Youtube uppfinning ársins samkvæmt Time

Youtube er í tísku núna. Ég er búin að vera þar notandi nánast frá því að það opnaði og heilmikið unnið í að sjá til þess að stóru risarnir gleyptu ekki það vefsetur. Ég hef sett inn um fimmtíu stuttmyndir sem ég hef sjálf gerð inn á Youtube. Hér er listi yfir mínar stuttmyndir

Reyndar er það sem ég geri mikið svokallað skjávarp (screencast) þannig að ég er að taka upp það sem gerist á tölvuskjánum en ég hef líka tekið myndir af götunni t.d. af betlarabörnum og götuvændi í Barcelona. Sumar af stuttmyndunum mínum hafa verið skoðaðar mörg þúsund sinnum, önnur stuttmyndin af götuvændi í Barcelona hefur verið skoðuð yfir 20 þúsund sinnum. 

 En flestir það eru miklu fleiri sem skoða efni á youtube heldur en sem setja inn efni þar.  Ég reyni að setja flestar mínar stuttmyndir á youtube vegna þess að þá er svo auðvelt að líma þær inn á blogg og þess háttar.

Hér er myndin mín af betlarabörnum og mæðrum þeirra. Hún hefur nú verið skoðuð um 2300 sinnum.

 

 

Þessi frétt er núna á mbl.is : 

Time velur YouTube uppfinningu ársins

Vefsetrið YouTube, þar sem notendur geta deilt myndskeiðum með öðrum, hefur verið valið uppfinning ársins af tímaritinu Time, og sló þar með við uppgötvun á bóluefni gegn kynsjúkdómi er veldur krabbameini, og skyrtu sem líkir eftir faðmlagi.

Segir Time að umfang og skyndilegar vinsældir YouTube hafi valdið gerbreytingu á dreifingu upplýsinga á netinu. Samkvæmt mælingum Nielsen NetRatings voru gestir á YouTube í september 27,6 milljónir.

 


Wikispaces fyrir kennara - skjákennsla

Um þessar mundir býður vefþjónustan wikispaces.com kennurum og nemendum  upp á ókeypis wiki án auglýsinga. Hægt að láta þessi wikisvæði vera lokuð fyrir aðra en áskrifendur eða alveg galopin. Þetta er mjög gott wikikerfi og  ágætt fyrir kennara  og kennaranema að prófa að skrifa inn í svona kerfi.  Ég skráði t.d. svæðið nkn.wikispaces.com og bjó til skjákennslu sem sýnir hvernig maður býr til síðu og setur inn texta, tengingar og myndir.

þetta er innan við þrjár mínútur.

Skrifað á veggi í Barcelona

Í fyrrasumar tók ég nokkur vídeóklipp af því sem fyrir augun bar. Ég nota bara lítla stafrænu ljósmyndavélina mína. Hérna er 2 mín. stuttmynd sem ég setti saman úr vídeóklippum og ljósmyndum sem ég tók sjálf og svo fann ég tónlist á Creativecommons.org til að halda mig aðeins við efni sem ég má fjölfalda og nota. Ég gerði líka nokkrar tilraunir með titilglærur. 

 Vídeóið er frá hverfinu Raval í Barcelona, þar er slatti af húsum sem nú er verið að rífa og rétt áður þá blómstra göturnar þegar graffitilistamennirnir skreyta rústirnar.

 


Að skrifa greinar um fólk í íslensku wikipedia

Wikipedia - Greinar um fólk

Þessi skjákennsla sýnir hvernig maður gerir greinar um fólk á íslensku wikipediu. Íslenska wikipedia er á slóðinni is.wikipedia.org. Það eru núna komnar um 12 þúsund greinar í íslensku wikipedíu en það viktar nú ekki mikið miðað við ensku útgáfuna sem hefur yfir milljón greinar. En mjór er mikils vísir.

Go open source

Prófun á að líma inn vídeó frá Google video Ég fer á video.google.com og finn vídeó sem ég ætla að líma inn og lími inn kóðann, ég geri það með að smella á Blog og svo á Embed HTML og líma þann kóða inn í minni. Svo fer svo í stjórnborðið á blog.is og smelli þar á þar að nota HTML ham og lími inn kóðann og smelli svo á nota grafískan ham. Hér er vídeóið með Lessig að tala um hugverkaréttindi. Það veitir nú ekki af að fólk hlusti á hann.

Jumpcut - Iceland 2006

English: Here I am trying out jumpcut.com which is online videoeditor where you can edit your own videoclips (photos, audio and clips) and also remix other people clips. It is like Moviemaker but has more features and is totally online - and the best thing is this REMIX feature.

Icelandic: Hér er ég að prófa Jumpcut sem er vefþjónusta þar sem hægt er að setja saman stuttmyndir úr myndum, hljóðskrám og myndskeiðum. Það er líka hægt að endurblanda (remix) því sem aðrir hafa gert í eitthvað nýtt.


Engin fyrirsögn

Are You Blogging This?

Hér er skemmtilegt lag um blogg "Are you blogging this?"

Engin fyrirsögn

Blogg í viðskiptum

Þessi skjásýning fjallar um blogg í viðskiptum.

Engin fyrirsögn

Elgg leiðbeiningar 2 hluti - Samfélög í Elgg

Sýnikennsla um "Your Network" í Elgg.khi.is

Prófa að setja inn vídeó

Ég las að maður gæti núna sett inn vídeóklipp á blog.is og ég er að prófa að setja inn youtube videó.

Byrja á að smella á nota HTML-ham og lími svo inn kóðann.


 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband