31.12.2006 | 11:41
Sjötugsafmæli Saddams
Ég tók púlsinn á bloggumræðunni í heiminum í gær, allir ræddu um aftöku Saddams. Nánast öll blogg sem ég las fordæmdu hana, og vönduðu ekki bandarískum stjórnvöldum kveðjurnar.
Það er ekki hægt að breiða fjöður yfir að Bandaríkjamenn studdu hann á ýmsan hátt til valda, hér er mynd af því þegar Don Rumsfeld heilsaði upp á hann um árið og lesa má hérna um gæsku Bandaríkjamanna við Saddam gegnum tíðina: Top Ten Ways the US Enabled Saddam Hussein.
Ég hef samt engan einasta heyrt láta hlýlega orð falla um Saddam. Hann var illur harðstjóri og enginn virðist á móti því að hann þyrfti að svara til saka fyrir voðaverk sín. Það sem fólki finnst að er hvernig staðið var að réttarhöldunum og hvern þátt Bandaríkjamenn áttu í þeim og reyndar líka hvert viðhorf fólks er til dauðarefsinga. Ég hef velt fyrir mér hvers vegna lá svona mikið á og hvers vegna Saddam var sakfelldur eingöngu fyrir hluta af þeim morðum og stríðsglæpum sem hann er talinn hafa átt hlut að. Hugsanleg skýring er að þetta tengist því hvernig USA persónugerir stríðsrekstur sinn. Ráðist var inn í Afganistan til að finna Bin Laden og Írak til að hrekja Saddan frá völdum. Kannski skiptir miklu máli að klára málið og það verður ekki gert nema hrósa sigri yfir líkum andstæðinga sinna og brenna þá ímynd inn í huga þeirra að sjá hinn sigraða liggja í duftinu, það hefur verið gert frá örófi alda, margar sagnir eru af því í mannkynssögunni. Kannski stendur til að snúa sér að einhverju öðru t.d. Norður-Kóreu. Kannski skipti líka miklu máli að Saddam hefði orðið sjötugur eftir nokkra mánuði og eftir því sem ég hef lesið þá er ekki hægt að dæma menn yfir sjötugt til dauðarefsingar í þeim lögum sem hann er dæmdur eftir. Sem sagt, ef réttarhöldin hefðu dregist og verið ítarlegri þá hefði ekki verið hægt að taka Saddam af lífi. Þetta er kannski aðalástæðan fyrir því sem sumir hafa kallað kengúruréttarhöld.
Hér eru nokkur blogg sem fjalla um Saddam:
Bloggarinn Cenk Uygur segir frá því að í útsendingum frá dauða Saddams var hamrað á því aftur og aftur að þarna færi fjöldamorðingi og það væru til fjöldagrafir. Allt að 300.000 hefðu verið drepnir í stjórnartíð hans. En Saddam var ákærður fyrir 148 látna í Dujail. Bloggarinn vitnar í fræga tilvitnun úr Nurnberg réttarhöldunum "We must never forget that the record on which we judge these defendants is the record on which history will judge us tomorrow." og Cenk Uygur segir:
"Við þurfum að hafa mannkynsöguna á okkar bandi hérna. Munið að við réðumst inn í landið og settum allt á hvorf vegna þess að Saddam var vondur gæi. Þess vegna væri flott að sýna það og sanna. Réttarhöldin virðast þriðja flokks hroðaverk. Ef til vill vegna þess að allt er í klessu í Írak og þau eru framkvæmt af þeim sömu aðilum og settu allt á hvolf.
Hlífið mér við ruglinu um að Írak sé sjálfstætt ríki og þeir sjái um réttahaldið og við komum þar hvergi nærri. Saddam olli dauða hundruða þúsunda fólks þegar hann hóf stríð við Íran. Það kom ekki fram í réttarhöldunum. Ég er viss um að sú staðreynd að USA studdi hann og Don Rumsfeld seldi honum vopn til að nota í því stríði skipti alls engu máli um hvort að það dregið fram í réttarhöldunum ... sem Írakar stýrðu."
There Is No Victory in Saddam's Execution
Americans played key role in case
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Tölvur og tækni | Breytt s.d. kl. 12:17 | Facebook
Athugasemdir
Réttlætir dauði Saddams þá er létu lífið í stjórnartíð hans. Er réttlætinu fullnægt með kaðlinum. Hvað er réttlæti og hver hefur leyfi til að dæma? Hefði ekki verið nær að láta "skepnuna" rotna í fangelsi?
Gleðilegt nýtt ár Salvör þótt umræðan sé ekki beint gleðileg!
www.zordis.com, 31.12.2006 kl. 15:26
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.