23.12.2006 | 12:31
Núðlur á Naustinu, engin skata
Núna eru myndirnar mínar og frásögnin af skötuveislunni árlegu á Naustinu frá síðustu árþúsundamótum orðnar sögulegt efni. Ég tók þessar myndir fyrir jólavefinn minn árið 2000. Nu er Naustið lokað og þar mun koma kínverskt matsöluhús. Annars er gaman að velta fyrir sér hvernig menningarsaga íslands myndi líta út af hún væri sögð með því að lýsa samkomuhúsum á íslandi og veitingahúsasögu Íslands. Naustið var samkomustaður skálda og menningarvita sem sátu þar að sumbli.
Hvernig ætli miðbær Reykjavíkur verði eftir 50 ár? Verða einhver nöfn veitingahúsa á íslensku? Verða flest veitingahúsin asísk?
Flokkur: Matur og drykkur | Breytt s.d. kl. 12:34 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.