Bloggfærslur mánaðarins, október 2007
5.10.2007 | 10:42
Rödd óbreytta Framsóknarmannsins
Ég held ódeig áfram við það markmið mitt að bæta innviði og grasrótarstarf Framsóknarflokksins. Þessi hugsjónabarátta mín hefur þó ekki skilað neinum árangri hingað til og reyndar oft orðið til þess að ég verð fyrir hnútuköstum annars vegar frá hollum Framsóknarmönnum sem finnst ég ekkert eiga með að gagnrýna og benda á það sem miður fer, ég eigi bara að vera stilllt og mæra og lofa foringjana og tala fallega um allt sem Framsókn hefur staðið að og hins vegar frá fólki utan Framsóknarflokksins sem finnst Framsóknarflokkurinn vera samsafn af óþjóðalýð sem hafi spillst svo af setu við kjötkatlana að honum sé ekki viðbjargandi.
Það er ekki alltaf þannig að úrslit kosninga ráði hvernig stjórn er mynduð og það er ekki víst að mestu sigurvegarnir setjist í stjórn. Það er ein leið í stjórnmálabaráttu að breyta flokkum innanfrá. Sú leið er hins vegar torsótt ef það eru hagsmunir einhverra að stjórnmálaflokkur breytist ekki.
Ég er ekki sátt við það sem borgarstjórn er að aðhafast þessa daganna í orkumálum, ég fatta ekki hvernig veitufyrirtæki í almannaeigu getur staðið svona að málum og ég hef bæði skrifað bæði Birni Inga oddvita okkar í borgarstjórn og fulltrúa í stjórn OR og póstaði áðan þetta bréf á umræðupóstlista Framsóknarmanna;
Ágætir framsóknarmenn,
Er ég ein um að hafa áhyggjur af því hvað er að gerast í borgarstjórn Reykjavíkur sb. þá umfjöllun sem er núna í fréttum? Ég velti því fyrir mér hvaða farvegur er innan framsóknarflokksins til þess að við óbreyttir flokksmenn getum fræðst um og komið sjónarmiðum okkar á framfæri.
Ég held að það sé einn meginveikleiki Framsóknarflokksins í Reykjavík (a.m.k.í Reykjavík norður þar sem ég þekki best til) að grasrótin er alveg óvirk og ekki farvegur til að ræða málin.
Ég sendi þetta bréf líka til oddvita okkar í borgarstjórns Björns Inga Rafnssonar með ósk um að þessi Reykjavik Energy Invest og Geysis Green Engergy verði rædd á vettvangi Framsóknarflokksins í Reykjavík og við frædd um hvers vegna Framsóknarflokkurinn tekur þátt í afgreiðslu með þessum hætti.
bestu kveðjur
Salvör Gissurardóttir
Framsóknarmaður í Reykjavík
Vilja fara með Orkuveitufund fyrir dómstóla | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)