Bloggfærslur mánaðarins, maí 2009
1.5.2009 | 13:28
Borgaralega skylda, ekki brottrekstrarsök!
Ég hef oftast farið niður í gönguna á 1. maí, báðar dætur eru aldar upp þannig að maígangan var einn af viðburðum ársins. Síðustu árin hef ég tekið mynd af göngunni, sérstaklega af þeim skiltum sem haldið er á lofti hverju sinni og svo gerði ég líka vef um 1. maí.
Ég man eftir að ein af skemmtunum varðandi gönguna var að velja skilti til að ganga undir. Þegar Kristín Helga sem núna er 1. ára var eins eða tveggja ára þá man ég að við völdum að ganga undir skiltinu "Gefum ekki ríkisfyrirtækin". Ég man það vegna þess að það birtist mynd af okkur í göngunni með Kristínu Helgu í einhverju verkalýðsblaði, sennilega BSRB tíðindum.
Núna fylgir með Morgunblaðinu í dag blað frá öðru verkalýðsfélagi. Það er blað ASÍ, tímarit Alþýðusamband Íslands og á fremstu síðu er ávarp forseta ASÍ Gylfa Arnbjörnssonar. Grein hans sem er heilsíðugrein með stórri mynd af honum ber yfirskriftina "Byggjum réttlátt þjóðfélag"
Fyrir mér er þessi grein og mynd af Gylfa Arnbjörnssyni jafnömurleg og auglýsingin frá Sjálfstæðisflokknum um trausta efnahagsstjórn, þetta er jafnmikil skrumskæling á veruleikanum. Grein Gylfa er einhvers konar auglýsing frá Samfylkingunni og lofgjörð um Evru og svo þjónkun við ríkjandi stjórnvöld. Greinin klikkir út með að segja um ástandið á Íslandi í dag:
"Lífskjör eru hér betri en víðast hvar á byggðu bóli, atvinnuleysi sáralítið og mannlíf allt í blóma. Verkalýðshreyfingin á sinn stóra þátt í því að Ísland er jafn góður staður að búa á og raun ber vitni".
Á hvaða plánetu er þessi maður?
Og talandi um það sem yfirskrift greinar hans "Byggjum réttlátt þjóðfélag" hvernig getur þessi maður litið frama í íslenska þjóð eftir að hann rak starfsmann ASÍ Vigdísi Hauksdóttur þegar hún tók sæti á lista okkar Framsóknarmanna fyrir nýafstaðnar Alþingiskosningar. Það var skorað á Vigdísi að gefa kost á sér á listann og hún var kosinn með meirihluta atkvæða á kjördæmaráðsfundi okkar. Ástandið var þannig að Framsóknarflokkurinn hafði ekki neina þingmenn í Reykjavíkurkjördæmunum og fyrir hálfu öðru ári var fylgi Framsóknarflokksins að mælast í 2 % í Reykjavík. Það var svo sannarlega ekki miklar líkur að sæti Vigdísar á framboðslistandum tryggði þingsæti. Vigdís mun hafa beðið um launalaust leyfi en þá fengið þau svör að það að hún tæki sæti á listanum jafngilti uppsögn.
Hvernig skýrir Gylfi Arnbjörnsson aðkomu sínu að brottrekstri Vigdísar Hauksdóttur úr starfi frá ASí vegna þess að hún kaus að taka þátt í stjórnmálum? Hvernig getur hann horft framan í íslenskan almenning og logið að okkur. Logið að okkur um ástandið á Íslandi og logið að okkur að hann sé að byggja upp réttlátt þjóðfélag.
Réttlátt þjóðfélag er þjóðfélag þar sem almenningur tekur þátt í stjórnun landsins og reynir að hafa árhrif og þar sem það er borgaraleg skylda að leggja því lið, ekki brottrekstrarsök.
Bæturnar misnotaðar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)