Heggur sá er hlífa skyldi

Það verður að  taka mjög alvarlega ásakanir á hendur trúarleiðtoga Byrgisins. Þetta eru ekki lengur skot úr launsátri og nafnlausar ásakanir. Ung kona kom fram undir nafni í Íslandi í dag og frásögn hennar af viðkynningu við trúarleiðtoga og forstöðumann Byrgisins er samhljóða því sem haldið var fram af öðrum konum í Kompásþættinum. Ef það er satt sem  haldið hefur verið fram í Kompás og sem frásögn konunnar studdi  þá er það reiðarslag fyrir ekki bara Byrgið heldur fyrir alla aðila sem reka meðferðarheimili byggð á trúarlegum grunni.

 


mbl.is Segist hafa átt í sambandi við Guðmund Jónsson í Byrginu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

hæhæ mig langar að segja svolítið um þetta sem kallað er Byrgismál ég ætla reyndar ekki að ræða þetta með Guðmund og þessar konur læt Dómstóla gera það ég er ekki dómari en hér á þessu svæði eða í kringum byrgið eru börn í skóla bæði hans og nokkur önnur þetta er að koma niður á saklausum börnum þau eru að fá skot á sig bara vegna nafnsins Byrgið og það er ekki rétt núna þarf maður sem foreldri að ferja þessi saklausu börn sem betur fer er jóla frí í skólanum hér í sveit ég á byrginu mikið að þakka og geng ekki frá því enda ekki mitt að dæma en ég þarf að horfa upp á lítil börn að verða fyrir þessum umælum langar að biðja  ykkur að hugsa vel til þeira barna sem eru í kringum eða tengjast byrginu á eitthvern hátt þau eru líka núna fornalömb fjölmiðla kærar jólakveðjur til bloggara

Eva (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 11:15

2 Smámynd: Birna M

Hvað mig varðar er þessi stúlka sem kærði hetja. Guð blessi hana og hinar. Ég segi bara það.

Birna M, 22.12.2006 kl. 17:07

3 Smámynd: Svala Jónsdóttir

Eiga trúfélög yfir höfuð að vera að reka meðferðarheimili? Er umönnun langt leiddra fíkla best komin í höndum áhugamanna?

Samkvæmt íslenskum og erlendum rannsóknum er stór hluti áfengis- og vímuefnasjúklinga haldinn geðsjúkdómum, öðrum en áfengissýki. Er þá nokkuð vit í því að láta aðra en fagmenn sjá um þessa sjúklinga, sérstaklega þegar meðferðarheimilin virðast vera svo til eftirlitslaus?

Svala Jónsdóttir, 22.12.2006 kl. 17:20

4 identicon

Ég er bara búin að vera að bíða eftir þessu... Þetta tók lengri tíma en ég bjóst við... því miður fyrir þolendur. Auðvitað er þetta leiðinlegt svona rétt fyrir jól. Sérstaklega fyrir fjölskyldu Guðmundar. Hann er ofsalega sjálfselskur maður. Og er búinn að vera að brjóta mikið af sér. Ef það er eitthvað sem ég get gert fyrir fjölskyldu hans þá er ég tilbúin. Guðmundur er því miður ekki góður maður og ég lít á fjölskyldu hans sem fórnarlömb lyga og svika.  Ég skammast mín fyrir að hafa í heilaþvætti mínum nokkurntíma talað vel um byrgið. Ég er ekki ánægð með að hafa verið þarna.

Hulda B (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 17:35

5 identicon

Svala; ertu viss um að það séu ekki geðlæknar eða sálfræðingar starfandi á svæðinu?

Guðmundur D. Haraldsson (IP-tala skráð) 22.12.2006 kl. 19:08

6 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir Eva að minna okkur öll á að það er mikið af fólki, bæði fullorðnum og börnum sem tengist Byrginu og sem nú líður fyrir umræðuna. Það er mikilvægt að missa ekki sjónir á því hvað Byrgið stendur fyrir og hvað þar er gott gert, ég sjálf veit nokkur dæmi um að það hafi hjálpað fólki að vera þar. Það er líka reynsla mín að þegar yfir stendur svona orrahríð í fjölmiðlum/netmiðlum þá sé sá sem fyrir verður afar einmana því þeir sem vildu taka upp varnir og benda á að atlagan sé ósanngjörn þora því bara ekki því stundum er svo mikil múgæsing að það er næsta víst að hver sá sem dirfist að verja þann sem allir ráðast í því sem þeir telja heilaga reiði  verður sjálfur fyrir aðkasti.

En ég vil óska öllu Byrgisfólki gleðilegra jóla og segja að ég finn til með öllum sem tengjast þessu máli og hver sem sannleikurinn er í þessu máli þá er ég sannfærð um að það hefur í mörgu verið unnið gott starf í  Byrginu og margir náð að fóta sig aftur út í lífinu eftir dvöl þar. 

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 22.12.2006 kl. 21:59

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband