim eins mikið af malaríulyfjum og þú vilt, en þau munu samt halda áfram að deyja um leið og þú hættir að senda þau, því þegar þau klárast er engin þar sem hefur tök á að framleiði meira af þeim. Með því að veita fólki aðgang að tækni og þekkingu er hinsvegar hægt að veita þeim möguleika á að standa sjálft fyrir slíkri uppbyggingu, og á meðan getum við sem höfum það örlítið betra snúið okkur að einhverjum öðrum brýnum verkefnum á þessu sviði og gert enn betur í stað þess að beina öllum okkar kröftum eingöngu að einkennum vandamálsins. Besta leiðin til að hjálpa fólki er að gera því kleift að hjálpa sér betur sjálft! Börn fullorðnast t.d. ekki fyrr en þau hafa lært að taka ábyrgð á eigin velferð, því það er grundvallaratriði í því að ná persónulegum árangri og framförum í þroskaferlinu sem lífið er.
Guðmundur Ásgeirsson, 11.1.2007 kl. 09:59
Ég tek undir með Guðmundi hér fyrir ofan að þessi gagnrýni um að gefa lyf og mat í staðinn fyrir tölvur missir marks. Auðvitað á að hafa í huga hvernig þróuð lönd geta stuðlað að bættum hag og velferð í þróunarlöndum. En það að dæla út mat og lyf án þess að stuðla að því að fólk verði sjálfbjarga í þessum og öðrum málum gagnast lítið þegar til langs tíma er litið. Þetta skapar bara samfélag þar sem þeir vanmáttu verða háðir minnihlutanum sem hefur mismikinn áhuga á að rétta fram hjálparhönd.
Varðandi OLPC og hvernig hún nýtist...
Ég hef líka fylgst grannt með þessu verkefni og hef bloggað mikið um það hér á blog.is og á enska blogginu mínu http://blog.lib.umn.edu/thay0012/leapfrog/ Eitt sem ég hef tekið eftir, og vakið athygli á, er hversu algengt er að gagnrýnendur verkefnisins annaðhvort misskilja það algjörlega eða að hluta. Algengast er að gagnrýnendur einblíni á tæknina, að tölvurnar eru bæklaðar út af því að þær eru ekki með margkjarna miljónmegariða örgjörva og nýjasta X-tugþúsund skjákortið o.s.frv. En eins og Negroponte, forsprakkinn, hefur bent margoft á er OLPC ekki tækniverkefni, heldur menntaverkefni. Ennfremur er þetta menntaverkefni sem byggir á ákveðinni hugmyndafræði, "constructionisma" Seymour Paperts (sem aftur á móti byggir á "constructivisma" Piaget/Bruner/Vygotsky o.s.frv.), sem er gegnum gangandi innan MIT, þar sem verkefnið er upprunið.
Literatúrinn um þennan fræðilega grunn sem OLPC verkefnið byggir á svarar gagnrýni Salvörs. Því er haldið fram að ungir sem aldnir læra mest af því að fá að prófa sig áfram, átta sig á sínum þörfum, og finna út hvernig hægt er að nota tækni (og annað) til að uppfylla þessar þarfir. S.s. tölvurnar eru hugsaðar sem vinnubekkir, bæði fyrir unga fólkið sem fær þær í hendurnar, og fyrir þá sem koma til með að útbúa efni fyrir þær. Þannig að eitt aðalmarkmiðið með OLPC verkefninu er að setja tæknina í hendur þeirra sem hafa takmarkaðan aðgang að hvetja þá til að tileinka sér hana á eigin forsendum. Og ef þú hugsar um það, þá meikar þetta fullkomið sens. Svona fórum við (í þróuðum löndum) að þessu og svona ættu þeir í þróunarlöndum að fá að gera þetta. Og ef við fylgjumst vel með eigum við örugglega eftir að læra fullt af þessu.
Tryggvi Thayer, 11.1.2007 kl. 15:53
Ég tek undir með Tryggva og Guðmundi. En það þýðir ekki að það eigi neitt að draga úr malaríulyfjasendingum og annari þróunaraðstoð þó þetta verkfæri bætist við.
Til langs tíma er skynsamlegast að gera fólk sem mest fært um að bjarga sér sjálft. Ein leið til þess er að mennta fólk og kenna því að nota verkfæri og afla sér sjálft þekkingar um vandamál og hvernig á að leysa þau.
Þessi nýja tölva er eitt slíkt verkfæri.
Annars fann ég vefsíðu sem ég hafði gert fyrir meira en átta árum þar sem einmitt er fjallað um hugmyndir Negroponte. Það var löngu fyrir tíma þessarar fartölvu.
Hugmyndir N. Negroponte um skólastarf á Upplýsingaöld
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 11.1.2007 kl. 18:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.