Litla frænka, lýðræðið, tjáningarfrelsi og ritskoðun

Litla frænka mín fæddist á fæðingardeildinni í Reykjavík eitthvað að ganga tvö í nótt. Hún var tekin með keisaraskurði og hún er 17 merkur og 53 sentimetrar, hárprúð og gullfalleg.  Hér er mynd sem ég tók af henni í fangi föður síns um klukkustundar gamalli. Móðurinni heilsast vel.

031 Ef allt gengur vel þá mun litla frænka mín fara vestur á Bolungarvík eftir nokkra daga því þar á hún heima á bóndabæ stutt fyrir utan Bolungarvík.

Það er gaman að rifja upp hvað gerist í heiminum og á Íslandi þegar börn fæðast. Litla frænka fæðist á tíma þar sem allra augu eru á lýðræðinu og stjórnarskipti verða á Íslandi. Helstu málin í fjölmiðlum eru stjórnarmyndunarviðræður og svo ganga yfirlýsingar á víxl milli dómsmálaráðherra og eigenda og stjórnenda stórfyrirtækja um íhlutun þeirra í kosningar með auglýsingum - þetta endurspeglar hvernig völdin eru að færast til í samfélaginu, færast til stórfyrirtækja í útrás sem reyna að hlutast til um hvernig stjórn er á Íslandi.

Ég skoðaði líka til gamans fréttavef BBC til að sjá hvað væri helst í fréttum daginn sem litla frænka mín fæddist. Hún fæðist á tímum þar sem er stríð í miðausturlöndum og það er frétt um árás á bandaríska herstöð í Írak. En það var ein lítil tæknifrétt á BBC vefnum í dag sem vakti sérstaklega athygli mína vegna þess að hún tengist íslenskri stúlku og tjáningarfrelsi og ritskoðun. Það var fréttin Yahoo censored Flickr comments 

Ég hef áður skrifað um þetta mál en ég átti ekki von á að það vekti svo mikla athygli að það yrði frétt á BBC.  Hér eru mín fyrri skrif: Ritskoðun hjá Rebekku gerir allt vitlaust á digg og flickr

Mér finnst þetta góðs viti, fólk er að átta sig á hvað tjáningarfrelsi okkar á mikið undir því að stórfyrirtæki sem eiga fjölmiðlana eða vefrýmið sem tjáningin fer fram í noti ekki vald sitt til að þagga niður í einum og leyfa bara sumum röddum að hljóma. Ég er stolt af því að Íslendingur nær svona athygli heimsbyggðarinnar á hvað illa er farið með tjáningarfrelsið og ég hvet alla til að lesa bloggið hennar Rebekku Freedom of expression.


Hreinn og brellurnar

Það gerir illt verra hjá Hreini að senda frá sér yfirlýsingu þar sem hann ver auglýsingu Jóhannesar í Bónus. Hreinn er vitur og vel menntaður lögfræðingur með mikla reynslu. Það kemur því mjög á óvart að hann ráðist á dómsmálaráðherra með svona orðalagi : "Björn er þekktur fyrir brellur sínar.... hér beitir Björn þeirri brellu að kenna öðrum um í stað þess að líta í eigin barn... Björn beitir líka annarri brellu"

Þap er fjarri lagi að Björn sé þekktur fyrir brellur. Ég kynntist starfsháttum Björns nokkuð vel þegar hann var menntamálaráðherra og ef það er eitthvað sem einkennir starfsaðferðir hans þá er það heiðarleg, markviss og opin stjórnsýsla. Það hefur einnig í mörg ár mátt fylgjast vel með störfum Björns og viðhorfum hans til allra mála á vefsíðu hans. Björn hefur lagt sig fram um að tala við þá sem eru á öndverðum meiði við hann og útskýra sín sjónarmið. Hann hefur unnið þarft verk að gera stjórnsýslu á Íslandi nútímalegri og skilvirkari. 

Ég er sammála pælingu Hreins um að orðanotkunin skattsvikamál í yfirlýsingu Björns felur í sér það mat að verið sé að rannsaka skattsvik. Hvort það er óeðlileg orðanotkun hjá dómsmálaráðherra hef ég bara ekki lögfræðiþekkingu til að dæma um. Það hefði verið hlutlausara hefði Björn notað "rannsókn á  skattamálum Baugs".

En það er skrýtið hjá Hreini að taka undir auglýsingu Jóhannesar og láta líta svo út að hún sé eðlileg breytni og orðræða sem dómsmálaráðherra  ætti að svara. 

Hreinn segir m.a.:

Jóhannes hefur m.a. haldið því fram að jafnræðisregla hafi verið brotin á sér og að hann hafi að ósekju mátt sitja á sakamannabekk árum saman. Í auglýsingunni segir hann að það keyri um þverbak ef ráðherann hyggst verðlauna einn þessara manna með því að fá honum æðstu metorð, þ.e.a.s. embætti ríkissaksóknara. Hvað svo sem segja má um þá afstöðu hans er hitt fullkomlega ljóst að Jóhannes hefur heimild til að opinbera skoðun sína en þegar hún kom fram svaraði Björn henni í engu.

 

Málið er einfalt frá mínu sjónarhorni.
Voldugur auðmaður sem stýrir ásamt börnum sínum einni öflugustu viðskiptablokk landsins  kaupir heilsíðuauglýsingar í dagblöðum rétt fyrir alþingiskosningar í óhróður og dylgjur um nafngreinda embættismenn og æðsta yfirmann dómsmála á Íslandi, dómsmálaráðherra - að því er virðist eingöngu til að skaða hann sem mest í alþingiskosningum og koma í veg fyrir að hann verði ráðherra að þeim loknum.  Auk þess reynir Jóhannes að hafa áhrif á mannaráðningar (hvern á ekki að ráða sem saksóknara) í dómsmálum á Íslandi og tiltekur hverja hann vilji ekki í ákveðið starf. Þetta gerir hann allt út af því að hann er ósáttur við mál sem hann var borinn sökum í. 

Sem sagt voldugur auðmaður sem finnst kerfið ekki passa fyrir sig og sína viðskiptahagsmuni leggur kapp á að breyta því með því að kaupa sér pláss fyrir auglýsingar einmitt rétt fyrir kosningar og hrekja burt dómsmálaráðherra og embættismenn í dómskerfi og saksóknara sem hætta er á að skipi ekki málum á þá lund sem hann vill og dæmi honum í óhag. Ég vona að Ísland verði aldrei þannig að auðmenn geti stillt upp sínum dómsmálaráðherrum, sínum dómurum og sínum saksóknurum til að dæma í sínum málum. 


mbl.is Hreinn: Dómur kjósenda um verk Björns liggur fyrir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Framsóknarmaddaman er ekki sætasta stelpan á ballinu

Nú er það ljóst að Framsóknarmaddaman stígur ekki dansinn með Geir Haarde næstu árin. Það er kannski allt í lagi að hún vermi bekkina um hríð og hvíli lúin bein. Það verður dömufrí eftir fjögur ár og þá verður eins gott að vera þrælspræk og til í tuskið.

Hér er Geir Haarde í trylltum dansi og nýtur sín vel einn á gólfinu. Hann ætlar að bjóða Ingibjörgu Sólrúnu næst upp og ef það gengur ekki þá er það Steingrímur. Annars er Samfylkingin búin að vera óvenjukyrrlát og lítið að púa á Sjálfstæðismenn undanfarið og einhver Framsóknarsvipur að færast yfir hana þannig að það mætti gruna að svona færi. 


mbl.is Ekki grundvöllur fyrir áframhaldandi samstarfi stjórnarflokkanna
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Kona myrt í Keflavík - morðinginn gengur ennþá laus

AshleyTurnerHermaðurinn Ashley Turner var myrt í herstöðinni í Keflavík þann 14. ágúst 2005. Hún fannst liggjandi á gólfi í líkamsræktaraðstöðu í íbúðarhúsnæði á varnarliðssvæðinu og hafði verið barin og stungin. Það féll strax grunur á annan hermann Calvin Eugene Hill en hann hafði stolið fé af Ashley og átti að rétta í því máli nokkru eftir að Ashley var myrt. Það er ýmislegt sem bendir á sekt hans. Það hvarf hnífur frá þáverandi ástkonu hans og hún bar að Hill hefði þóst vera að fara á fund með yfirmanni sínum og horfið á braut einmitt þegar morðið var framið og svo komið til baka og farið beint í að þvo fötin sín. Það fannst blóð á skónum hans og það passaði við DNA úr Ashley og annar fangi  bar að hann hefði játað morðið í samræðum þeirra.

Sjá hérna:

A knife used to prepare dinner for Hill’s then-girlfriend, Vannee Youbanphout, is missing. And testimony from Youbanphout, a citizen of Iceland, suggested Hill faked a meeting with a supervisor, slipped out for an hour while they were watching “Top Gun” and washed his clothes when he returned.

Investigators later found a spot of blood on one of Hill’s shoes.

Furthermore, they told jurors, Hill confessed all this to a bunkmate during his pretrial incarceration at an Army prison in Mannheim, Germany.

Það er ömurlegt að lesa framburð samfanga Hill sem segir að hann hafi hælt sér af morðinu og hvernig hann hefði falið slóð sína og fengið íslensku stúlkuna Vannee to að staðfesta frásögn hans. Í yfirheyrslunni kemur þetta fram:

On May 2, the trial’s sixth day, prosecutors introduced their most damning witness yet: a discharged soldier who claims Hill told him he beat a girl with a weight and stabbed her in the neck.

Cyrus Hughes, 20, was jailed last year in Mannheim, Germany, for drunkenly crashing a rented Jaguar and going AWOL. Hill slept in the same 15-man cell. Hughes told jurors Hill admitted to the murder twice. Hill even bragged about “covering his tracks” by pushing his girlfriend, an Icelander of Thai descent named Vannee Youbanphout, to vouch for his whereabouts, Hughes said.

 

Hill var sýknaður vegna þess að talið var að ekki hefði verið rannsakað nógu vel hverjir aðrir hefðu getað framið morðið. Sérstaklega vegna þess að eitthvað kort var notað til að komast inn í híbýli Ashley eftir þann tíma sem talið var að hún hefði verið myrt á. Aðrir sem grunaðir eru um morðið er kærasti hennar sem var eiturlyfjaneytandi og eiturlyfjasali og átti líka að mæta fyrir rétti út af því og það bera vitni að þau höfðu rifist í nálægri krá kvöldið áður og svo maður sem fann hana, það er maður sem nýkominn var í herstöðina og hann er talinn hafa hegðað sér undarlega þegar hann sá hreyfingarlausa manneskju á gólfinu.

Morðingi Ashley gengur ennþá laus. Það getur verið að lagt hafi verið kapp á að  sýna að vafi leiki á sekt Hills vegna þess að Ashley er hvít en Hill er blökkumaður. það er viðkvæmt í Bandaríkjunum að blökkumaður sé sakfelldur fyrir að myrða hvíta konu, það er horft vel á alla slíka dóma og stór hluti bandaríska hersins eru blökkumenn . Það getur einnig verið að heryfirvöld hérna hafi verið of fljót að skoða Hill sem hinn eina mögulega morðingja vegna þess. Eitt er víst að það er ekki í þágu bandarískra hermálayfirvalda að svartur hermaður þar sé dæmdur fyrir morð, bæði vekur það upp ólgu meðal blökkumanna í hernum ef hinn minnsti vafi er talinn leika á sekt hans og svo vill herinn örugglega ekki vera í kastljósi fjölmiðla út af morðum og aftöku morðingja en ef Hill hefði verið fundinn sekur þá hefði hann verið tekinn af lífi. það er undarlegt að foreldrar og systkini Ashley fengu engar upplýsingar um dauðdaga hennar og vissu fyrst  að hún hefði verið myrt  í gegnum íslenskt dagblað sem þau fundu á Internetinu.  

Morðinginn gengur ennþá laus. Samt eru ekki margir sem koma til greina og morðið var framið í samfélagi sem ætti að hafa góð tök á að rannsaka glæpi.

Stars and Stripes: What happened to Ashley Turner?

Murder Trial Possibly moved to Iceland

Attorneys for Hill point to alternate suspect

 Airman cleared in Iceland murder case


mbl.is Fyrrum varnarliðsmaður sýknaður af morðákákæru
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Já-menn Jóhannesar

Ég er afar ósátt við aðfarir Jóhannesar í Bónus þar sem hann auglýsir grimmt fyrir kosningar í því augnamiði að hafa áhrif á mannaráðningar í dómskerfinu og koma höggi á og ófrægja þá embættismenn sem hafa unnið að dómsmálum sem hann er ósáttur við hvernig fari. Ég hef áður lýst skoðun minni á þessari auglýsingu í blogginu Brjáluð kona hringir í RÚV um hánótt

Auglýsingar Jóhannesar eru grímulaus aðför að íslensku réttarríki. Leikreglur í íslensku samfélagi eru ekki settar til að það henti Jóhannesi í Bónus sem best, það væri illa komið fyrir okkur ef auðmenn gætu plantað sínum já-mönnnum í allar stöður og tryggt þannig að allar ákvarðanir, lög og dómar verði þeim í hag, gætu stýrt hverjir verða ráðherrar, hverjir  verða saksóknarar og heimtað alla þá embættismenn út af borðinu sem fella dóma eða rannsaka mál á þann hátt að það sé viðkomandi auðmönnum í óhag. Ég tel að gott dómskerfi og réttarkerfi eigi að gæta hagsmuna almennings og ekki síst vernda almenning fyrir ofríki auðhringja eða valdablokka.  

Mér finnst fólk ekki átta sig á alvöru þessa máls. Ef til vill er svo stutt liðið frá auglýsingunum að umræðan er ekki hafin. En ég vona svo sannarlega að fólk vakni við þetta og spái í hverjir ráða íslensku samfélagi og hvaða verkfæri þeir hafa til þess. Ég vil taka fram að ég tel að það megi gagnrýna ýmislegt í dómskerfinu og mannaráðningum þar og ég hef sjálf oft gert það, sjá t.d. þetta nýlega blogg hjá mér:  Laumulegar starfsauglýsingar og eins og aðrir femínistar þá er ég mjög ósátt við dóma fyrir kynferðisofbeldi og hve fáar konur starfa í löggæslu og dómskerfi. Það má vel gagnrýna dómskerfið en þessi aðför Jóhannesar er heiftúðug og virðist eingöngu gagnrýni til að þjóna einkahagsmunum hans og hans fyrirtækis. 

Mér finnst þessi kafli í yfirlýsingu Björns sérstaklega góður: 

Það þjónar almannahagsmunum, að óháðir, opinberir aðilar fylgist með hvernig stjórnendur og ráðandi hluthafar almenningshlutafélaga fara með þau verðmæti, sem þeim er fyrir treyst. Með árásum á mig og ákæruvaldið er Jóhannes að gera veika stöðu almennra fjárfesta á Íslandi enn verri gagnvart stóreigendum. Hér ráða einkahagsmunir ferð en ekki virðing fyrir rétti annarra. Takist með opinberum, persónulegum árásum að hræða lögreglu og aðra eftirlitsaðila frá því að sinna skyldum sínum er vegið að hagsmunum fleiri en þeirra, sem árásunum sæta.

Í framhaldi af auglýsingunni kemur á óvart, að almennt hafa stjórnmálamenn og álitsgjafar látið eins og hún sé næsta eðlilegt ef ekki sjálfsagt nýmæli.

Um svipað leyti og Steingrímur J. Sigfússon, formaður vinstri/grænna, kveinkaði sér undan því, að ungir framsóknarmenn hefðu birt af sér skopmyndir, lýsti hann skilningi á framtaki Jóhannesar. Ágúst Ólafur Ágústsson, varaformaður Samfylkingarinnar, hlakkar yfir því, að ég lækka á þingmannalista. Egill Helgason álitsgjafi segir: „Í alvörunni. Þetta er ein aðferð kjósenda til að segja skoðun sína - það næsta sem við komumst persónukjöri í þingkosningum. Það á að taka mark á slíkum skilaboðum. Annars eru stjórnmálamenn að gefa kjósendum langt nef.“

Ég lýsi áhyggjum yfir þróun stjórnmálastarfs og raunar réttarríkisins sjálfs, sé talið sjálfsagt og eðlilegt að beita ofríki í krafti auðs í því skyni, að tryggja sér viðhlæjendur á þingi, í réttarsalnum og hjá ákæruvaldinu. Er ekki tímabært að stalda við og líta á alvöru málsins?


mbl.is Björn lýsir áhyggjum af þróun stjórnmálastarfs og réttarríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Ritskoðun hjá Rebekku gerir allt vitlaust á digg og flickr

Það er mikill atgangur búinn að vera út af myndunum hennar Rebekku á digg.com og flickr.com. Fyrst út af því að myndirnar hennar voru afritaðar og seld plaköt með þeim en síðan út af því að flickr.com sem er eitt vinsælasta myndakerfið í heiminum tók út allar myndirnar sem útskýrðu höfundarréttarbrotin hjá only-dreeming  og líka alla sem tengdu í þær myndir á bloggi.

Flickr útskýrði ritskoðunina á myndum svohljóðandi í bréfi til Rebekku:

“Flickr is not a venue for to you harass, abuse, impersonate, or intimidate others. If we receive a valid complaint about your conduct, we will send you a warning or
terminate your account.”

Rebekka bloggaði um þessa ritskoðun  hérna: Freedom of Expression - Telling the truth 

Núna hefur flickr.com beðist afsökunar á þessu, kallar þetta mistök og það er komin sérstakur umræðuhópur á flickr um þetta mál.

Þetta er mjög neikvætt fyrir ímynd flickr, allir tölvunördar heimsins hanga á digg.com og fylgjast með hvað er að gerast og greiða atkvæði um hvað þeim finnst merkilegar fréttir. Fréttin flickr=censorship er  á toppnum núna með yfir 3500 digg.

 

comic-strip-doctor Ég hef reyndar lent sjálf í ritskoðun hjá flickr og reyndar líka hjá Myspace. Hjá Myspace var það út af greinum sem ég skrifaði út af því að ég var svo pirruð að geta ekki sett youtube myndbönd inn á myspace. Þá var youtube bara lítið þekkt vefþjónusta og þeir tóku bloggin mín og birtu á forsíðunni hjá sér og sennilega hefur ekkert blogg hjá mér verið lesið af eins mörgum. En þá lokaði Myspace svæðinu mínu þar og eyðilagði stuðninghóp sem í voru kominn nokkur hundruð manns.

Ég svaraði með að senda nokkrar áróðursmyndir inn á flickr og það hefur hugsanlega þess vegna gerst að flickr svæðið mitt var merkt þannig að það fannst ekki í leit. Ég uppgötvaði það ekki fyrr en seinna og þurfti töluvert stapp til að fá því breytt, ég þurfti að fara í gegnum allar mínar myndir.

 Hér skrifaði ég um málið Flickr Censorship 

og þar lýsi ég öllu veseninu, fyrst að skrifa mörg bréf til flickr sem ekki var svarað og svo að finna bara út úr vandamálinu sjálf. Best ég bæti í allar 180 athugasemdirnar á digg minni sögu um ritskoðun á flickr. 

Hmm... það eru margar ruddalegar athugasemdir um brjóst t.d. svona "Very sad, but really, how down can she really be with such a cracking pair of tits? That's gotta cheer you up.". Sem betur fer þá getur maður greitt atkvæði um athugasemdir og ef þær eru mínusaðar nógu mikið þá birtast þær ekki. Best að mínusa allar ruddalegar og klámfengnar athugasemdir. Svo eru athugasemdir eins og þessar sem fjalla um Rebekku: "the fact that she is a little pretty and takes a lot of self portrait showing her breasts make for 70% of her fame". Þetta gæti ekki verið meiri lygi, Rebekka tekur myndir og vinnur þær þannig að sjónarhornið verður einstakt og heillandi, sérstaklega hestamyndirnar hennar. Sjá vefinn hennar hérna
http://rebekkagudleifs.com/index.php


Brjáluð kona hringir í RÚV um hánótt

Best að viðurkenna það bara. Ég missti mig á kosninganóttinni og hringdi foxill í RÚV og hellti mér yfir þann sem varð fyrir svörum, ég held að það hafi verið aumingja manneskjan á skiptiborðinu sem þurfti að hlusta á reiðilesturinn. Ástæðan var sú að það var viðtal við Jóhannes í Bónus um þessa óþverralegu auglýsingu hans og ég er afar ósátt við að RÚV sé að upphefja fólk sem fer yfir öll mörk velsæmis til að hefna sín og koma höggi á embættismenn og ráðherra í opinberri þjónustu í lýðræðissamfélagi og geri það í skjóli auðs og valda í samfélaginu, m.a. þeirra valda að eiga ítök í fjölmiðlum og vera einn stærsti vinnuveitandinn.

johannes-i-bonus-sidleysiÉg var í útlöndum rétt fyrir kosningar og las ekki blöðið fyrr en á kosningadaginn og það þyrmdi yfir mig þegar ég sá þessa auglýsingu frá Jóhannesi í Bónus. Leyfist mönnum allt á Íslandi í skjóli auðmagns? Ég vona svo sannarlega að þeir sem Jóhannes nafngreinir í þessari auglýsingu fari í meiðyrðamál við hann. Ég vona svo sannarlega að við náum hér á Íslandi að byggja upp samfélag þar sem embættismenn í dómskerfinu og æðstu yfirmenn dómsmála þurfi ekki að þola svona órökstuddar dylgjur og þar sem ekki er leyfilegt að auglýsa með þessum hætti fyrir kosningar.

Ég er raunar ákaflega hissa bæði á Fréttablaðinu (sem er reyndar í eigu Jóhannesar) og Morgunblaðinu fyrir að birta þessar auglýsingar og hugleiði hvort þeir hefðu tekið á móti svona auglýsingum frá mér eða Lalla Jóns eða einhverjum geðsjúklingum með þráhyggju.

Jóhannes sakar nokkra nafngreinda embættismenn um embættisafglöp og hann sakar æðsta yfirmann dómsmála á Íslandi um að hilma yfir með einhverjum og lætur að því liggja að dómsmálaráðherra skipi menn í embætti vegna þess "að hann hafi eitthvað á þá". Þessar alvarlegu ásakanir  virðast tengdar því að Jóhannes hefur verið einn ákærðra í sakamáli og hann hefur eins og allir tekið þær ásakanir nærri sér og virðist telja sig ofsóttan. 

Jóhannes í Bónus hefur misst trúverðugleika með þessari auglýsingu. Það er skrýtið að hann hafi enga nálægt sér sem ráða honum heilt og sem gátu talið hann ofan af þessari reginskyssu. Ég get vel skilið geðshræringu fólks sem telur sig vera órétti beitt og ofsótt en það verður ekkert  meira réttlæti  í heiminum ef maður sem telur sig verða fyrir óréttlæti og rangsleitni hefnir sín og reynir að koma höggi á andstæðinga með að nota svívirðingar og dylgjur og ræðst á aðra í skjóli auðmagns.

Auglýsingin frá Jóhannesi var svohljóðandi:

Strikið yfir siðleysið

- áskorun til sjálfstæðismanna í Reykjavíkurkjördæmi suður

Í rúm fjögur ár mátti ég að ósekju sitja á sakamannabekk í Baugsmálinu svokallaða vegna óvæginna og ranglátra aðgerða Haraldar Jóhannessens, ríkislögreglustjóra, Jóns H. B. Snorrasonar, saksóknara, og síðast Sigurðar T. Magnússonar, sem var settur í starf Jóns H. B. Snorrasonar eftir að hann var gerður afturreka með málatilbúnað sinn haustið 2005. Nafn mitt var hreinsað með sýknudómi Hæstaréttar Íslands í janúar á þessu ári.

Björn Bjarnason, dóms- og kirkjumálaráðherra, hefur í ræðu og riti varið embættisafglöp þessara manna og hvatt þá til dáða leynt og ljóst. Fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga að Björn hyggist skipa Jón H. B. Snorrason í embætti ríkissaksóknara strax að loknum kosningum. Embættisveitingar Björns hafa verið harðlega gagnrýndar á undanförnum árum. Nú keyrir um þverbak og maður hlýtur að spyrja: Hvað skyldi Jón H. B. Snorrason eiginlega hafa á Björn Bjarnason úr því hann hyggst skipa manninn í þetta háa embætti þrátt fyrir allt hans klúður?

Sjálfur hef ég ávallt litið á mig sem sjálfstæðismann þó að ég hafi átt bágt með að styðja flokkinn síðustu árin í stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Ég veit að margir sjálfstæðismenn eru sama sinnis og ég í því efni og eiga erfitt með að ákveða sig og þá ekki síst sjálfstæðismenn í Reykjavíkurkjördæmi suður þar sem Björn Bjarnason situr í öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins. Aðeins eitt ráð er til. Merkið x við D en strikið yfir siðleysið með því að strika yfir nafn Björns Bjarnasonar á listanum.

 

Það er vissulega dapurlegt að margir virðast hafa orðið við tilmælum Jóhannesar en ég hef á tilfinningunni að það sé miklu, miklu stærri hópur bæði fólks í Sjálfstæðisflokknum og utan hans sem hafa megnustu skömm á auglýsingu Jóhannesar og finnst hann setja mikið niður við þessa gerð.

frettabladid-offita-barnaÉg hef  áður hneykslast á skrýtnum gjörðum Jóhannesar varðandi þetta Baugsmál og mér fannst einkar ósmekklegt þegar hann fyrir jólin síðustu gaf af rausn sinni til ýmissa góðgerðasamtaka og það birtist mynd af gnægtaborði hans á forsíðu Fréttablaðsins (sjá mynd hér til hliðar) en jafnframt kom fram í textanum að fjárhæðin sem hann gaf var eitthvað tengt við hvað ríkið hefði kostað til í Baugsmálinu. Mér fannst það ósmekklegt og ekki Jóhannesi til sóma að blanda félögum eins og Mæðrastyrksnefnd inn í áróðursstríð hans við stjórnvöld en þessi síðasta auglýsing frá Jóhannesi gengur miklu miklu lengra.

En það er ljóst að Jóhannes er ekki jólasveinninn í íslensku samfélagi og hann er ekki velgjörðarmaður íslensku þjóðarinnar. Það skiptir engu máli þó hann eigi alla fjölmiðla og birti myndir af sér þar á forsíðu klyfjuðum gjöfum.   

 

 


mbl.is Rúmlega 2500 strikuðu yfir nafn Björns
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Yfirheyrslur og fangelsanir á börnum

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði þrjá unglingspilta af því að hafa nauðgað í sameiningu 16 ára stúlku. Það eru nokkur atriði í málinu sem vekja spurningar um hvernig er farið með börn og óvita fyrir dómstólum. Flestir sem semja leikreglur samfélags okkar og semja og framkvæma og túlka lögin og ákvarða hvað er brot og hverjar refsingar við þeim skulu vera og hvernig farið skuli með þá sem brjóta lögin eða eru grunaðir um að brjóta lög - á þingi og í dómarasætum eru upplýstir, menntaðir menn úr betur stæðum þjóðfélagshópum á meðan þolendur réttarkerfisins eru oft úr allt annarri átt, auðnulaust, fákunnugt  og fátækt fólk sem ef til vill er af öðrum þjóðernisuppruna og öðrum litarhætti og ef til vill í helgreipum fíkniefna. Það sama á við um þolendur afbrota, þeir sem sitja á þingi og í dómarasætum eða sinna framkvæmd löggæslu eru eða hafa til skamms tíma ekki verið sama fólkið og brotið er á í sumum afbrotum, það sitja fáar vændiskonur og þolendur annars konar kynferðisofbeldis á þingi eða í dómarasætum og þar eru  fáir fíkniefnaneytendur sem eru í hættu á að vera barðir af handrukkurum fyrir dópskuldir. Þar eru engin börn. 

En það er skrýtið hvernig farið er með börn í þessu kerfi. Mér virðist ekki tekið tillit til þroska þeirra og aðstæðna. Eftir því sem ég sé í fréttum á þessu máli þá var viðtal við  stúlkuna sem var þolandi í málinu tekið í Barnahúsi sem liður í að aðstoða stúlkuna, ekki sem yfirheyrsla.  

Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði í gær þrjá karlmenn af ákæru um að nauðga 16 ára stúlku. Dómurinn sagði stúlkuna hafa orðið margsaga. Þá gagnrýnir héraðsdómur vinnubrögð í Barnahúsi þar sem tekin var af henni skýrsla. Stúlkan hafi verið leidd áfram við skýrslugjöfina og ekki fengið ráðrúm til þess að skýra frá mikilvægum staðreyndum í sjálfstæðri frásögn. Bragi Guðbrandsson, forstjóri Barnaverndarstofu, segir málið óvenjulegt. Viðtalið sem tekið hafi verið í Barnahúsi hafi verið könnunarviðtal og ætlað til þess að athuga hvort barnið þyrfti stuðning og meðferð.

Það er því skrýtið hvernig áherslan er á þetta könnunarviðtal og að dómararnir hafi skoðað það margoft. Hvert er ígildi þessa könnunarviðtals fyrir lögum? Er það yfirheyrsla? Það er ljóst að þegar það er tekið þá vill stúlkan gera sem minnst í málinu og birgja niður minningar um ódæðisverkin gagnvart henni og hún vill sennilega ekki sjálf líta á það sem nauðgun - hún virðist hafa verið hrifin af einum strákanna og vill gera lítið úr hans hlut að ódæðinu.

Þetta er nefnilega stórt vandamál varðandi kúgun og ofbeldi. Sá sem er beittur ofbeldi kóar stundum með og leitar að sök hjá sjálfum sér og reyndar munu kúgararnir gera lítið úr ofbeldi sínu og setja málið þannig upp að annað hvort hafi það ekki verið ofbeldi og/eða þolandinn kallað það yfir sig með eigin breytni.  í frásögn piltanna þá má lesa að þetta séu prúðir piltar sem urðu fyrir því að stúlkan bara settist klofvega á þá einn af öðrum og nuddaði sér upp við þá. Það er vonlaust að fá einhvern sanngjarnan dóm fram í þessu máli, ég get ekki áfellst dómstólinn fyrir að hafa meira mark á þremur sammhljóða vitnum fremur en einni stúlku sem auk heldur á í erfiðleikum og sálarkvöl að rifja upp nauðgun sem hún verður fyrir.  

Það verður að hafa í huga að piltarnir eru líka börn og þeir eiga líka rétt á vernd og réttlátri málsmeðferð. Ég held að dómarar hafi haft það afar mikið í huga, það er öllum ljóst hve mikill blettur það er á mannorði þessara stráka (það kemur fram að í dómnum að þetta er einhver strákaklíka "dátarnir") að  vera dæmdir fyrir nauðkun á barnungri stúlku. Það er mjög undarlegt sem kemur fram í dómnum að þeir hafi verið handteknir og þurft að vera í fangaklefa. Það hefði hugsanlega þurft ef brugðist hefði verið við strax til að þeir gætu ekki sammælst um framburð sinn og búið til sögu. En það kemur í ljós í dómnum að þeim er fullkunnugt um að þeir verði hugsanlega ákærðir fyrir  nauðgun löngu áður en þeir eru handteknir, vinkona stúlkunnar mun hafa sagt þeim það.

Það sem má lesa út úr þessum dóm er eindreginn vilji dómara til að sjá veilurnar í frásögn stúlkunnar og eindreginn vilji þeirra til að rannsaka ekki né benda á þá möguleika að piltarnir hafi haft tækifæri til og raunar verulega ástæðu til að sannmælast um sína útgáfu af sögunni þar sem þeir hilma yfir ódæðum. Ég vil taka fram að ég held að piltunum hafi ekki verið ljóst hvaða voðaverk þeir voru að vinna og eflaust hafa þeir eftir á og meðan á verknaðinum stóð réttlætt sjálfan sig á ýmsa lund. Þeir lifa í samfélagi sem upphefur ofbeldi á konum og sá fjölmiðlaheimur sem yfir þá flæðir er lofsyngur slíkt ofbeldi í tónlist, í myndböndum, í sakamálaþáttum, í fréttum. 

 

 Það kemur ekkert fram í þessum dómi um bakgrunn piltanna sem mér hefði fundist eðlilegt m.a. með hliðsjón af því að þeir gætu hafa beitt aðra kynferðisofbeldi og/eða annars konar ofbeldi.


Tap Framsóknar

Það kemur ekki á óvart þó flestir vilji samstjórn Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingar. Sú stjórn myndi hafa afar mikil magn kjósenda á bak við sig og vera sennilega jafnstöðug og núverandi stjórn hefur verið. Þegar úrslit lágu fyrir þá vorum við margir Framsóknarmenn fullvissir um að Framsókn yrði í stjórnarandstöðu næsta kjörtímabil og reyndum að sjá það besta út úr þeirri stöðu. Það er tækifæri til að byggja upp og breyta vinnubrögðum og það eru nú nokkur sannindi í þeim orðum að allt vald spillir. 

Það er samt augljóslega fyrsti besti kostur Sjálfstæðisflokksins að vinna áfram í núverandi stjórnarmynstri en fækka framsóknarráðherrum. Það eru skiptar skoðanir í Framsóknarflokknum á áframhaldandi stjórnarsamstarfi. Framsóknarflokkurinn galt mikið afhroð í þessum kosningum  á höfuðborgarsvæðinu og missir þar helming fylgis síns. Framsóknarflokkurinn tapar reyndar alls staðar en ekki næstum eins mikið í öðrum kjördæmum.  

 Atkvæði Framsóknar eftir kjördæmum 2003 og 2007

         2003                       2007

nv     4057     21,7 %     3362     18,8 %
na     7722     32,8 %      5726     24,6 %
s      5934     23,7 %      4745     18,7 %
sv     6387     14,9 %      3250     7,2 %
rs     4185     11,3 %      2080     5,9 %
rn     4199     11,6 %      2186     6,2 %

 


mbl.is Flestir vildu stjórn Sjálfstæðisflokks og Samfylkingar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Nauðgun á barni - gerendur sýknaðir

Ennþá eitt sorglegt mál. Þrír unglingspiltar eru sýknaðir af því að hafa nauðgað 16 ára stúlkubarni. Ég renndi yfir dóminn sem sjá má í heild á vefsíðu héraðsdóms Reykjavíkur og það er glerljóst í mínum huga að þetta er nauðgun og ekkert annað en nauðgun. Stúlkan var drukkin og eflaust hefur henni verið tvísaga og margsaga um einhvað í atburðarásinni, það bendir allt til að hún hafi verið hrifin af einum af gerendunum og viljað hlífa honum og dregið úr og fegrað hans hlut í ódæðinu. 

En þetta er dáldið skrýtið. Það er dáldið skrýtið að í dómsorðinu er sagt frá að formgalla á málinu þannig að spyrjandi í yfirheyrslu í barnahúsi hafi spurt leiðandi spurninga. Ég held að eitt sem hafi verið tekið sem dæmi um leiðandi spurningar hafi verið sögnin að nauðga, það má ekki nota það orðalag.  

Það er margoft í frásögninni reynt að draga úr alvarleika atburðarins og hún sögn á hátt sem er stúlkunni í óhag, látið líta svo út að hún hafi verið fús til kynferðisathafna. Það er svona orðalag haft eftir henni: "Hún hefði samt ekki grátið eða neitt þannig og jafnvel verið hlæjandi, en þó ekki verið grín í huga og sagt „nei“, en þá hefðu ákærðu farið að hlæja." til að styrkja þá sögu að þetta hafi ekki verið nauðgun. Áður hefur komið fram að hún hafi talið sig "blindfulla". Í dóminum er lagt kapp á að segja sögu stúlkunnar út frá orðalagi hennar sem er mál ráðvillts unglings en það er annað upp á teningnum þegar sögð er sagan frá sjónarhorni ungingspiltana.

Lítum á eftirfarandi frásagnarbrot úr dómnum. Hefði sextán eða sautján ára piltur lýst samförum svona? þar er einhver sem vill láta þetta líta út sem góðlátlegt spjall pilts og stúlku þar sem stúlkunni  er lýst sem geranda sem nánast ræðst á piltinn og notar hann sem kynlífsleikfang. Hver hefur efni á að tala um óhlutdræga frásögn? Hvað eru margir nauðgarar í sögunni sem hafa játað verknað sinn fyrir dómi og kallað hann því nafni sem hann er? Sennilega afar fáir. Jafnvel þó nauðgarar hafi hreykt sér í sínum vinahópi af ódæðum sem þessum og hafi jafnvel gengið svo langt að taka ódæðisverkin upp á myndbönd og senda spóluna til vina með yfirskriftinni Nauðgun þá hafa þeir staðfastlega neitað því fyrir dómi að um nauðgun hafi verið að ræða.

"Ákærði hefði sest við hlið hennar, rætt lítillega við hana, því næst faðmað hana og kysst, en þannig hefði eitt leitt af öðru þar til þau hefðu klætt hvort annað úr fötum, þó ekki brjóstahaldara stúlkunnar, hún því næst ..., þá sest ofan á ..... og viðhaft samfara­hreyfingar uns ákærði hefði fellt til hennar sæði."

Í dómnum er talað um samfærir að óvilja hennar. Er það skrauthvörf fyrir orðið nauðgun? 


mbl.is Þrír unglingspiltar sýknaðir af ákæru fyrir kynferðisbrot
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband