2.11.2009 | 16:07
Lilja Mósesdóttir vill ekki veðsetja íslensk börn
Þó ég sé flokksbundin í Framsóknarflokknum og hafi verið í framboði fyrir síðustu Alþingiskosningar en ég var þar í fjórða sæti í Reykjavík Suður og er núna stoltur vara-vara-vara hennar Vigdísar Hauksdóttur þá hika ég ekkert við að hrósa þingmönnum úr öðrum flokkum. Þar eru margir eins frábærir og hún Vigdís. Það eru nokkrir þingmenn úr öðrum flokkum sem ég ber sérstaklega mikið traust til og Lilja Mósesdóttir er ein af þeim. Hún er eins og ég vildi óska þess að sem flestir þingmenn væru, hún veit mjög vel um hvað málið snýst, hún er fræðimaður sem í mörg ár var fjarri hringiðu stjórnmálanna en hún reis upp eins og við mörg önnur þegar allt var komið í óefni á Íslandi. Lilja Mósesdóttir er fulltrúi okkar Austurvellinga í sölum Alþingis.
Ríkistjórnin sem hrökklaðist frá völdum í byrjun ársins var vanhæf en við sem höfum þekkingu og reynslu og skiljum hvað er að gerast eigum ekki að horfa aðgerðarlaus upp á ástandið fara úr illu í verra, við eigum ekki að horfa upp á stjórnvöld lama sjálfa sig og alla íslensku þjóðina í örvæntingarfullri tilraun til að mæta utanaðkomandi stjórnmálaþrýstingi á að bjarga fjölþjóðlegu fjármálakerfi sem er ekki viðbjargandi.
Við eigum ekki að horfa þögul og ráðlaus á þegar íslensk alþýða er svipt framtíð sinni í trylltri leit fjárfesta að skjóli og festingum fyrir fé sitt. Við eigum að horfast í augu við að núna er tími til að skoða kosti eins og Debt moratorium en núna er ekki tími til að hegða sér eins og Saxhólsfjölskyldan sem veðsetti börnin sín, núna á íslenska ríkið ekki að veðsetja sín börn.
Getur ekki samþykkt Icesave | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 16:09 | Facebook
Athugasemdir
Af hverju gengur ykkur svona illa að skilja að Icesave voru innlánsreikningar saklauss fólks. Í mörgum tilfellum ævisparnaður. Icesave var í útibúum í Englandi og Hollandi og var þarmeð undir íslenskri lögsögu. Með neyðarlögunum var lögfest mismunun og til að forða meiri skaða þá skrifuðu íslensk stjórnvöld undir þennan samning. Þetta snýst ekkert um alþjóðlega fjármálakerfið nema að því leyti að sparnaður og innlán er hornsteinn bankastarfsemi, án innlána ,engir bankar.
En þetta hefur allt komið fram ótal sinnum svo ég veit ekki alveg hvar meinlokan liggur í málflutningi andófsmanna. Er ekki nóg að erlendir bankar töpuðu 12 þúsund milljörðum á íslenska bankahruninu? Eigum við líka að leyfa Landsbankanum að komast upp með að stela úr sparibaukum Breta og Hollendinga? Nei, allir virðast viðurkenna greiðsluskylduna en vilja bara ekki þennan samning!! óskiljanlegt
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.11.2009 kl. 18:36
Jóhannes - þetta fólk hefur þegar fengið greitt, frá eigin stjórnvöldum.
Ég veit ekki, hvað fólki eins og þér, gengur til að tyggja þetta aftur og aftur, þegar ykku hefur svo margsinnis verið svarað. Eins og sumir hafi annað hvort kíkinn fyrir blinda auganu, eða kjósi einungis að heyra þ.s. þeir vilja.
Kostnaður ísl. skattgreiðenda, er þegar orðinn umtalsvert hærri en kostnaður breskra og hollenskra skattgreiðenda, verður þó svo að bresk og hollensk stjórnvöld sitji eftir með allann reikninginn. Mér sýnist, að ísl. skattgreiðendum, sé refsað alveg yfrið nóg, með þeim byrðum sem þeir munu þurfa að axla þannig að í því felist alveg kappnóg lexía - þannig séð - að Icesave slepptu.
Okkar helsta framlag, verður að vera sjálf rannsóknin, og um hana eigum við að hafa fullt samstarf við bresk og hollensk stj.v. En, í því að forfæra hagsmuni okkar framtíðar kynslóða, framkallar enga aukningu á réttlæti, né er það syðferðislega verjandi.
-----------------------
Salvör - tek undir hvert einasta orð.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.11.2009 kl. 19:25
Einar Björn, hvurs lags rakalaus þvættingur er þetta Þessa lágkúru hef ég nú aldrei heyrt setta fram áður. Allir nema þá þú viðurkenna bótaskyldu. Og vera að barma sér yfir afleiðingum okkar eigin heimsku og ábyrgðarleysis og telja það einhver rök fyrir að borga ekki er fáheyrður aumingjaskapur og efast ég um að þú finnir nokkurn stuðningsmann fyrir þessari skoðun
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.11.2009 kl. 20:31
Ég veit ekki hvernig á að taka svona löguðu:
Ég held augljóslega, sé ég ekki að vaða neina villu.
Þú verður að rökstyðja villu mína með einhverju öðru, en fúkyrðum, ef þú hefur til þess manndóm.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.11.2009 kl. 21:29
Bendi á þetta áhugaverða viðtal:
http://www.inntv.is/index.php?option=com_n-thattur&do=watch&vid=1455&id=51&Itemid=27
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 2.11.2009 kl. 21:48
Einar Björn, ef þú ert að senda eða líma inn langar slóðir þá bendi ég þér á að nota vefinn til að stytta
http://bit.ly
þessi slóð verður þá http://bit.ly/4CxAgw
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.11.2009 kl. 22:07
Fyrirgefðu Einar, ég ætlaði ekki að vera með fúkyrði, en mér var misboðið.
þú segir:
svar: Hvernig fríar það okkur ábyrgð þótt Bretar og Hollendingar hafi þegar bætt skaðann að hluta? Um það snúast þessir samningar að borga til baka það sem Bretar og Hollendingar lögðu út fyrir.
- lágkúra að benda á þá einföldu staðreynd, að tjón ísl. skattgreiðenda, er nú þegar orðið umtalsvert stærra heldur en tjón hollenskra og breskra skattgreiðenda - af því dreg ég þá réttmætu túlkun, að þar með sé íslendingum kappnóg refsað, frá nokkru husanlegu sanngyrnissjónarmiði.
Það er dálítið erfitt að svara svona löguðu. Það hve okkar skaði er mikill kemur málinu bara alls ekkert við. Ekki nema við lýsum yfir greiðslufalli og göngum til nauðasamninga. Er það það sem þú ert að segja?Aftur erfitt að svara svona röksemdum því með þeim væru engin lán tekin og engin lán veitt. Hvernig lífsskilyrði ertu þá að bjóða framtíðarkynslóðum?
Að lokum þetta. Þjóðernishroki og einangrunarhyggja mun ekki bæta stöðu okkar. Við verðum að leita bestu leiða til að lágmarka tapið af hruninu og það gerum við í samstarfi við aðra. Ekki með því að kenna öllum öðrum en okkur sjálfum um hvernig fór
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 2.11.2009 kl. 23:33
Um það markmið, er ég sosum sammála.
Það breytir öllum forsendum málsins, því ekki er lengur sú staða fyrir hendi, að fólk standi eftir snautt vegna þess, að það fær ekki greitt út úr, Tryggingasjóði Innistæðueigenda og Fjárfesta. <ég bendi á, að einungis snýst deilan um að ábyrgjast að nægt fjármagn sé til staðar, inni í TIF>
Þ.e. miklu mun veikari röksemd, að okkur beri að borga til baka, skaða sem búið er að dreifa jafnt á skattborgara Hollendinga og Breta. Þá bendi ég á, á móti. Að skaði okkar skattborgara, sé þegar orðinn meiri en skaði breskra og hollenskra skattborgara.
Ergo - ekki er hægt að krefjast greiðslu, á einhverjum gundvelli réttlætis.
Aftur á móti, á grundvelli réttlætis, er hægt að krefjast að rannsókn okkar á hruninu, verði hin besta sem við getum framkvæmt. Einnig er réttmætt, að krefjast að við vinnum með breskum og hollenskum rannsóknarstofnunum, af fullum heilindum.
Að lokum, er einnig réttmæt krafa, að við gerum þær lagfæringar sem líklegar eru til að duga, á innlendri stjórnsýslu, eftirlitsstofnunum og bankastofnunum, til að tryggja að svona lagað endurtaki sig ekki.
Ég skil reiði Breta og Hollendinga, hún er út af fyrir sig skiljanleg, en krafa um einhvers konar hefnd, gegn ísl. þjóðinni sem slíkri, er ekki réttmæt. "Two wrongs don't make a right".
Í þessu samhengi, verðu einnig að hafa í huga skuldastöðu okkar:
Skuldir ríkisins, skv. eigin skýrslum þess, ku vera 1,6 VLF.
Skv. því sem Gylfi Magnússon sagði, í vikunni sem leið, eru skuldir fyrirtækja: 1,8 VLF. Þar af, eru skuldir fyrirtækisins, Actavis, 0,7 VLF.
Ef við berum þetta saman við heildarskuldastöðu þjóðfélagsins, skv. Seðlabanka Íslands:
14.343 ma.kr. / 1.427 VÞF = 10 VLF
En ef eignir eru dregnar frá, er nettó talan sem þá fæst:
5.954 ma.kr. / 1.427 VLF = 4,17 VLF
4,17 - (1,6 + 1,8) = 0,77 VLF = 1.100 millj.
Með öðrum orðum, skuldir annarra úti í þjóðfélaginu, en ríkisins og fyrirtækja, eru umtalsvert hærri en skuldin af Icesave, sem hleypur á cirka 0,5 VLF.
Grunnpunkturinn, er sá að skuldir okkar eru einfaldlega, alveg á ystu mörkum þess sem hægt er að bera, og líklega utan við þann ramma.
Það hefur ekkert upp á sig, að taka á sig byrðar, sem ekki er hægt að standa við. Ég sé engin heilindi í því, að reyna að borga eitthvað sem maður veit að aldrei verður hægt að borga, að taka á sig einhvers konar þjóðfélagslegt harakiri.
Ég hef verið þeirrar skoðunar, alla tíð síðan Geir talaði um að skuldir ríkisins færu aldrei yfir 0,9 VLF, að Ísland væri óumflýjanlega gjaldþrota.
Að mínu mati, hefur Gylfi Magnússon, með því að viðurkenna að hluti lánanna frá Norðurlöndum, verði notuð til að standa straum af afborgunum, m.a. af stórri afborgun árið 2011, í raun viðurkennt að Ísland sé ekki hæft til að standa undir skuldunum.
Þú þarf að átta þig, að þessar hrikalegu skuldir hafa mjög lamandi áhrif, á getu Íslands til hagvaxtar.
Punkturinn er sá; að þessar skuldir munu koma til með að hafa mjög lamandi áhrif á getu allra þeirra fyrirtækja, sem eiga hlutdeild í þessum skuldum, til að fjárfesta í einhverju nýju. En ekki bara það, heldur er líklegt að fjármagnsskortur þeirra geti verið það alvarlegur á næstu árum, vegna þess að nær allt fjármagn fer í afborganir; að það sé líklegt til að koma niður á viðhaldi og endurnýjun tækja. Þá á ég við, að líkleg afleiðing sé að, atvinnulífið muni smám saman missa samkeppnishæfni gagnvart erlendum keppinautum, vegna þess að þegar búnaður úreldist sé ekki peningur til staðar til að endurnýja og einnig vegna þes, að viðhald verði í algeru lágmarki á bæði húsnæði og búnaði.
Ríkið og opinberir aðilar, standa í sömu sporum, þ.e. líklegt er að viðhald og endurnýjun, og almennt talið nýbreitni, muni sytja á hakanum, vegna þess að ekki verði til peningur.
Varðandi einstaklinga, þá er afleiðing hárrar skuldsetningar svipuð, þ.e. þeir munu hafa litið fé handa á milli, í afgang til eyðslu og fjárfestinga. Það þíðir, að neysla á næstu árum, muni vera langtum minni, en á umliðnum árum.
Samanlagt, þíðir þetta daprar horfur um hagvöxt á næstu árum. Þ.e. allt í senn, neysla og innlend fjárfesting, og opinber fjárfesting; er líkleg til að vera döpur, næstu 10-15 árin. Þ.e. beint samband þarna á milli, og horfa um hagvöxt. Þ.s. eftir stendur, og getur einhverju um þetta breytt er tvennt, þ.e. erlend fjárfesting og ferðamennska.
Hugsanleg mótvægi:
Já, ég er að tala um gjaldþrot. Einfalt mál!
Að mínu mati, niðurstaða einfaldrar skoðunar, á raunstöðu okkar.
Það þíðir, að við hættum að borga af erlendum skuldum. Það þíðir, að við þurfum að lifa, á því sem við framleiðum og getum einungis flutt in þ.s. við getum staðgreitt.
Í því samhengi, þurfum við ekki á lánshæfi að halda, því við hættum að lifa á lánum.
Við verðum töluvert um tíma, fátækari en við erum í dag, en þ.e. að mínu mati fullkomlega óhjákvæmilegt.
Að mínu mati, er þessi leið - í raun og veru skárri, en þ.s. er framundan, ef leið ríkisstjórnarinnar verður farin. Sú leið, að mínu mati, mun fela í sér enn alvarlegri lífskjaraskerðingu,,,þ.e. á meðan allt er gert til að standa undir skuldum um tíma, en síðan komi hrunið einfaldlega seinna, en þá við ástand þ.s. við munum fara enn dýpra niður, og hafa enn stærri skuldir á bakinu en við gerum í dag.
Að mínu mati, er þetta raunverulega það skársta sem við getum gert.
-----------------------------------------------
Póstlegg hér inn bréf Gailbraith Junion, þ.e. sonar hins fræga Galbraith, en sá er einnig doctor í hagfræði eins og faðirinn: <eg vona að Salvör verði ekki mjög fúl út af lengdinni>
”To state the obvious: the idea that Iceland or any country could increase its debt in foreign currency to 300 or 400 percent of GDP and avoid default is preposterous on its face. At 400 percent, an interest rate of just three percent implies a required trade surplus of 12 percent of GDP, and a comparable reduction of domestic living standards -- even if the principal is never repaid. But of course with the default risk no one is going to hold Icelandic notes for so little.
If a policy of payment is attempted, anyone with the capacity to work will necessarily emigrate. The result can only be the demographic destruction of the country, and default anyway. The situation is, in this respect, not less grave than the reparations demanded under the Versailles Treaty or the Morgenthau Plan for Germany in 1945. The former produced hyperinflation, and the latter was stopped only when it was realized that to implement it would require the emigration or extermination of a large part of the surviving population.
Equally needless to say, the imposition, initially by fraud and later by intimidation, of a debt burden of this kind on a small country is grotesque.
Iceland's moral obligation to the international community at this stage should consist of bringing the perpetrators to justice, insofar as they can be reached by national law. The losses that will fall on foreign depositors cannot be avoided. It is therefore up to the governments of those other countries, having failed in their duties of bank supervision, to decide how to allocate those losses as between depositors and taxpayers in those places.
Please feel free to share these views at your discretion.
With my regards,
James Galbraith”
------------------------------------------------
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.11.2009 kl. 00:25
Já Salvör, afsakaðu lengd svarsins, en mér fannst rétt að hafa alvöru röksemdafærslu þar innan, og þegar maður fer í þar far, þá er erfitt að komast hjá nokkurri lengd.
Áhugaverður hlekkur. Hef sett "Bookmark á hann".
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.11.2009 kl. 00:31
Einar, þú gast alveg sparað þér þetta copy&paste því núverandi staða þjóðarbúsins kemur debatinu um icesave ekkert við. Og ég held ekki að Bretar eða Hollendingar séu að leita hefnda. Þeir eru hinsvegar prinsipp menn og uppgjörið snýst um prinsipp. Til að skýra það betur skulum við segja sem svo að þú eigir 17 ára son og hann fái bíl nágranna þíns að láni til að fara í veislu og lendi svo í því að gjöreyðileggja bílinn eftir að hafa keyrt undir áhrifum áfengis. Drengurinn er bara 17 ára og því hvorki lögráða né fjárráða svo þú ert ábyrgur fyrir tjóninu sem hann olli. Setjum nú sem svo að þú sért ótryggður og verðir því sjálfur að borga með einhverjum hætti þótt þú sért skuldum hlaðinn og hafir ekkert lánstraust í bankanum. Hvað er nú til ráða?
1. Hella þér yfir nágrannann og spyrja hvurs lags fífl hann sé að lána drengnum bílinn. Hann fái sko engar bætur því þetta sé allt honum sjálfum að kenna
2. Færa húsið yfir á konuna og láta sem ekkert sé og neita allri ábyrgð á tjóninu
3. Láta lýsa þig gjaldþrota
4. Biðjast afsökunar fyrir hönd drengsins og semja um afborganir þótt það þýði tímabundna fátækt.
Leið 1 er greinilega leið Sjálfstæðismanna. Leið 2 er úrræði Bankadólganna. Leið 3 er það sem Framsókn er að mæla með en síðan er það leið 4 sem ríkisstjórnin vill fara. Leið 4 hefur þann kost að hún minnkar okkur ekki og gefur möguleika á leiðréttingum seinna. Við eigum ekki að flækja þetta mál með lagatæknilegum þrætum. Og alls ekki að setja málið upp eins og þú gerir
Lifðu heill
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.11.2009 kl. 02:05
Furðuleg afstaða, því þ.e. algert grundvallar atriði.
Hefur enga þíðingu, að leggja á okkur e-h sem aldrei verður borgað.
Þ.e. prinsippið, sem ég verð að halda mig við.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.11.2009 kl. 10:41
Reyndar, ef þú notar tilvik húseigandans, þá lísir hann sig gjaldþrota, ef kröfuhafar samþykkja ekki að gefa eftir skuldir, niður í segjum cirka 110%. Í dag, standa skuldir okkar í 417%.
Þ.e. atriði, sem þú virðist, með furðulegum hætti, ekki telja mikilvægt. Þó er það grunnforsenda.
Þ.e. reyndar þ.s. ég vil gera, þ.e. að semja við kröfuhafa, og þá á ég við kröfuhafa Íslands, um afslátt skulda.
Við gætum boðið, t.d. eftirgjöf helmings. að borga helming af því sem eftir er, og svo restin víkjandi lán - er borgað væri, einungis ef tilteknum "milestones" varðandi efnahag, væri náð.
Greiðslur til breta og hollendinga, geta aldrei orðið meira en e-h lítið brot af upphæð, umfram þ.s. fæst fyrir uppgjör eigna. Reyndar, myni ég krefjast af þeim, að þeir fyrirgefi algerlega vexti.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.11.2009 kl. 10:48
Ekki vanur því, að menn semji löng svör. Ég fæ oft þessa ádrepu, að svörin séu einungis e-h copy/paste. En, staðreyndin eru að þau svör eru oftast milli 80-90% frumsamin, og að kalla þau "copy/paste" er eiginlega, móðgun.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.11.2009 kl. 10:52
Sæll Einar, Ég get ekkert að því gert hvernig heilinn í þér vinnur. Ég notaði copy&paste með tilvísun til þess að ég hef séð þetta svar frá þér óbreytt annars staðar á netinu í svari við öðru umræðuefni. Það er lágmark að menn haldi sig við umræðuefnið finnst mér og við erum hér að ræða icesave, ekki satt?. Ef þú hefur áhyggjur af skuldastöðu ríkisins þá er Icesave ekki stærsta skuldbindingin en hún myndi falla undir forgangskröfur. Ef allt fer á versta veg og á okkur dynja lögsóknir útlendinga varðandi lögmæti neyðarlaganna, þá gæti farið svo ef, neyðarlögin verða dæmd ómerk, að við okkur blasi margfalt stærri kröfur en við fáum staðið undir. En samkvæmt útreikningum okkar helstu sérfræðinga þá ráðum við við að greiða samkvæmt þessum fyrirliggjandi samningi og ef eignir Landsbankans eru eins mikils virði og talið er þá er fráleitt að tala um að við séum að reisa okkur of þungan skuldabagga vegna Isesave eins og sér. Síðan koma til aðrar skuldir eins og þú bendir á en það er bara allt önnur ella. Það er orðið aðkallandi að við leggjum þetta icesave mál að baki og ríkisstjórnin fari að vinna að næstu skrefum í endurreisninni. Getum við ekki verið sammála um það? Eða verið sammála um að vera ósammála.....
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.11.2009 kl. 14:24
Ég hef velt upp þeirri spurningu, varðandi ríkisábyrgðina á icesave samningnum, afhverju andstæðingar ríkisábyrgðarinnar leggi ekki til að við vísum samningnum til umsagnar hjá Alþjóðadómstólnum? Þetta virðist sniðið að þeim málum sem Alþjóðadómstollinn á að taka til umfjöllunar. Allar 3 aðildarþjóðir samningsins eru aðilar að Sameinuðu Þjóðunum og þar með fullgildir aðilar að þessum dómstól. Ef það eina sem strandar á er viðurkenning Íslands til að hlýta úrskurði dómstólsins eins og þegar Landhelgisdeilan var á dagskrá, þá ættum við að vinda okkur í að viðurkenna þessa lögsögu.
Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 3.11.2009 kl. 14:41
Punkturinn er sá - að þegar einhver segir "copy/paste" er viðkomandi að gefa í skyn svokallað "plagiarization", þ.e. menn séu að nota annars manns texta.
En, þetta er allt minn texti, - fyrir utan tiltekið bréf er ég tók vandlega fram að væri ekki minn texti, og ég sé ekkert athugavert við að nota minn eigin texta aftur með variasjónum, þegar ég er að færa svipuð rök.
----------------------------
Skuldamál, eru algerlega óaðskiljanlegur hluti Iceaave, því þ.e. grundvallaratriði þegar tekin er á sig stórar skuldbindingar, að meta greiðslugetu sína. Ef þú færir út í banka, og vildir húsnæðis lán, þá þyrftir þú að gera grein fyrir öðrum skuldum, þeim eignum er þú átt fyrir og einnig tekjum, svo bankinn geti metið áhættuna af því að veita þér lán.
Gagnvart Alþingi, þá er það þess verk, að meta áhættuna fyrir Ísland, að taka á sig stórar skuldbindingar. Og, þá gildir það nákvæmlega sama og gildir um húsnæðis lánið, þ.e. það þarf að meta eigin áhættu Íslands af því að bæta á sig stórri skuldbindingu. Með svipuðum hætti, þá er það gert með því, að slá mati á þá skuldastöðu sem fyrir er, eignastöðu á móti þeim skuldum og einnig er tekjustaða bæði til nútíðar og framtíðar metin. Þetta er einfaldlega aðferðin. Það væri ábyrgðaleysi, af hæstu sort, að einungis íhuga Icesave eitt og sér, óháð öllum grunnforsendum eins og þeim, sem vísað er til að ofan.
Þú verður að skilja, að megin atriðið er greiðslugeta Ísland, og í því samhengi er lykilatriði heildarskuldastaða landsins vs. líklegt tekjustreymi og vs. eignir.
Þ.e. alger heilabilun, að halda því fram að Icesave verði að skoðast sem algert sérmál, slitið úr samhengi við heildar-aðstæður landsins.
Þ.e. að sjálfsögðu, rétt að ef við skulduðum ekki eina einustu Evru eða Pund, þá væri Icesave ekkert mál. En, einmitt vegna þess, að við skuldum svo gríðarlega miklar upphæðir, þá munar virkilega um að bæta þar ofan á. Alveg algerlega burtséð frá, hvað það er.
Eins og kom fram hjá AGS í dag, eru heildar erlendar skuldir okkar, 3,1 þjóðarframleiðsa, og þá meina ég, burtséð frá Icesave. Þetta passar sjálfsagt ágætlega við áður framkomna útreikninga Seðló um heildar skuldi þjóðfélagsins að verðmæti 4,17 þjóðarframleiðslur.
Þú verður að átta þig á, að þ.s. skiptir máli, er hvort skuldir Íslands eru viðráðanlegar eða ekki, ef ekki væri fullkomlega óábygt að bæta þar ofan á.
Icesave samningurinn, ver okku ekki með nokkrum hætti, gegn kröfum einka-aðila. Né, ver hann okkur gegn, kröfum er beint væri sérstaklega gagnvart neyðarlögunum.
Reyndar, er þetta nákvæmlega eins af ástæðunum fyrir því, að ég hef verið andvígur því, að ganga frá þessu Icesave samkomulagi, þ.s. það myndi algerlega fara í uppnám, ef slíkur dómur félli okkur í óhag, og þá værum við bundin í báða skó, út af samningnum.
Ég held, að best sé, að fresta að gera upp Icesave málið. Besti tíminn, til að taka það upp, væri þegar búið er að gera upp eignir Landsbankans. Þá er þeirri óvissu eytt, akkúrat hvað fyrir þær fæst.
Að auki, þá væri einnig komið í ljós, hvort aðrar skuldir Íslands, eru viðráðanlegar eða ekki, versta kreppan að baki - og mikið auðveldara, að ráða fram úr málinu.
Þetta er þ.s. ég legg til, að Íslendingar leggi málið í salt. Með öðrum orðum, núverandi frumvarpi verði hafnað.
Ég legg endilega til, að ríkisstjórnin snúi sér að öðrum málum, strax í kjölfarið.
"Ég hef velt upp þeirri spurningu, varðandi ríkisábyrgðina á icesave samningnum, afhverju andstæðingar ríkisábyrgðarinnar leggi ekki til að við vísum samningnum til umsagnar hjá Alþjóðadómstólnum? "
Það þurfa allir aðilar máls, að vera sammála um að vísa málinu til Alþjóðadómstólsins. Hann tekur ekki að sér mál, nema sátt sé um það, meðal aðila að deilu, um að hann taki að sér úrskurðarvald.
Kv.
Kv.
Einar Björn Bjarnason, 3.11.2009 kl. 22:32
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.