Nú hefur Háskóli Íslands tekið á máli bróður míns og háskólarektor ritað honum bréf þar sem hún átelur vinnubrögð hans og segir þau hafa rýrt traust skólans. Þetta bréf er samt ekki áminning skv. stjórnsýslulögum heldur átala sem ég held að hafi ekkert lagalegt gildi. Það er mitt mat að HÍ bregðist rétt og skynsamlega við þessi máli og taki af mildi á yfirsjón starfsmanns sem hefur verið dæmdur í Hæstarétti fyrir brot á höfundarrétti. Stjórn HÍ er stjórnvald og ber að hlýða landslögum og þeim túlkunum á lögum sem felast í Hæstaréttardómum.
Hannes stóð sig vel í Kastljósviðtalinu og ég er ekki í vafa um að hann hefur mikið lært af þessu máli. Hann gerði mistök sem fræðimaður, mistök em hann gengst fúslega við, Hann segir Ég hefði átt að vanda mig betur" og Mistökin eru til að læra af þeim
Það ekkert að því hvernig HÍ tekur á þessu máli og hvernig ætlunin er að bregðast við með því að setja starfsreglur en fram kemur í Mbl : "Rektor hefur sett af stað vinnu innan skólans um setningu starfsreglna þar sem meðal annars verður tekið á þeim álitaefnum sem hafa komið upp í tengslum við mál dr. Hannesar til að fyrirbyggja að mál af þessu tagi komi upp aftur."
En það sem mér finnst meiriháttar undarlegt er hvernig umfjöllun sumra fræðimanna og listamanna á Íslandi er um þetta mál og hve sýn þeirra er þröng og einsleit og hvernig þeir taka sér stöðu sem gæslumenn höfundarrétthafa og hliðverðir á því sviði hver má segja hvað um hvern á hvaða hátt. Ég héld að þessi hópar - fræðimenn og listamenn og allir þeir sem vinna við einhverja sköpun áttuðu sig betur á hve hroðaleg kyrkingartök höfundarréttarlög hafa á tjáningu, sköpun og dreifingu og notkunarmöguleikum á hugverkum. Ég er forviða yfir að menningarsetur eins og kistan.is skuli ekki hafa áhuga á því fjalla um þetta mál og önnur höfundarréttarmál út frá því sjónarhorni heldur einsetja sér að koma upp raddkór til að hæða og smána bróður minn. Sjá nánar grein mína Kistan.is - leikvangur fáránleikans
Ég var hissa á bloggi hjá Hlyni sem er starfandi listamaður, það er skrýtið að listamaður skrifi þetta rætna og viðbjóðslega blogg Hannes Hólmsteinn rekinn frá Háskóla Íslands
Hlynur segir m.a.
Ef HÍ ætlar í alvöru að komast á blað meðal bestu háskóla í heimi er það augljóst að það verður að segja Hannesi Hólmsteini upp störfum. Maðurinn er dæmdur lögbrjótur fyrir ritstuld. Háskólarektor hlýtur að semja um starfslok við Hannes svo hann geti tekið pokann sinn.
Þessi söfnun fyrir aumingja Hannes er fullkominn brandari. Þrátt fyrir að vera aðal frjálshyggjugúrú landsins hefur hann alla ævi verið á ríkisspenanum. Var alltaf hjá Ríkisútvarpinu en ekki á Stöð 2 og er nú "prófessor" hjá ríkisháskólanum Háskóla íslands en ekki hjá einkaskólanum HR eða bara Bifröst. Maðurinn er er fullkomlega óhæfur kennari hvað þá meira.
Ég tjáði mig í athugasemdum við það blogg:
Ég veit ekki hvort þú ert starfandi myndlistamaður Hlynur eða hvort þú starfar við eitthvað annað í dag. En ég vil benda þér á að kynna þér hvernig staðan er í höfundamálum í dag, sérstaklega höfundarmálum sem tengjast hinu starfræna og nettengda rými sem sífellt fleiri listamenn kjósa sem efnivið og vettvang verka sinna. Höfundarréttarlög eru gjörsamlega á skjön við þann veruleika sem við búum við í dag og er mjög hamlandi fyrir alla sköpun og vinnu með efni.
Fyrir blómlegt og skapandi listalíf er lífsnauðsyn að ekki séu of miklar hömlur lagðar á tjáningu. Eitt tjáningarform nútímans og hluti af listsköpun er Remix og framleiðsla hluta er meira að færast í átt að mods, hacks, diy hugsun er andstæðan við fjöldaframleiðslu, færiband og tilbúnar lausnir - hún er uppreisnarandi, remix eða hakkarahugsun þar sem ekki á endilega að nota hluti á þann hátt sem vanalegt er eða sem þeir eru framleiddir fyrir heldur tengja upp á nýtt, endurblanda og endurhanna.
Það er verulega mikið í húfi fyrir listamenn og alla sem vinna að einhvers konar sköpun að sem minnstar hömlur séu lagðar á tjáningarfrelsi - ekki bara tjáningarfrelsi til að enduróma og endurtaka heldur líka tjáningarfrelsi til að raða orðum upp á nýtt og endurblanda og endurhanna efni frá öðrum.
Í fljótu bragði sé ég bara eina lausn í sjónmáli á meðan samfélagið lagar sig að þessum nýja veruleika - það er að skapandi fólk sniðgangi algjörlega og vinni ekki með efni sem ekki er með opnum höfundaleyfum.
Það er skrýtið að listamenn og listavefir eins og kistan.is taki þátt í aðför að Hannesi með þessum hætti. Ég skrifaði blogg um það Kistan.is - leikvangur fáránleikans
Hlynur svaraði í athugasemd.
Já, Salvör ég er starfandi myndlistarmaður og hef einmitt fjallað heilmikið um tjáningarfrelsið og einnig um réttindi listamanna, líka á eigin verkum.
Ég skoðaði þau verk sem Hlynur benti á, hann segir þar að fyrir sér vaki: "The work is intentionally provocative, and my hope is to encourage discussion about these themes."
Ég er ekki alveg viss um hvort Hlyni sé alvara með bloggi sínu um Hannes, hvort hann sé virkilega svona grunnur og blindur af heift eða hvort þetta blogg sé ef til vill listsköpun - svona til að stuða og reyna á þolmörk tjáningarfrelsins. Ég vona að það sé það síðara. Þess má reyndar geta að ég hélt á sínum tíma að 2500 innantómar tjáningar Stebbafr á málefnin.com sem voru allar með risamynd af Stebba sjálfum væru listrænn gjörningur sem mér þótti reyndar mjög smartur. En Stebbifr hefur nú fyrir flutt sig á moggabloggið og hefur að sumu leyti sama ritstíl þar, svona zombíaritstíl þannig að maður er ekki alltaf viss hvort hann er vélmenni sem endurskrifar fréttir eða maður. En megi þúsund blóm blómstra og megi Stebbifr ná nýjum hæðum í sínum ritstíl. En vonandi verða ekki of margir sem tjá sig á einn hátt, vonandi verður okkur ekki öllum þröngvað í sama mót og vonandi verður ekki bara einn viðurkenndur tjáningarmáti.
Ég veit ekki hversu beitt listsköpun Hlyns er varðandi tjáningarfrelsið, ég vona alla vega að einhvern tíma eigi listamenn á Íslandi beittari verk varðandi tjáningarfrelsi en skrifa á veggi með rauðu bleki á tveimur tungumálum að Osama bin Laden sé terroristi.
Það er ekki nóg að maður verði að stúdera lög og lesa hæstaréttardóma til að fá botn í Hannesarmálin, það eru líka komin inn í íslenskuna alls konar ný orð, orð eins og fótnótufræðingar, gæsalappalið, allsherjartilvísandir og rittaka. Svo er líka núna með bréfi háskólarektors sem kallað er átala komið inn eitthvað nýtt mínuspunktakerfi í mat á störfum háskólakennara.
Vonandi mun hatur á Hannesi og óbeit á þeim sem stýrðu íslensku samfélagi í kringum árþúsundamótin samkvæmt hugmyndafræði sem Hannes mótaði ekki blinda þeim fræðimönnum og listamönnum sýn á að það er virkilega mikið að varðandi höfundarréttarmál og það lagaumhverfi sem við búum við núna eru algjörlega á skjön við þá átt sem samfélagið stefnir inn í.
Hannesarmálið vekur mikla athygli á Íslandi. En önnur dómsmál íslensk vekja þó meiri athygli heimsbyggðarinnar á Netinu. Úrskurður í Istorrent-málin vekur vonargneista sum staðar erlendis , sjá hérna Iceland Rules Torrent Files Not Copyrighted
Því miður er alþjóðasamfélagið þó þannig að þeim samfélögum sem upp hafa vaxið á Netinu og þar sem hugverk varin eignarétti flæða á milli eftir þeim nýju farvegum sem nettæknin hefur gert mögulega er kennt um allt, líka hryðjuverkaógnina, sjá hérna:Mukasey: piracy funding terror - Yahoo! News
![]() |
Átelur vinnubrögð Hannesar |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
2.4.2008 | 12:13
Kistan.is - leikvangur fáránleikans
Vefsetrið kistan.is er núna leikvangur fáránleikans, nápleis þar sem fræðafólk á sviði lista og bókmennta safnast saman og tjáir sig með því að hrækja á fólk og hæðast að því. Guðbjörg Kolbeins lýsir vel stemmingunni á Kistunni í blogginu Kistan krossfestir Hannes
Svona lítur forsíðan út á kistan.is út núna, vefritið er undirlagt í að hæða Hannes bróðir minn þar sem margir eru tilkallaðir til að hæða hann og smá og heimta opinbera aftöku hans.
Það er átakanlegt að lesa þær mörgu greinar sem nú trjóna efst á kistan.is Menningarvefur sem leyfir sér svona umfjöllun og svona efnistök verður ekki annað en fúll og staðinn forarpyttur. Það er sennilega sambland af von um einhverja athygli frá íslensku samfélagi, von um lestur og umfjöllun og því að þeir sem reka kistan.is hafa ekkert annað að segja og hugsa um sem veldur þessum efnistökum.
Menningarvefir eins og kistan.is og samfélög eins og Reykjavíkurakademían ættu að vera og hafa verið ferskvatnslindir og rennandi vatn í íslensku samfélagi, vatn sem rennur yfir flæðiengi þar sem frjóangar nýrrar hugsunar ná að vaxa upp, vatn sem býr til farvegi þar sem nýir menningarstraumar ryðja sér braut í leysingum. En þessi samfélög eru feig ef þau taka eingöngu eftir og fjalla ekki um nema eina þverskurðarmynd af heiminum, eina spegilfágaða yfirborðsmynd í spegli sem búinn er til úr stöðnu vatni.
Hinn sifraði Egill lýsir vel hreyfingarleysi og viðburðaleysi í hugsun Reykjavíkurakademíunnar í hannesarumfjöllun í blogginu: Vitlaus dómur yfir Hannes en þar segir hann m.a:
Hins vegar fengu margir þetta á heilann, ekki síst fólk sem tengist Reykjavíkurakademíunni. Um daginn barst mér í hendur einhvers konar afmælisrit fyrir Sigurð Gylfa Magnússon sagnfræðing fimmtugan. Ég fletti bókinni og sá að þarna var verið að fjalla um Hannes. Það flökraði að mér að þessi meinti ritstuldur væri líkt og hið eina sem hafði drifið á daga þeirra í Reykjavíkurakademíunni; eini háskinn sem þetta fólk hafði lent í.
Að líf þess hefði verið gjörsamlega viðburðasnautt ef Hannesar hefði ekki notið við.
Hópur fræðafólks og sumir fjölmiðlar eyddu ótrúlegu púðri í þetta mál. Aðalástæðan var auðvitað sú að Hannes var ekki talinn heppilegur maður til að skrifa um Halldór. Hann átti ekkert með það. Hann tróðst inn í vitlaust partí.
Margir sem nú eru kallaðir til á vefsritinu kistan.is til að hrækja á Hannes eru fræðafólk sem fæst við að greina orðræðu og málpólitík. Ég er ekki sérfræðingur á þessu sviði en mér finnst að það hljóti að vera verðugt viðfangsefni að greina orðræðu þessara fræðimanna, hvaða sýn á samfélag og eignarétt og vald blæs í gegnum skrif þeirra.
Hér eru nokkur ummæli á kistan.is sem stuðuðu mig sérstaklega.
Hallfríður Þórarinsdóttir, doktor í mannfræði og forstöðumaður MIRRU
Hallfríður Þórarinsdóttir hefur m.a. skrifað ágæta grein um orðræðugreiningu
Hallfríður skrifar:
2. Á rektor að aðhafast í málinu?
Að sjálfsögðu. Háskóli Íslands missir allan trúverðugleik ef HHG fær að sitja áfram óáreittur í stöðu sinni. Það er ósanngjarnt gagnvart öllum heiðarlegum fræðimönnum stofnunarinnar.
Segja honum upp. Hvernig eiga aðrir kennarar við stofnunina að geta krafist þess af nemendum sínum að þeir virði grunnreglur í akademískum vinnubrögðum ef prófessor við eina stærstu deild skólans gerir það ekki? Ef rektor segir ekki Hannesi upp er HÍ orðinn að einhverskonar leikhúsi fáránleikans.
Markmið HÍ að verða einn af hundrað bestu háskólum í heimi getur tæpast átt að innihalda slíkt siðleysi og lögbrot.
3. Ef svo, með hvaða hætti?
Það er mjög áhugavert að greina þessi ummæli Hallfríðar og setja þau í samband við að hún hefur fjallað mikið um orðræðu og vald. Það er líka skrýtið hve mikla vanþekkingu á stjórnsýslulögum ummæli hennar bera með sér og hve litla innsýn hún virðist hafa varðandi mannréttindi og vinnureglur í stjórnsýslu. Þess má geta að þegar ég kalla kistan.is leikvang fáránleikans í fyrirsögn þessa bloggs þá er það sótt til orða Hallfríðar sem líkir HÍ við leikhús fáránleikans. Það er mjög mikilvægt að við áttum okkur á að mannréttindi og lög sem tryggja mannréttindi eru ekki bara fyrir okkur góða fólkið og þá sem hafa skoðanir í samhljómi við okkur heldur líka fyrir hina, líka fyrir Hannes.
Gauti Kristmannsson, lektor í þýðingarfræðum við HÍ
Gauti svarar svohljóðandi á kistan.is:
2. Á rektor að aðhafast í málinu?
Já.
3. Ef svo, með hvaða hætti?
Segja prófessornum upp starfi, hann hefur þverbrotið grundvallarreglur þær sem háskólamönnum ber að starfa eftir. Á þetta hefur HHG sjálfur bent á í grein á vefsíðu sinni að sé venjan að gera við háskóla erlendis.
4. Hvað finnst þér um auglýsingu stuðningsmanna Hannesar sem birtist í blöðunum um helgina?
Hún er ódýr spuni. Í fyrsta lagi mun prófessorinn vera eignamaður, einnig hafa þeir dómar sem fallið hafa á hann og valda honum kostnaðarauka verið vegna afbrots og auðgunar annars vegar og opinberu og ósönnuðu illmælgi gagnvart öðrum einstaklingi hins vegar. Einu gildir hvort sá einstaklingur telst vera auðmaður eða ekki.
Þessi ummæli Gauta stuða mig verulega. Mér virðist til hans leitað sem sérfræðings sem er í starfi við sömu stofnun og Hannes vinnur hjá. Samt bera orð hans með sér að hann er jafnlítið inn í stjórnsýslulögum eins og Hallfríður og með jafnbrenglaða sýn á mannréttindi þeirra sem hann forsmáir. En það sem ég er mest forviða á er að hann tjái sig um fjármál samstarfsmanns síns sem á í fjárhagsþrengingum og orðræða hans ber með sér að hann hlakkar yfir óförum annarra. Ég held líka að Gauti viti akkúrat ekkert um fjárhagsstöðu bróður míns. Síðast þegar ég vissi var kostnaður vegna þessarra tveggja málaferla kominn langt á þriðja tug milljóna og bæði þessi málaferli snúast að stórum hluta til um tjáningarfrelsi. Það er hins vegar ljóst að ennþá meiri kostnaður mun hlaðast upp.
En Gauti hefur líka sitt tjáningarfrelsi. Megi hann bulla sem mest þar sem hann vill um fjármál bróður míns svo fremi að hann virði lög um friðhelgi einstaklinga og megi hann kalla allt sem hann vill "ósannaða illmæli". Það er hins vegar spurning um hvort svona illyrmisleg umfjöllun um samstarfsmann í opinberri stofnun er sæmandi og samræmanleg við lög um réttindi og skyldur opinberra starfsmanna. Seinast þegar ég vissi var hún það ekki.
En það hefur gripið um sig einhvers konar hjarðhegðun og múgæsing hjá nokkrum hópi fræðimanna við HÍ sem úthrópa Hannes og fjalla um hann og hans verk eins og bloggarar fjölluðu um meintan morðingja hundsins Lúkasar um árið. Ég held að þeir sem eru í þessum hópi fræðimanna átti sig ekki á alvarleika sinnar orðræðu af sömu ástæðu og bloggarar ærðust í Lúkasarmálinu. Fólk spanar og æsir hvert annað upp og missir sjónar á því að hvað það er sjálft að gera. Fólki verður ekki sjálfrátt, það heldur að það sé allt í lagi að úða ógeðslegri illmælgi og meiðandi orðræðu yfir aðra. Í þessu tilviki er þetta leikvangur fáránleikans því einmitt er farið gegn Hannesi á þeim forsendum að hann hafi dirfst að fara yfir einhver manngerð mörk í skrifum sínum og orðræðu og ekki farið eftir þeim manngerðu stígum sem ævisagnaskrif eiga að fylgja. Það er hjákátlegt og grátlegt í senn ef fræðimenn átta sig ekki á því að þeir eru reknir áfram af blindri heift og þeir eru að taka Lúkasinn á samferðamann sinn og fara sjálfir yfir öll mörk velsæmis í orðræðu sinni.
Íris Ellenberger
Íris er ein af þeim sem tjáir sig á kistunni. Orð hennar stuða mig nú ekki heldur koma mér til að brosa. Íris segir:
Dómurinn er nokkuð strangur en ég er þó sammála honum að mestu leyti enda er ég mjög hlynnt gæsalöppum.
Þetta er nú ekkert fyndin setning en málið er að ég var í gærkvöldi á afmælishátíð Femínistafélagsins/ 7 ára bloggafmæli mínu og þá var sýnd verðlaunamynd úr stuttmyndasamkeppni Femínistafélagsins en Íris vann einmitt þá keppni með mynd sinni "Brjótum upp formið" sem var ansi góð og byltingarkennd , svona hugmynd um að ef þú getur ekki unnið eftir mynstrinu þá sé bara að brjóta það upp. Ég hugsa að ég eigi alltaf eftir að brosa yfir verkum Írisar í fræðunum og hugsa hvort hún muni brjóta upp formið þar.... eða bara halda sig í tryggu og öruggu skjóli innan gæsalappanna.
Kistan.is er ekki ein í illmælginni. Það var illyrmisleg umræða hjá nafnleysingjunum á malefnin.com um fjársöfnunina fyrir Hannes. Margt sem þar er sagt er þrungið mannfyrirlitningu og sumir virðast njóta þess að hlakka yfir óförum annarra. Ég get nú samt ekki gert að því að ummæli málverjans Sölku fengu mig til að brosa. Hún sagði:Væri nú ekki betra að "kenna Hannesi að veiða sinn eiginn fisk" í stað þess að "gefa honum fisk"??
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 12:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (18)
1.4.2008 | 20:17
7 ára bloggafmæli
Moggabloggið er tveggja ára í dag. Fyrsti apríl er bloggdagur Íslands því svo vill til að það er einmitt bloggafmæli mitt. Ég byrjaði að blogga á mínu einkabloggi 1. apríl 2001.
Ég held upp á bloggafmælið mitt á Thorvaldssen í Austurstræti í kvöld. Allir velkomnir í partíið.
Fyrsta bloggið mitt var Álitsgjafar Íslands
Það er svona:
Álitsgjafar Íslands
Í helgarblaði DV í gær var ein opna sem bar yfirskriftina: Álitsgjafar Íslands - fólkið sem segir okkur hvað er rétt og hvað er rangt og hvað okkur finnst. Þarna voru myndir og nöfn á 31 karlmanni og einni konu og svo smávegis texti um álitsgjafargetu hvers og eins. Mér finnst gaman að skoða myndir og ég skoðaði þessar vandlega, sá að ég kannaðist ekki við neinn nema þá sem voru með mér í skóla í gamla daga eða eru eitthvað skyldir mér. Hef reyndar áður séð þessa einu konu, hún heitir Sigrún og hennar framlag sem álitsgjafi er að sögn blaðsins það að armæðast yfir fjarveru kvenna í fjölmiðlum og ástæðum þess. Mér finnst næsta ótrúlegt að allt þetta fólk sem ég þekki lítið sem ekkert til og fylgist ekkert með hvað er að gera hafi áhrif á hvað mér finnst um hlutina.
Fjölmiðlar um fjölmiðla um fjölmiðla...
Reyndar virðist mér að í þessum hóp séu annars vegar þáttastjórnendur á hefðbundnum fjölmiðlum sem láta móðan mása um hvað þeim finnst um hitt og þetta og svo menn sem í krafti þess starfs sem þeir gegna eru alltaf spurðir þegar viss mál eru á dagskrá. Svo er það nú þannig að þegar fréttastofurnar þurfa eitthvað uppfyllingarefni milli ráðherraviðtalanna þá er oft haft viðtöl við þá sömu aftur og aftur. Svo er það líka bara góð sparnaðarleið hjá pressunni og ljósvakamiðlunum að hafa bara fréttir og viðtöl hvert um annað - forsíða DV kannski viðtal við fréttamann á RUV og svo fréttaskýringarþáttur á RUV sem er kannski endursögn á einhverju úr Mbl. Þannig geta fjölmiðlarnir fjallað mest um aðra fjölmiðla og þrengt sjónarhornið þannig að úr verður bara fjölmiðlun um fjölmiðlun um fjölmiðlun um fjölmiðlun .... fyrir fjölmiðlafólk.
Valdið sem orðræðan býr til
Það er svosem ekkert tiltökumál þó að það birtist einhver bullgrein í DV um hverjir séu álitsgjafar á Íslandi. Það er bara skemmtilegra að hafa svona skapandi skrif og blaðið leggur greinilega metnað sinn í að vera gott daglegt safn af nútímaþjóðsögum og uppspuna. Ég held að í blaðið skrifi núna helst engir nema þeir sem eru vel skólaðir í þjóðfræði og faraldsfræði kviksagna. Það er samt umhugsunarefni er að með því að segja að einhver sé álitsgjafi þá verður hann að álitsgjafa eða alla vega fær eins konar völd í krafti þess að einhver heldur að hann hafi áhrif og hamrar á því við aðra. Ef við lifðum ennþá í einangruðu samfélagi þar sem einu boðin sem berast um samfélagið væru þessi skekkta mynd sem hefðbundnir fjölmiðlar gefa af valdinu - þessi mynd sem er byggð að hluta til á óskhyggju þeirra sem ráða yfir rödd sem ómar lengra en annara um að þeirra sé mátturinn og dýrðin - þá myndum við ef til vill trúa og þannig ýta undir valdið sem orðræðan býr til. En tímarnir eru breyttir og enginn þarf nú að treysta á fjölmiðlarisa og opinberar fréttastofur sem einu rásina sem lýsir og skýrir framvindu atburða. Rödd hvers einstaklings getur hljómað og náð til þúsunda í gegnum ljósþræði Netsins en þær raddir sem þar kveða nú eru ekki samvalinn kór heldur sundurlausar og hrjúfar og stundum eins og gargandi hávaði.
Mun frásagnarstíll breytast?
Þeim fjölgar óðum sem tjá skoðanir sínar, viðhorf og flytja fréttir af tilveru sinni á Netinu. Í sumum tilvikum er það í gegnum netrit gróinna áhrifaafla - eins konar framlenging, umbreyting og útvíkkun á annarri áróðusstarfsemi en í sumum tilvikum er þetta nýtt form, tjáningarform sem Netið hefur gert mögulegt. Einstaklingar sem tjá sig og halda skrá yfir viðburði og áhrifavalda í lífi sínu. Það er næstum hlægilegt í dag að halda því fram að svoleiðis einkarásir séu ógnun við vald hefðbundinna fjölmiðla - það þarf ekki annað en leggjast um stund í að skoða þessa vefannála eða vefleiðara (weblogs) hérlendis og erlendis til að sannfærast um að um að hér er gjörbreytt fréttamat og frásagnarstíll, hér ægir saman frásögnum af persónulegri reynslu og einkalífi og útleggingum á heimsviðburðum og afkomunni hér á skerinu. Skrifin eru stundum eins og hömlulaus spuni og fara yfir öll mörk og viðmið um hvað við teljum nú sæmandi er að fjalla um í opinberri orðræðu. En getur verið að svona tegund af tjáningu eða ritun sé nær almenningi - getur verið að þarna örli á ritstíl og menningu sem mun teygja sig yfir í margs konar miðlun í framtíðinni - getur verið að framsetning frétta og frásagna í hefðbundnum fjölmiðlum í dag sé eins og steinrunnið ritmál sem hefur fjarlægst það mál sem raunverulega er talað í landinu?
Undir hulinshjálmi
Hvað sem þessum pælingum líður þá hlýtur umræða þar sem margir og mismunandi þegnar þjóðfélagsins taka þátt í að vera lýðræðilegust og reyndar líka sennilega gjöfulust því þá heyrast sem flest sjónarmið. Umræða er ekki jafnt og atkvæðagreiðsla en opinber orðræða getur skapað vald eða ýtt undir valdaleysi. Við lifum á tímum fjölbreytileikans en ekki fjöldaframleiðslunnar en það er ekki að sjá að orðræða í hefðbundnum fjölmiðlum endurspegli þá þegna sem búa í þessu landi. Margir hópar og menningarkimar eru þar ósýnilegir. Það er meira segja hægt að varpa hulinshjálmi yfir helming þjóðarinnar- allar konur - eins og gert var í DV greininni um álitsgjafana. En ef orðræðan í hefðbundnum fjölmiðlum á Íslandi í dag er eingöngu til að styrkja völd hinna innvígðu þá er ástandið síst skárra hvað varðar netmiöla. Þar er ansi einsleitur hópur einstaklinga hvað varðar kyn, aldur og aðra þætti sem núna halda úti sínum eigin fréttamiðlum eða atburðaskrám á Netinu. Það eru möguleikar fyrir alla að nota það tjáningarfrelsi sem stjórnarskráin tryggir en ennþá eru afar fáir sem nota þá.
1.4.2008 | 09:48
Stokkrósir og hjartað í krossfiskum
Ég ætti kannski að spá meira í fallandi gengi krónunnar og góðærið og velmegunina sem hvarf sviplega á Íslandi. Ég ætti kannski að hafa meiri áhyggjur af ástandinu í Tíbet. Ég ætti kannski að kynna mér betur niðurníðslu og húsatóftir í miðbæ Reykjavíkur. En ég spái nú eiginlega ekkert í þetta núna, ég horfi bara vonaraugum á öll merki um vaknandi vor á Íslandi og langar að sá fræum.
Ein af þeim jurtum sem mig langar til að sá er stokkrós (latnesk heiti Alcea rosea). Mér finnst stokkrósir minna svo á gamla tíma og sveitamenningu.
Ég hef séð víða í Kaupmannahöfn stokkrósir vaxa upp við húsgaflana eins og á þessari mynd. Ég hugsa að það myndi prýða mikið miðbæinn í Reykjavík ef fólk ræktaði stokkrósir við gangstéttirnar.
Ég á nú ekki ennþá nein fræ af stokkrósum til að sá en ég ætla að athuga hvort ég get ekki pantað svoleiðis á Netinu. Það þarf að hafa þolinmæði við ræktun fjölærra jurta, stokkrósir blómstra ekki fyrr en á öðru ári.
Það eru líka til önnur og harðgerari blóm sem geta vaxið við gangstéttabrúnir í litlum jarðvegi. Síðasta sumar safnaði ég töluverðu af fræi af vatnsbera Það eru afar falleg og harðgerð blóm sem þroska fræ á Íslandi og geta sáð sér úr görðum. Vatnsberarnir eru blaðfagrir svo þeir eru fallegir líka áður en þeir blómstra.
Ef ég hef tíma í sumar þá ætla ég að skrifa greinar á wikipedia um íslenskar jurtir eða jurtir sem þroska fræ hérna og sem ég er að gera tilraun með að rækta. Ég hef þegar skrifað grein um holtasóley og hafþyrni og svo byrjað á greinum t.d. Tíbetreynir og um ýmsar jurtir og grös sem vaxa í úthaganum eins og túnsúru. Ég rakst á ágætt rit eftir nemendur á Hvanneyri, það er
fóðurjurtakverið og það væri gaman að setja inn greinastúfa á wikipedia um allar jurtir sem þar er fjallað um. Kostur við að skrifa greinar í wikipedia er m.a. sá að þá er auðvelt að tengja í myndasafn og efni öðrum tungumálum um viðkomandi jurt. Hér er t.d. grein sem ég skrifaði um túnfífill og þar tengdi ég í Commons myndabankann í myndir af túnfíflum. Það eru 2.6 milljónir mynda í þeim myndabanka, myndir sem allar eru með frjálsu höfundarleyfi sem þýðir að það má gjarna afrita þær.
Wikipedia er afar góð í samtímaatburðum en það er líka afar gott gagnasafn í svona flokkunarkerfum lífríkisins. Það þarf samt að hafa í huga að það er engin miðstýrð ritstýring á wikipedia og greinar um jurtir eru margar skrifaðar af fólki eins og mér, fólki sem hefur ekki sérþekkingu í grasafræði. En sem betur fer þá eru margir sérfræðingar sem yfirfara greinarnar m.a. vegna þess að þeir finna þær við leit í leitarvélum og sjá augljósar villur. Það eru fleiri sem eru á vaktinni og villukemba wikipedia heldur en marga ritstýrða vefi t.d. vísindavefinn.
Ég held að það sé meinleg villa í greininni um krossfiska á vísindavefnum, í myndinni sem fylgir greininni. Ég skrifaði grein á íslensku wikipedia um krossfiska og teiknaði vektoramynd í Inkscape skýringarmynd þar sem ég studdist við vísindavefsgreinina og teiknaði náttúrulega hjartað í krossfisknum. Sú mynd var fjarlægð 50 mínútum seinna úr wikipediagreininni af einhverjum sem las wikipedia greinina. Sjá breytingasögu greinarinnar krossfiskar.
En ég er samt ekki alveg viss.
Hafa krossfiskar hjarta?
Vísindi og fræði | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
21.3.2008 | 10:56
Róbotar og sjálfvirkni og mannréttindabarátta
Í fjósum voru kýr og kálfar
mjólkuðu kýrnar sig kannski sjálfar?
þessi ljóðlína er í söngnum um hina kvenmannslausa sögu Íslendinga (texti eftir Dagný og Kristján) einum af beittum ádeilusöngvum í baráttusöngum kvennabaráttunnar. Þessi kaldhæðni texti um hinar sjálfmjólkandi kýr hljómaði vel á árunum eftir kvennafrídaginn 1975 en textinn er ekki eins grípandi í dag.
Málið er nefnilega að íslenskar kýr eru löngu farnar að mjólka sig sjálfar í róbotafjósum nútímans, þær skammta sér sjálfar fæðu úr sjálfvirkum og tölvustýrnum fóðurskömmturum og valsa um í lausagöngufjósum þar þær víkja öðru hvoru fyrir önnum köfnum róbótum sem eru þar á sveimi allan sólarhringinn að moka flórinn.
Meira segja í skúringum þar sem einu framfarir virtust á tímabili vera að moppan kom í staðinn fyrir skúringakústinn eru núna komnir róbotar, ég get ekki beðið þangað til ég er komin með einn svona til að skúra gólfin hjá mér
Þessi tími sem við lifum á núna þar sem allt er tengt saman og getur verið tölvustýrt á þráðlausan hátt mun örugglega ýta fremar undir svona sjálfvirkni og stýringar. Vonandi verður þetta tækni sem nýtist okkur öllum, tækni þar sem venjulegt fólk getur stýrt umhverfi sínu og létt sér verkin.
Eitt sniðugt verkfæri fyrir krakka til að læra forritun er forritunarmálið Scratch en því má hlaða niður ókeypis á http://scratch.mit.edu Þetta forritunarmál hentar krökkum alveg frá 8 ára aldri og fullorðnir hafa líka gaman að þessu. Þetta er svona myndræn forrit sem höfðar vel til þeirra sem vilja nota tölvur í alls konar skapandi og listrænnar iðju.
Í fyrradag var ég að skoða með nemendum mínum hvernig við getum kynnt fyrir ungum börnum ýmis konar stýringar og skynjara með aðstoð Scratch. Við notuðum Scratchboard (sjá mynd hér til hliðar) en það eru tölvuspjöld sem hægt er að kaupa (kosta 20 dollara stykkið) og þau tengjast gegnum USB tengi við tölvur. Þetta er afar einfalt verkfæri og virkaði mjög vel, það var hægt fyrir unga krakka að forrita þannig fígúrur á skjánum að þær bregðast við hljóði og birtu og ýmis konar rofum. Ég held að það sé nauðsynleg færni fyrir börn í dag að læra að forrita ýmis konar sjálfvirkni. Sennilega á vinnuumhverfi barna í dag í framtíðinni eftir að verða þannig að þau verða að fylgjast með, vakta og forrita ýmis konar sjálfvirkni í umhverfi sínu.
Eins og með alls konar tækni þá er hægt að nota hana til að gera líf okkar betra og jafna lífskjörin. Það á fyrir okkur öllum að liggja að verða eldri og ef við náum háum aldri þá er alveg öruggt að við höfum ekki sömu krafta og orku og í dag. Það eru fáir sem hafa eins mikinn hag af því að tækni í samfélaginu sé nýtt á sanngjarnan og uppbyggjandi hátt eins og þeir sem eru á miðjum aldri og horfa fram á að verða aldraðir og ef til vill farlama í framtíðinni. Hvernig getur tækni og sjálfvirkni í daglega lífinu hjálpað þessum hópi að stýra aðstæðum sínum?
En því miður er heimurinn þannig að tæknin er oft notuð til að eyðileggja og í hernaðartilgangi, sjá þessa grein í Wired Build your own war bot
Ég held að einn liður í mannréttindabaráttu nútímans og í því að búa til veröld sem ég vil sé að reyna að beina notkun á tækni í farvegi sem gera líf fólks einfaldara og bæta lífsgæði. Hvernig við notum tækni og sjálfvirkni og hvernig aðgengi allra jarðarbúa er háttað að þekkingu og færni til slíks er mikið mannréttindamál.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:16 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
19.3.2008 | 18:14
Prófa Gcast podcast
Tæknistöff. Eins og ég sé ekki búin að prófa nógu mikið af þessum podcastsvæðum.
Pirrandi að podcastið kemur ekki strax fram.
Íslenskir stafir virka ekki.
Subscribe Free
Add to my Page
Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 18:33 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
19.3.2008 | 10:17
Dónalegur borgarstjóri
Óskar Bergsson borgarfulltrúi okkar Framsóknarmanna hefur haldið uppi málefnalegri gagnrýni á vinnubrögð núverandi borgarstjórnarmeirihluta, sérstaklega hvernig óheyrilega var bruðlað með almannafé við uppkaup á húsum og kastað fyrir róða öllum vinnubrögðum góðrar stjórnsýslu þegar Sjálfstæðismenn notuðu fé borgarbúa eins og spilapeninga þegar Ólafur Magnússon var ginntur til liðs við borgarstjórnarflokk Sjálfstæðismanna.
Ólafur borgarstjóri tekur hins vegar málefnalegri gagnrýni og spurningum Óskars ekki vel. Hann sýndi Óskari dónaskap og yfirgang í orðum en hefur nú sem betur fer séð að sér og dregið til baka ummæli sín. Ólafur Magnússon er góður maður og enginn efast um hugsjónir hans að vernda minjar um sögu Reykjavíkur. Það er vissulega mikilvægt fyrir okkur öll að farið sé að gát við umhverfismál og að ekki sé brotið allt og bramlað sem minnir á forna tíð. En Reykjavík er ekki eingöngu minjasafn um forna tíð heldur athafnasetur og höfuðborg ríkis sem á mikið undir samskiptum sínum við aðrar þjóðir og að infrastrúktúr hérna sé svo góður að fólk vilji búa hérna og starfa. Ólafur Magnússon er ekki góður borgarstjóri þegar litið er til stóru málanna sem munu skipta máli um hvort Reykjavík verður kraftmikið athafnasvæði og þekkingarsetur.
Það er bara sorglegt að í forsvari í Reykjavíkurborg sé maður sem hefur svona þrönga sýn og einstrengingslega sýn á hlutverk borgar eins og Ólafur og sem getur ekki tekið þátt í fundum án þess að sýna þeim sem tala af einhverri skynsemi dónaskap.
Sjá hérna:
Vandaðri stjórnsýslu gefið langt nef
frá hrifla.is:
18. mars 2008 Borgarstjórnarflokkur framsóknarmanna
Borgarstjóri dregur til baka ummæli sín um borgarfulltrúa Framsóknarflokksins
Í upphafi borgarstjórnarfundar í dag kvað Ólafur F. Magnússon, borgarstjóri, sér hljóðs og dró til baka fyrri ummæli sín um Óskar Bergsson borgarfulltrúa Framsóknarflokksins frá síðasta fundi borgarstjórnar Reykjavíkur. Ummæli þessi féllu eftir að borgarfulltrúi Framsóknarflokksins beindi fyrirspurnum til borgarstjóra varðandi aðkomu aðstoðarmanns hans að deiliskipulagsvinnu við Laugaveg, og voru ummælin á þann veg að borgarstjórn setti niður með nærveru Óskars.
Í ræðu borgarstjóra í dag segir að fyrirspurnin hafi komið honum á óvart, orðaskiptin í kjölfarið hafi verið nokkuð hvöss og þar hafi fallið orð sem hefðu betur verið látin ósögð. Einnig að í þeim hafi falist yfirlýsingar sem borgarstjóri hefði ekki viljað láta falla um persónu annars borgarfulltrúa.
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2008 | 19:08
Afganistan fyrir fimm árum
Núna er Ingibjörg Sólrún utanríkisráðherra í heimsókn hjá ISAF í Afganistan. Magnús var í Afganistan hjá ISAF fyrir fimm árum og ég setti bréfin hans á bloggið afganistan.blogspot.com
Það er áhugavert að spá í hvað hefur breyst á fimm árum. Vonandi hefur menntun barna breyst mikið og ungbarnadauði minnkað. Fyrir fimm árum þá var mikil endurbygging í skólakerfinu og þá var í fyrsta skipti í langan tíma sem stúlkum bauðst að fara í skóla og læra.
Hér eru nokkrar myndasíður með myndum sem Magnús tók fyrir fimm árum:
Hér eru krakkar fyrir framan skóla sem var verið að endurbyggja
Öll Kabúl var sundurskotin, hér er sundursprengt hús notað sem birgðageymsla fyrir teppasala.
Hér er mynd af því þegar friðargæsluliðar voru að dreifa umframbirgðum af mat í garði í Kabúl.
Hér er mynd af krökkum á barnaheimili við kvennafangelsi
Hér er mynd af krökkum úr fátæku hverfi í Kabúl. Þar býr fólk af mörgum þjóðflokkum
Landið er er eitt risastórt stríðsminjasafn, alls staðar merki um umsátur Sovétmanna og svo Bandaríkjamanna.
Sums staðar fór skólahald fram úti undir berum himni.
Hér eru stúlkur í skóla.
Önnur mynd úr stúlknaskóla. Ekki hafa allir borð og stóla.
Hér er mynd úr stúlknaskóla úr frímínútum. Skólar voru flestir þrísetnir og oft kennt í tjöldum á skólalóð.
![]() |
Ingibjörg Sólrún í Afganistan |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:09 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
17.3.2008 | 10:25
Fátækari í morgun
Æ,æ, æ. Það virkilega svíður undan þessu. Ég kíki á mbl.is og sé að ég er orðin miklu fátækari og kaupið mitt hefur verið lækkað um nokkur prósent í dag mælt í evrum og dollurum. Nú er dollaragengið 74 krónur. Það var innan við 60 fyrir nokkrum vikum. Það er verst að geta ekkert gert í þessu þó maður hafi náttúrulega séð þetta koma.
Ég hugga mig þó við að við höfum verið varkár og erum ekki með mikil lán. Það er gífurlega alvarleg staða hjá ungu fólki sem hefur nýlega fest sér húsnæði, hugsanlega með 100% láni. Núna er líklegt að húsnæðisverð hrynji og margir skuldi meira en þeir eiga í húsnæðinu. Það getur farið saman að húsnæðisverð lækki og afborganir af lánum hækki mjög mikið vegna þess að þau eru vísitölutryggð eða gengistryggð.
Ég held að það sé ekki hægt að halda úti svona litlum gjaldmiðli eins og krónunni og til langs tíma þá kemur það almenningi á Íslandi best að tengjast stærri efnahagsheildum með því að Ísland gangi í Efnahagsbandalagið svo fremi sem samningar nást um fiskveiðimálin. Það hefur hins vegar það í för með sér að stjórnvöld geta ekki notað gengisskráningu sem hagstjórnartæki eins og þau eru að gera núna.
![]() |
Gengi krónunnar lækkar um 5% |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
15.3.2008 | 17:04
Stóra slömmið Reykjavík
Þessa mynd tók ég fyrir utan minn vinnustað í gær af vorinu í Reykjavík - af hinu venjulega reykvíska vori þegar plastdræsublómin blómstra á trjám og runnum.
Þegar þú ekur um þéttbýli erlendis hvernig veistu hvernær þú ert kominn inn í slömm og verstu hverfin í borgunum? Það er eitt nokkuð óbrigðult merki, það er þegar allt umhverfið ber með sér að fólki sé sama um umhverfið og þegar draslið og úrgangurinn fýkur um allt. Á hverju ári þegar snjóa leysir í Reykjavík þá lítur stór hluti af Reykjavík og þá sérstaklega atvinnuhverfin og ræmurnar meðfram vegunum út eins og risastór slömm. Húsin eru falleg og nýleg en allt í kringum þau flýtur og feykist til draslið sem enginn virðist taka eftir og sem enginn virðist bera ábyrgð á að hreinsa. Núna í mars eru næstum þrír mánuðir þangað til skólakrakkarnir koma í hreinsunarvinnu hjá borginni. Á allt að vera fljótandi í drasli þangað til? Ég hvet fólk sem keyrir upp Ártúnsbrekkuna að líta í kringum sig á vegakantana og meta hvort þetta er í lagi. Ég hef oft áður vakið athygli á ruslinu í Reykjavík, hér er myndasyrpan mín um það.
Umhverfismál eru mikið í tísku og Reykjavíkurborg styður við ýmislegt varðandi umhverfismál svo sem græn skref í Reykjavík og náttúruskóla í Reykjavík og vistvæna bíla og styrkir nemendur til að ferðast í almenningsfarartækjum.
Það sem mér finnst sorglegast er að ástandið er víða svona í kringum opinberar stofnanir og skóla. Hvernig er hægt að kenna börnum og ungmennum að umgangast umhverfi sitt af virðingu ef þeim er jafnframt kennt að loka augunum fyrir drasli sem alls staðar flýtur.