Bakslag? Getur það orðið verra?

Það verður ekki gaman að fylgjast með heimsfréttunum ef allt verður vitlaust í Írak þegar og ef Saddam Hussain verður tekinn af lífi. Það er sorglegt að fylgjast með ástandinu í þessu forna menningarríki, þarna eru miklar náttúruauðlindir og góð skilyrði til mennta og þroska og  þarna ætti að ríkja velmegun og friður.

Saddan er vissulega ekki góður maður og stjórn hans var ógnarstjörn og það voru framin óhæfuverk gagnvart Kúrdum í stjórnartíð hans.  En það breytir því ekki að mannréttindi eru fyrir alla, líka óþokka og þá sem ekki hafa né eru líklegir til að virða mannréttindi annarra.  Það gildir nú reyndar líka um frelsi og ekki síst tjáningarfrelsi. Það er mjög auðvelt að vera fylgjandi því að þeir sem maður er hvort sem er sammála og sem ganga í takt við það sem maður telur rétta breytni hafi frelsi til að tjá sig og frelsi til  athafna.

If we don't believe in freedom of expression for people we despise, we don't believe in it at all.
  -- Noam Chomsky (b. 1928)



mbl.is Bandaríkjaher býr sig undir bakslag í kjölfar aftöku Saddams
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband