Kostar 2 milljónir að kaupa formannsstól í SUS?

Um síðustu helgi kusu ungir Sjálfstæðismenn nýjan formann á SUS þingi á Ísafirði.  Það var Ólafur Örn Nielsen kosinn formaður með 52 % atkvæða. Hann hlaut 106 atkvæði og munaði 8 atkvæðum á honum og Fanney Birnu Jónsdóttur sem einnig var í framboði.

Það væri nú ekki í frásögur færandi að kosinn sé formaður á þingi ungliða stjórnmálaflokka ef allt hefði verið með felldu. Dagskrá þings SUS  virðist hafa verið spennandi og gaman í bland við alvarlega stjórnmálaumræðu og mun dagskráin hafa staðið frá föstudegi til sunnudags og síðasti liðurinn á sunnudegi var kosning formanns kl. 13.

Það sem er í frásögur færandi er Fokker flugvélin sem kom til Ísafjarðar á sunnudagsmorgni og sá farmur sem í henni var.  Í flugvélinni komu 50 stuðningsmenn Ólafs og þeir komu bara til að kjósa hann en ekki til að sitja þingið. Í þessari frétt á visir.is er talað um að kostnaður við flugið hafi verið 2 milljónir og það er alls óljóst hverjir greiddu þann kostnað.

Úrslit í formannskosningu  SUS  réðust af þessum flugfarmi. Svona smölun á  fólki sem engan áhuga hefur á stjórnmálastarfi upp í flugvélar og ferja það landshorna á milli bara til að kjósa ákveðinn mann er mikil vanvirða við lýðræði og heiðarlegt og málefnalegt stjórnmálastarf. Sá sem iðkar svona vinnubrögð sem ungliði í stjórnmálastarfi hefur engan skilning á  siðferði og heiðarleika í stjórnmálum. Sá sem iðkar svona vinnubrögð breytir stjórnmálum ungliða í afkáralegan skrípaleik.

Nýkjörinn  fokker formaður ungra Sjálfstæðismanna lætur hafa á eftir sér á vefnum sus.is:

„Sjaldan hefur verið mikilvægara að merkjum sjálfstæðisstefnunnar, frelsi einstaklingsins, og einstaklingsframtaksins verði haldið á lofti," sagði Ólafur Örn og hét því að leggja sig allan fram, ásamt öllu því góða fólki sem í gær tók sæti í stjórn SUS, við að afla flokknum þess stuðnings sem hann á skilið að hafa meðal ungs fólks.

Ég spyr: Er það svona sem formaðurinn ætlar að afla flokknum stuðnings meðal ungs fólks? Ætlar hann að borga undir það flug út um allar trissur? Ég spyr líka: Er það svona sem frelsi einstaklingsins og einstaklingsframtakið ljómar skærast - með því að dömpa niður flugförmum af keyptum atkvæðum í firði og annes á Íslandi?  

Næstsíðasti liður á dagskránni á þingi SUS var að formaður, varaformaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sátu fyrir svörum.  Hugsanlega hefur flugfarmurinn nennt að hlusta á þríeykið Bjarna Ben, Þorgerði Katrínu og Illuga en það er þó ekki víst, fólkið kom bara til að kjósa. En alla vega getur ekki verið annað en  Bjarni Ben. Þorgerður Katrín og Illugi hafi tekið eftir þessum flugumönnum og það kemur mér mjög á óvart að þau hafi ekki eitthvað gengið inn í þessi mál og reynt að hindra þennan hroðalega skandal.  Ef þau hafa ekki gert það, þá spyr ég hvort þeim finnist virkilega í lagi svona vinnubrögð? Er það svona sem Nýja Ísland Sjálfstæðisflokksins lýtur út. Er þetta fyrirboði þeirra vinnubragða sem munu verða ofan á í Sjálfstæðisflokknum, hvers konar frelsi er það sem Sjálfstæðisflokkurinn stendur fyrir? Er það frelsi til að selja allt og frelsi til að kaupa allt, jafnvel atkvæði?

hér eru blogg sem ég hef áður skrifað um unga Sjálfstæðismenn

Heimdallur og jafnréttismálin (2003)

 

Hér fylgir með dagskrá SUS þingsins sem flugfólkið nennti ekki að mæta á. Það kom bara til að kjósa.

Föstudagur 25.september

16.00 - 18.30 Afhending fundargagna og skráning á þingið.

16.00 - Ýmiskonar spennandi afþreying svo sem sjóstöng eða kajakferðir.

17.00 - Fundur Sjávarútvegsnefndar SUS í Edinborgarhúsinu. Halldór Halldórsson, bæjarstjóri Ísafjarðarbæjar, Einar K. Guðfinnsson, alþingismaður og Teitur Björn Einarsson, útvegsmaður, verða með framsögur og sitja í pallborði.

18.30 - Setning sambandsþings í Edinborgarhúsinu. Kosning þingforseta, fundarritara, kjörbréfa-nefndar og kjörnefndar. Skýrsla stjórnar fyrir liðið kjörtímabil. Endurskoðaðir reikningar lagðir fram til samþykktar.

20.00 - Æsispennandi óvissuferð um vestustu firði Íslands þar sem hægt veður að væta kverkarnar, snæða og skemmta sér konunglega. 500 krónur í rútuna.

Laugardagurinn 26. september

09.30 - Málefnanefndir hittast í menntaskólanum og gera lokabreytingar á ályktunum fyrir salinn. Skráning heldur áfram.

11.30 - Örnámskeið 1. Fara fram í menntaskólanum.

12.30 - Hádegisverður í Edinborgarhúsinu. Hádegistónleikar með Helgu Margréti Marzellíusardóttur, formanni Fylkis.

13.00 - Stjórnmálaályktun kynnt, umræður og afgreiðsla ályktana.

16.30 - Lagabreytingar.

17.00 - Örnámskeið 2 í menntaskólanum.

17.00 - Golfmótið Hægri sveiflan á Tungudalsvelli. Spilað eftir Texas Scramble-fyrirkomulagi. Nóg að mæta með golfsett til að vera með.

20.30 - Hátíðarkvöldverður og ball með Appolo í Edinborgarhúsinu. Hátíðargestur kvöldsins er Ásbjörn Óttarsson, alþingismaður.

Sunnudagurinn 27. september

10.00 - Umræður og afgreiðsla ályktana heldur áfram í Edinborgarhúsinu.

11.30 - Bröns. Framboðsfresti til aðalstjórnar lýkur.

12.00 - Forystan flamberuð - formaður, varaformaður og formaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins sitja fyrir svörum.

13.00 - Kosning formanns. Kosning stjórnar og varastjórnar. Umræður og afgreiðsla ályktana heldur áfram ef þörf krefur. Kosning endurskoðenda og önnur mál.

Þingi slitið.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Vil einnig benda á nafnlausa frásögn á http://bit.ly/bHbo7 um þennan landsfund og Fokkerfokkið. Tek fram að ég legg engan dóm á áreiðanlega þessarar fréttar en það er gríðarlega mikilvægt að stjórn Sjálfstæðisflokksins kanni hvort hún sé sönn.  Var fólk ferjað landshorna á milli og því afhentir peningar til að borga þátttökugjald á  landsfundinn? 

Svona er frásögnin:

"Það fréttist út á aðfaranótt sunnudags að hann ætlaði að bjóða sig fram. Það var ball í gangi og flestir í glasi að skemmta sér en stemmningin gjörbreyttist og fóru margir að hvísla út í horni og sumir lögðust í símann. Einhvernveginn fréttist svo þetta með flugvélina þannig þetta var ekki 100% óvænt.

Um morguninn var fólk enþá að hringja út um allt. Einhverjir fóru á flugvöllinn að tékka hversu margir komu með vélinni. Það var einn úr þeirra pakka að rétta hverjum farþega sem steig úr vélinni 5000 kall (þetta náðist á vídeó). Svo kaus bara liðið og fór heim. Það voru svo margir sem drógu framboð sitt til baka að þau eru ekki einusinni með fullmannaða stjórn."

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 29.9.2009 kl. 11:41

2 Smámynd: Eiður Svanberg Guðnason

Eru þetta ekki bara Mafíustjórnmál ?

Eiður Svanberg Guðnason, 29.9.2009 kl. 13:34

3 identicon

Því miður hafa svona vinnubrögð viðgengist hjá flokkunum áratugum saman eins og þú veist. Ég sagði mig úr Framsókn þegar Björn Ingi geystist fram á sínum tíma og ætlaði allt að gleypa.

Jóhann (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 15:21

4 identicon

Finnst þú full fullyrðinga glöð þegar þú segir að...

...Úrslit í formannskosningu  SUS  réðust af þessum flugfarmi. Svona smölun á  fólki sem engan áhuga hefur á stjórnmálastarfi upp í flugvélar og ferja það landshorna á milli bara til að kjósa ákveðinn mann er mikil vanvirða við lýðræði og heiðarlegt og málefnalegt stjórnmálastarf.

Þér að segja þá á ég nú nokkra ágætis félaga sem fóru um borð í umrædda vél og hafa BRENNANDI áhuga á stjórnmálum!

Erling (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:25

5 identicon

úffff.....þar kom að því að ég er kjaftbit....að geta ekki boðið sig fram af eigin verðleikum án peninga er búlcitt....þeir ungu ætla ekki að læra af mistökum og spillingu þeirra eldri í flokknum.....þeir virðast ætla halda áfram í sama fari... klíka, spilling, kaup á atkvæðum.... ég get ekki hugsað mér að kjósa svona dreng í framtíðinni með svona ljótan blett á sér...auj bara... fer að segja mig úr flokknum ef heldur sem horfir..... ungi maður....lærðu siðfræði.... þetta er siðlaust. kv. Gúndi Glans

Guðmundur Hall Ólafsson (IP-tala skráð) 29.9.2009 kl. 17:49

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Gæti verið áhugavert, að framsóknarfélögin setji þá reglu, að einstaklingar þurfi að hafa verið meðlimir í flokknum, í 6 mánuði til að öðlast kosningarétt.

Ætti að duga til að koma í veg fyrir kosningar út á smalanir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 29.9.2009 kl. 18:52

7 Smámynd: Fannar frá Rifi

allir þeir sem voru á þinginu, hvort sem þeir komu með fyrri eða seinni flugvélinni, hvort sem þeir komu á föstudaginn, laugardaginn eða sunnudaginn, hafa verið í þessu í mörg ár. það geta bara ekki allir séð sér fært á að mæta og borga gistingu eina eða tvær nætur. Salvör setur kannski það skilyrði að bara þeir sem geta haft efni á því að vera heila helgi frá kannski vinnu og borgað gistingu fái að kjósa í stjórnmálaflokkum? er það samt ekki merki um heilbrygði stjórnmálasamtaka að þar er allavega nóga mikil hiti og nóga mikið líf til þess að menn takist á? eða vill Salvör kannski bara sjá já menn og uppklappanir til formanns, svona eina góða halelúja samkomu? 

Fannar frá Rifi, 29.9.2009 kl. 19:47

8 Smámynd: Andspilling

Það er einhvern veginn alveg sama hvað þessi spillti stjórnmálaflokkur gerir að allt orkar tvímælis og minnir á handtök mafíósa og glæpamanna í útlandinu. Það eitt að Fannar frá Rifi skuli rísa upp til varnar er góð sönnun á að samviska Fokkerliðsins og Fokkerformannsins sé kolsvört.

Andspilling, 29.9.2009 kl. 21:25

9 Smámynd: Fannar frá Rifi

velti fyrir mér hvort að svipaður pistill hefði ekki verið skrifaður af Salvöru og öðrum ef Fanney hefði sigrað án framboðs, þá bara þannig að þessi eða hin klíkan væri að handvelja og svo eitthvað álíka. þegar það kemur að umræðum um Sjálfstæðisflokkin þá er hluti bloggara hérna á mogga blogginu ófær um að hugsa rökrétt. það skal veigið að öllum sem tengjast þeim flokki, sama hvað það kostar. það skal stinga þangað til að blóð rennur og helst í straumum. nokkuð viss um að Andspilling myndi gagnrýna sjálfstæðisflokkinn á einhvern hátt, sama hvað hann myndi gera, þó svo að hann myndi stuðla að heimsfriði, þá myndu samt þeir sem bera mesta hatrið í hjarta sér, gagnrýna sjálfstæðismenn.

slæmt er það að hugur og hjarta, litast svart af bræði og blinduhatri. 

Fannar frá Rifi, 29.9.2009 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband