Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2007

Lífsval ehf og síðasta galdrabrenna á Íslandi

Arngerðareyri Ísafjarðardjúp

Skrýtni kastalinn sem blasir við í Ísafjarðardjúpi langt frá allri annarri byggð heitir Arngerðareyri. þar voru einu sinni mikil umsvif. Þar var ferjustaður og þar var hótel. Sennilega var þar líka verslun, alla vega las ég að kastalinn  var bústaður útibússtjóra Ásgeirsverslunar. Síðasta galdrabrennan á Íslandi fór fram árið 1683 á Arngerðareyri.

Núna mun Arngerðareyri vera í eign fyrirtækisins Lífsvals ehf en það er fyrirtæki sem kaupir upp jarðir. Lífsval mun eiga á annað hundrað jarða og reka stórbú m.a. í Skriðufelli í Jökulsárhlíð og á Ytrafelli í Eyjafirði og stefna að því að reka kúabú með 500 kúm Flatey á Mýrum. Lífsval rekur að ég held líka fjárbú. 

Það er umhugsunarefni  núna þegar  búskapur á Íslandi er að verða verksmiðjuframleiðsla  í stórbúum sem eru í eigu aðila sem ekki vinna sjálfir við búskapinn  hvort beingreiðslur á mjólkurlítra og lambakjöt eigi nokkurn rétt á sér. Fyrir hvern og hvers vegna er verið að niðurgreiða  mjólk og kjöt? Það eru alla vega ekki skynsamlegt út frá byggðasjónarmiðum að hafa núverandi hátt á. 

Hins vegar er sennilegt að langtímahagsmunir sem ekki eru tengdir núverandi notkun jarða í landbúnaði ráði ferðinni í hvaða jarðir fjárfestar hafa áhuga á. Þannig er sennilegt að verið sé að kaupa upp jarðir núna vegna ýmissa réttinda m.a. vegna legu að sjó eða vegna mögulegra virkjanakosta.   

Anna skrifaði nýlega hugleiðingu um þetta : Uppkaup á landi og miðum 

Hvers vegna ætli Lífsval ehf hafi keypt Arngerðareyri?  Hvenær ætli húsið verði gert upp? Eða er það bara flottara eins og það er, eyðilegt og minnir á galdra.


Þorp sem ekki eru merkt inn á kortið

Garðstaðir við Ísafjarðardjúp

Séð frá þjóðveginum er  fallegt að líta yfir Garðstaði við Ísafjarðardjúp, mér skilst að þar sé hinsti samastaður 500-600 bíla. Í fjarska er eins og maður sé að horfa yfir byggð, eitthvert þorp sem einhverra hluta vegna er ekki merkt inn á kortið. 

En nágrannarnir eru víst ekki allir ánægðir og sjá ekki sama og ég sé. Það er erfitt að sjá fegurðina í drasli nágrannans.  Næsti bær er Ögur og þar er haldið víðfrægt Ögurball á hverju ári. 


"Þegar að ég komst aftur til meðvitundar sá ég að ég hafði engar fætur"

Pólski verkamaðurinn Ireneusz Gluchowski er í hópi þeirra þúsunda erlendra verkamanna sem leitað hafa gæfunnar í efnahagsuppsveiflunni á Íslandi. Hann kom hingað stálhraustur í vinnu hjá íslensku verktakafyrirtæki. En Ireneusz  missti báða fætur og vantar enn nýra

Sögu Ireneusz má lesa í Fréttablaði Eflingar í febrúar 2006 en hér er brot úr þeirri sögu:

Undir lok júní 2005 gerast þeir atburðir sem leiddu til örkumla Irenusz, en þá voru Jarðvélamenn að vinna við framkvæmdir skammt frá Akranesi.


„Ég vann ekki langt frá Akranesi uppi í fjöllum. Ég vann við að steypa sökkla og koma fyrir stögum undir rafmagnsstaura, en þann 20. júní vorum við fluttir á annan stað. Þá bjuggum við í gömlum skóla en vorum á hverjum degi keyrðir um 15 kílómetra upp á fjöll þar sem við unnum,“ segir Ireneusz. Um það bil 25. eða 26. júní varð Ireneusz fyrir vinnuslysi sem leiddi til þess að hann fékk sár á hendur, sem blæddi úr. Ekki var tilkynnt um atvikið, enda ólíklegt að á þeim tíma hafi verið litið á þetta sem alvarlegt atvik.

Veiktist hastarlega
Hins vegar veiktist Ireneusz hastarlega 29. júní. „Í enda júní komu notaðir gámar sem átti að nýta undir vinnubúðir. Gámarnir voru fullir af drasli, t.d. flöskum, blöðum, spýtum og fleira. Ég og tveir aðrir starfsmenn vorum settir í að þrífa gámana og gera þá íbúðarhæfa. Við byrjuðum að koma matsalnum í stand, þar sem að ég þreif m.a. ísskáp sem innihélt gamlar matarleifar. Ég þreif líka aðra skápa og bakaraofn.“
Þann 29.júní leið honum skyndilega illa, í hádegismatnum og hélt að hann væri haldinn flensu, þannig hafi einkennin verið. „Ég sagði verkstjóra mínum að mér liði mjög illa og að ég treysti mér ekki til að vinna meira þann dag. Eftir þetta samtal sagði verkstjórinn mér að fara niður í skólann þar sem að við bjuggum. Samstarfsmaður minn skutlaði mér í skólann og ég fór að sofa. Um klukka fjögur síðdegis vakti annar samstarfsmaður mig og sagði mér að hann og tveir aðrir starfsmenn ætluðu til Reykjavíkur og að ég yrði að fara með. Það væri ákvörðun verkstjórans.“

Skelfingu lostinn
Samstarfsmennirnir óku Ireneusz heim í Barmahlíðina, þar sem hann lagðist til svefns. „Ég vaknaði um sexleytið og varð skelfingu lostinn þegar ég sá að hendur mínar og fætur voru svartar. Þá gerði ég mér grein fyrir því að ég væri ekki bara með flensu. Ég notaði mína síðustu krafta til að fara til nágranna míns á hæðinni fyrir ofan og bað hann um að hringja á sjúkrabíl. Eftir stutta stund kom sjúkrabíll og keyrði mig á spítala, en mér leið allan tímann mjög illa.“ Eftir komuna á spítalann man hann að hann fékk súrefnisgrímu og sprautu og að síðan hafi hann sofnað. „Ég vaknaði aft ur meira en tveimur mánuðum seinna eða í byrjun september. Þegar að ég komst aftur til meðvitundar sá é að ég hafði engar fætur.“
---

Ireneusz vaknaði sem fyrr segir upp við þann hrylling í byrjun september að vera fótalaus báðum megin fyrir neðan hné, en auk þess varð ann að nýrað óvirkt, heyrn horfin af vinstra eyra og hægra eyrað aðeins með hálfa heyrn, en fyrir þessa atburði var Ireneusz að eigin sögn stálhraustur.


Sól í Bolungarvík

Nú sitjum við í sólinni út á palli hjá systur minni á Hanhóli, það var grillveisla hjá henni. Hér er mynd af Ástu við matarborðið og Ingu að grilla. Við erum að fara að leggja á stað suður. 071

Í dag erum við búin að fara í listasmiðjuna hérna í Bolungarvík og vorum að skera þar gler. Ég skar þrenn pör af vængjum fyrir engla eða vængjuð dýr sem ég hyggst gera seinna úr leir. Það er alltaf gott að birgja sig upp af vængjum. Hér eru tvær myndir úr listasmiðjunni.  025 

024

Við fórum líka í sundlaugina í Bolungarvík, hér er mynd af hluta af hópnum fyrir utan listasmiðjuna. Grunnskólinn er hinum megin við götuna og þar er sundhöllin. Þar er verið að byggja vatnsrennibraut svo það verður fjör hjá krökkunum í Bolungarvík á næstunni. 033

Við Ásta keyrðum líka um Bolungarvík og ég tók myndir m.a. af grjótgarðinum við höfnina. 

Í gær fórum við á Ísafjörð og fórum á málþing í Edinborgarhúsinu en það var verið að opna Nýsköpunarmiðstöð Íslands þar. Svo fengum við okkur að borða í kaffihúsinu þar og gengum um miðbæinn.

Hér er stutt vídeó af senum sem ég tók í Bolungarvík í gær, ég tók myndir af því sem mér fannst fallegt en stundum er það reyndar ruslið sem heillar mig mest. Sérstaklega er ég hrifin af gámum og ryðguðu járni.


Bolvíkingar að beita

Ég fylgdist með hvernig Bolvíkingar beita í gær. Hér eru nokkrar myndir og stutt vídeó af handtökunum

023

 027

019

 


« Fyrri síða

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband