Software Freedom Day 2009 1

RauðlaukurÍ dag er  Software Freedom Day 2009 og í tilefni dagsins ætla ég það sem eftir er dagsins eingöngu að blogga um opið efni og opinn hugbúnað.

Þegar talað er um Frjálsan og/eða opinn hugbúnað (Free/open source software oft skammstafað með FOSS) er átt við hugbúnað sem er öllum aðgengilegur. Hver sem er hefur aðgang að grunnkóða hugbúnaðarins og getur skoðað hann og breytt að vild. Sem dæmi um frjálsan hugbúnað má nefna Linux stýrikerfið og sem dæmi um opinn hugbúnað má nefna Mozilla.

Höfundar opins og frjáls hugbúnaðar leyfa öllum að nota hugbúnaðinn án endurgjalds. Yfirleitt er þó farið fram á að fólk samþykki ákveðna skilmála áður en notkun á hugbúnaði hefst. Til að hægt sé að tala um frjálsan hugbúnað þarf (auk aðgengilegs grunnkóða) höfundur hugbúnaðarins að vera búinn að afsala sér höfundarrétti hugbúnaðarins jafnframt því sem höfundarréttur þarf að vera til samræmist við þessi skilyrði (hin fjögur frelsi):

  • það verður að vera hægt að nýta hugbúnaðinn á allan þann hátt sem hentar.
  • Það verður að vera hægt að breyta hugbúnaðinum og aðlaga hann að eigin þörfum.
  • Það þarf að vera heimilt að dreifa hugbúnaðinum.
  • Það þarf að vera heimilt að dreifa breyttum útgáfum af hugbúnaðinum.

Opinn hugbúnaður og frjáls hugbúnaður eru að sumu leyti tvö nöfn á sama hlut. Opinn hugbúnaður þarf að innihalda eftirfarandi

  • Dreifing hugbúnaðarins skal vera ókeypis.
  • Hugbúnaður verður að hafa aðgengilegan grunnkóða. Forritinu skal dreifa á formi grunnkóða og sem þýddu forriti.
  • Leyfi hugbúnaðar verður að leyfa breytingar. Breyttum útgáfum skal dreift á sömu forsendum og upphaflegi hugbúnaðurinn.
  • Einungis má takmarka leyfi til breytinga ef leyfi er gefið fyrir gerð svokallaðra plástra.
  • Ekki má mismuna fólki eða hópum þegar kemur að aðgangi fólks að hugbúnaðinum.
  • Ekki má mismuna atvinnugeirum þegar kemur að aðgengi að hugbúnaðinum.
  • Leyfi hugbúnaðarins verður að fylgja honum í allri dreifingu.
  • Leyfi hugbúnaðarins má ekki taka eingöngu til ákveðinnar vöru. Ef hluta kerfis er dreift áfram skal leyfið fylgja með.
  • Leyfi hugbúnaðarins má ekki setja öðrum hugbúnaði sem dreift er með hinum leyfða hugbúnaði takmarkanir.
  • Leyfi hugbúnaðar skal vera tæknilega-hlutlaust.
Hér eru tvær greinar eftir Sigurð Fjalar

 Netla - Opnar lausnir: Frjáls og opinn hugbúnaður í skólastarfi

Netla - Opnar lausnir - Frumherjarnir

Myndin af rauðlauknum er fengin af flickr, hún er auðvitað með opnu höfundarleyfi.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki gleyma Open Office! http://www.openoffice.org/

Skorrdal (IP-tala skráð) 19.9.2009 kl. 18:24

2 identicon

Ekki gleyma íslenska kennsluefninu um OpenOffice.org! http://www.openoffice.is Takk VMA!

Tryggvi Björgvinsson (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 02:59

3 identicon

Hehe. Vissi ekki af þessu, Tryggvi! Snilld!

Skorrdal (IP-tala skráð) 20.9.2009 kl. 03:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband