Annáll 2006

Hér skrifa ég annál ársins 2006 og hef hann međ einnar mínútu vídeóklippi sem ég tók viđ Hallgrímskirkju ţegar klukkurnar hringdu inn nýja áriđ. Ţađ heyrist ekkert í klukkunum ţví ađ leikvangurinn á Skólavörđuholtinu er ţannig á Gamlárskvöld ađ ţađ er eins og mađur sé staddur í sprengiárás. Ég skrifađi áramótahugleiđinguna Skotárás á turninn  fyrir fjórum árum einmitt um Hallgrímskirkjuturn. 

Hvađ einkennir áriđ 2006? Ţegar ég renni yfir bloggiđ mitt áriđ 2006 ţá finnst mér sá atburđur sem mest áhrif hafđi á mig í heimsumrćđunni  hljóti ađ hafa veriđ skrípamyndirnar af Múhameđ. Ég virđist hafa veriđ međ ţađ á heilanum um tíma og bloggađi endalaust um máliđ. Ég fékk líka köllun til ađ verđa sjálf skopmyndateiknari. Ţađ verđur eitt af áramótaheitum mínum fyrir 2007 ađ láta ţađ rćtast. Ég held ađ skrípómáliđ hafi heillađ mig af ţví hve myndrćnt ţađ var og hve ţađ virtist sakleysislegt á yfirborđinu en hve ţungir undirstraumar og iđuköst fylgdu málinu - menningarheimum laust saman, mismunandi trúarheimar glímdu, tekist var á um tjáningarfrelsi og hatur sem fann sér útrás í einföldum auđskildum táknmyndum.  

Hér eru nokkrar af bloggfćrslum mínum um skrípamyndirnar 

Teiknimyndir af Múhameđ spámanni 

Konan á krossinum wikipedia

Skrípóstríđiđ heldur áfram

Meira skrípó og guđlast

Í stuđi međ Guđi - Jesúdúkkulísur

Um júđana og lygar ţeirra

Stungiđ niđur stílvopni

Látiđ Ali Mohaqiq Nasab lausan!

Villandi og rangar fréttir á Íslandi og bóksalinn í Kabúl

Viđ erum öll Danir núna... nú eđa breskir námsmenn í ögrandi fötum

Vi danskere og vores national identitet

Danskurinn og fjanskurinn sitt hvorum megin viđ Djúpavog

Háfrónskan og skopmyndaskáldin

Svo sýnist mér ţegar ég lít yfir ţađ sem ég hef skrifađ á blogg  á árinu ađ ég tjái mig  alltaf meira og meira um mannréttindamál og miđlun ţekkingar. Ég bloggađi töluvert um femínisk málefni eins og undanfarin ár en ég blogga alltaf meira og meira um mannréttindamál og tjáningarfrelsi og frjálst flćđi ţekkingar og reyni ađ vara viđ ţeim manngerđu fangelsum sem reist eru í netheimum og hvernig lög og reglur samfélagsins eru ekki miđuđ viđ ţennan nýja tíma og ţá sem ferđast í netheimum heldur fyrst og fremst til ađ gćta hagsmuna höfundarréttahafa og  eignafólks.

Ég held ađ skopmyndamáliđ hafi veriđ ein leiđ til ađ sprengja gjá milli ţeirra frjálslyndu og umburđarlyndu sem verja tjáningarfrelsiđ og ţeirra sem böđlast áfram í trúarofstćki og blindri bókstafstrú. Eđa kannski ţetta sýndi hvađ er mikil hyldýpisgjá milli öfgatrúarhópa í Austurlöndum og Evrópubúa. En alla vega mun ég verja rétt fólks til ađ guđlasta og hafa illa ígrundađar og hallćrislegar skođanir og ég er full tortryggni gagnvart öllum ţeim sem vilja hefta slíka tjáningu. Tjáningarfrelsi er líka fyrir ruddalegt fólk sem fylgir ekki ţví sem okkur finnst vera rétta skođunin og rétta framsetningin.

 Ég held ađ ţetta ár hafi breytt landakortinu af Íslandi. Viđ höllum okkur nćr Evrópu og fjćr Bandaríkjunum og skilin milli Evrópu og Austurlanda nćr urđu skarpari á árinu.  Herinn fór og Hálslón varđ til.  Eftir áriđ erum viđ Evrópuţjóđ ţar sem margir vilja taka upp Evru og sennilega myndum viđ ţjóta inn í Evrópusambandiđ á methrađa ef ţađ vćri ekki út af sjávarútvegsstefnu bandalagsins. Markalínur menningarheima snúast núna um trú og markalínur stjórnmála á Íslandi um hálendiđ og náttúru Íslands.  Ég tek eftir ađ ég hef ekki haft neinn sérstakan áhuga á trúmálum eđa náttúruverndarmálum undanfarin ár, ég alla vega blogga ekkert mikiđ um ţau mál.  Ef til vill ćtti ég breyta ţví á árinu 2007, ég hef reyndar meiri áhuga á dýravernd bćđi gćludýra og alidýra en náttúruvernd, ađallega af ţví mér finnst  meiri ţörf fyrir baráttu og upplýsingar ţar, ţađ eru fćrri sem berjast fyrir svín og kjúklinga en fyrir lónum á hálendinu. 

Nokkrir punktar úr lífi mínu og fjölskyldu minnar

Ég fór tvisvar erlendis á árinu, ég fór til Boston á Wikimania í ágúst og ég fór til Póllands í lok ágúst. Innanlands fór ég nokkrum sinnum í Borgarfjörđ og eina ferđ út í Flatey og eina til Vestfjarđa til systur minnar. Hún var ţá ađ flytja aftur til mannsins síns en ţau skildu í lok síđasta árs.  Ég fór ekkert til Skagafjarđar á ţessu ári og geri ekki ráđ fyrir ađ fara mikiđ ţangađ framar nema til ađ koma viđ á Víđivöllum og Víđinesi. Ţađ er mjög sorglegt mál og ekkert bendir til annars en nú verđi höfđađ dómsmál. Ég skrifađi um ţađ í ţremur bloggum Kýrhaus, Málaferli um Vagla og Lögfrćđi. 
Ég hef forđast ađ skrifa meira um ţetta mál vegna ţess ađ ég get engan veginn veriđ hlutlaus og á međan ég vonađi ađ einhver lausn vćri í sjónmáli ţá gćtu óvarleg orđ spillt fyrir. Ég finn til međ móđur Magnúsar og vona ađ fólkiđ sem hún er hjá reynist henni vel.  Ţađ  getur nú samt ekki annađ en hryggt hana ađ hafa misst allt samband viđ flest sín börn og barnabörn.  Ég held ađ  margt roskin fólk sé einangrađ og í einhvers konar gíslingu  út af ţví ađ einhverjir hafa hagsmuni af ţví  ađ ráđskast međ  og komast yfir eigur ţeirra. Ţađ er mjög lítil umrćđa á Íslandi um Elder Abuse og enginn innan félagslega kerfisins virđist taka á ţessu. Í Bandaríkjunum eru nýgengin í gildi lög ţar sem fjármálastofnanir hafa tilkynningaskyldu ef grunur vaknar um ađ reynt sé ađ féfletta eldra fólk og ţar er fólk á varđbergi fyrir ýmis konar misneytingu sem snýr  hópum eins og öldruđum og sjúkum. 

Bróđir minn stóđ í ströngu í ár sem undanfarin ár en hann hefur ţó alla vega unniđ sínar síđustu baráttulotur. Vonandi slotar bráđum ţeim stórhríđum sem á hann hafa skolliđ. Eitt ljós í öllu ţví myrkri sem umlukiđ hefur fjölskyldu mína undanfarin ár er ađ ég hef endurheimt unglinginn. Hún umhverfist og týndist mér algjörlega í marga mánuđi, sást ekki nema endrum og eins og lagđi sig í glíma međ ţví ađ stunda lífsstíl sem ég  var andsnúin og get ég varla sagt ađ viđ töluđum saman í marga mánuđi. Frá ţví í sumar er hún hins vegar hiđ mesta ljós og virđist hafa tekiđ út einhvern ţroska. Nú eđa bara ég hef látiđ undan öllu hennar sjálfstćđisbrölti og hún er bara ánćgđ núna ţegar hún getur fariđ sínu fram. Frćnka hennar Ó. er hins vegar ekki í nógu góđum málum og hef ég núna í lok árs samvisku yfir ađ hafa ekki gert neitt í hennar málum. Mér finnst kerfiđ hafa svikiđ hana. Hún á rétt á menntun  og umhyggju eđa einhvers konar greiningu og úrlausn sem verđur henni veganesti í lífinu. Ég reyndi nú ţađ sem ég gat, hafđi samband viđ bćđi Fjölsmiđjuna og Barnaverndarnefnd út af árásinni sem hún varđ fyrir en bćđi mamma hennar og hún telja ađ hún sé best komin án afskipta Barnaverndarnefndar.  

Í mínu lífi er ţetta ár  fremur helgađ líkama en sál og ţađ snerist um heilsu. Ég  var  í veikindaleyfi hluta ársins og ég held ađ heilsa mín sé töluvert betri núna en fyrir ári síđan. Húsbyggingin gekk vel á árinu, ég held ađ ţađ hafi eitthvađ međ ţađ ađ gera ađ auđveldara varđ ađ fá iđnađarmenn eftir 1. maí en ţá opnađist íslenskur vinnumarkađur  fyrir Pólverja.  Ég er samt orđin leiđ á ađ vera alltaf mörg hundruđ ţúsund í yfirdrćtti í hverjum mánuđi og ţurfa ekki einu sinni ađ velta fyrir sér hverri krónu. Ţađ er nefnilega mjög lítiđ hćgt ađ velta krónum sem allar eru bundnar í grjóti og sementi.


« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: halkatla

mér ţykir blogg ţitt eitt ţađ skemmtilegasta sem ég rakst á á síđasta ári, einmitt vegna ţess ađ mér ţykir ţú hafa skrifađ mjög mikiđ um femínismatengd málefni, á hátt sem vantar hreinlega í bloggheima. fínt ađ ţú tókst eftir ţví sjálf ;)

ég skrifa mest um trúmál og dýravernd, ţađ hljómar ţví ótrúlega vel fyrir mér ađ ţú farir ađ skrifa um dýravernd. Ţađ er nefninlega hćgt ađ komast ađ svo mörgu á bloggi hjá öđrum sem skrifa af viti og ekkert skiptir mig eins miklu máli og dýravernd (nema hugsanlega mannavernd?) ţannig ađ endilega, komdu ţessum löngunum í framkvćmd! Mér er nokk sama hvađa dýr fólk vill vernda, bara svo lengi sem ţađ tjáir sig fyrir ţeirra hönd.

halkatla, 2.1.2007 kl. 19:42

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Gaman ađ ţér finnst bloggiđ skemmtilegt. Ég hef nú alveg tekiđ eftir ađ ég skrifa um femínisk mál, ég hef í mörg ár haldiđ ađ ég sé brjálađasti femínistinn á Netinu Sá eini reyndar í langan tíma en nú erum viđ töluverđ mörg.  En ég kannski fer út í dýravernd og trúmál, aldrei ađ vita. Mér finnst dáldiđ sniđugt í sambandi viđ dýravernd ađ hafa ţađ sem mottó "cuteness should not be an factor" ţ.a. ekki spá bara í vernd fallegra og krúttlegra dýra.  

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 2.1.2007 kl. 20:53

3 Smámynd: Sylvía

ţetta međ elder abuse á eflaust viđ í Vaglamálinu en er eflaust erfitt viđureignar ađ sanna, annars er međ ólíkindum ađ ţeir frekustu skulu komast upp međ hvađ sem er í ţessu máli ţrátt fyrir lög.

Sylvía , 4.1.2007 kl. 00:07

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband