15.12.2006 | 08:48
Cult Shaker kúltúr á Íslandi
Það er viðbjóðslegt að sjá lævísa, siðlausa, villandi og niðurlægjandi markaðssetningu á áfengi til unglinga á Íslandi. Ég var að skoða vefsvæðin pose.is og superman.is sem virðast sérstaklega vera beint til nemenda í framhaldsskólum á Íslandi, að mér virðist eingöngu í þeim tilgangi að fá krakkana til að drekka áfengi og bjór og þá sérstaklega drykkinn Cult Shaker.
Hér er skjámynd um hvernig efni er á þessum vefsíðum núna. Ég get ekki séð betur en þetta sé klárt lögbrot (brot á áfengisvarnarlögum) og auk þess verulega niðurlægjandi fyrir konur.
vefsíðan superman.is 15. des. 2006
Þessir vefir tengjast vefjum sem börn sækja og útvarpsstöðvum eða eins og stendur á síðu pose.is:
" dag er Pose.is í góðu samstarfi með útvarpsstöðinni FM957, D3 og fleirum. Hún er ört vaxandi og virðist engan enda taka fyrir því. Þessi síða er rekin ásamt tveimur öðrum (www.leikjaland.is &
www.69.is) undir formerkjum 2 Global ehf."
Er enginn sem tengist forvarnarstarfi, æskulýðsstarfi og áfengisvarnarráði að skoða hvað er að gerast og vinna í að stemma stigu við þessari lágkúru?
Ég fletti upp á vefnum áðan og ég sé að í Danmörku (þaðan sem Cult Shaker er ættað) þá hefur fyrirtækið verið kært vegna þess að þessi markaðssetning stangast á við áfengislög og sýnir konur á niðrandi hátt. Það er mjög augljóst kynferðisleg myndmál í þessum auglýsingum, Cult Shaker flaskan er sýnt eins og reistur limur, sams konar myndmál hefur verið notað til að markaðssetja annars konar fíkniefni til unglinga m.a. camel sígarettuauglýsingar.
Það er ömurlegt að lesa hvernig íslensk ungmenni ánetjast þessum lágkúrulega Cult Shaker kúltúr. Hér eru dæmi sem ég fann úr bloggum íslensks stráks og stelpu (tók út nöfn):
Strákur
"Ég og X fórum bara upp. Ég stoppaði á CULT-barnum og keypti mér eitt stykki CULT Shaker. Djöfull er hann góður. Svo fékk ég svona "tattoo" hjá CULT-stelpunni. Ég vissi ekkert hvernig ég átti að setja þetta á mig þannig hún aðstoðaði mig við það. Svo fórum við X bara á dansgólfið.
..... Svo var bara þambað á barnum og dottið rækilega í það. Ég sem ætlaði ekki einu sinni að drekka. Aðeins of seint, orðinn blindfullur!
Eftir að ég og X vorum orðnir blindfullir ákváðum við bara að skella okkur heim. Ég gat varla labbað ég var svo fullur en ég náði samt að bjarga mér. "
Stelpa:
Svona er auglýst eftir Cult stelpum á Íslandi til að selja áfengi
Sjá nánar þessar dönsku skýrslur
Hér er kafli úr skýrslunni um markaðsetningu
"Promotion af både energidrik og alkoholsodavand
Under sloganet Cult Shaker Crewet kigger forbi møder promotionsteams op overalt i Danmark, hvor unge går i byen. Især de landsdækkende diskotekskæder Crazy Daisy og Buddy Holly er repræsenteret på hjemmesidens eventkalender. Hertil kommer diverse barer, værtshuse, gymnasiefester, mv. Shakerpigerne sørger for Shaker med lime og masser af feststemning, lyder et andet reklameslogan. Iklædt røde cowboyhatte og sorte nedringede toppe med det røde logo
fyrer de op under festen. Man kan se dem i nærkontakt med unge berusede værtshus-
gæster på de såkaldte Partyshots. Disse fotos fremstår som en del af festlighederne, men er også et led i markedsføringen, og lægges ud på Cults hjemmeside(www.cult.dk). Shakerpigerne medbringer en køledisk fyldt med alkoholsodavanden, Cult Shaker, der i aftens anledning sælges til tilbudspris, samt energidrikken, Cult. Igen sker der en sammenblanding af markedsføring af energidrik og alkoholsodavand. Pigerne kaldes i ind imellem også for Cult piger i stedet for Shakerpiger. Det siger noget om hvor glidende overgangen er mellem energidrik og alkoholsodavand i Cult Scandinavias markedsføring. "
Þessi skjámynd hér fyrir neðan (frá 69.is)er dæmigerð fyrir efnistök á þessum vefjum og þá klámfengnu kvenhatursýn samfara hvatningu til fíkniefnaneyslu sem þar ríkir. Í myndunum er undir titlinum blautar íslenskar stelpur mynd af fáklæddum stelpum að kynna áfengi og sem eitt vinsælt skemmtiefni á þessum vef er vísað í viðtal við mann sem hefur verið sakfelldur og ákærður fyrir að nauðga íslenskum stúlkubörnum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Vefurinn | Breytt s.d. kl. 13:21 | Facebook
Athugasemdir
Þetta er alveg ömurlegt að heyra. Ég er viss um að foreldrar gera sér enga grein fyrir hvers konar efni unglingarnir þeirra eru að skoða á netinu.
Hefurðu prófað að senda þetta efni og umsögn til vímu - áfengis - forvarnarráðs? og til foreldrasamtaka?
Andrea J. Ólafsdóttir, 15.12.2006 kl. 09:37
Ég held það virki jafnvel betur að taka upp umræðuna á vefnum og við gerum það sem flest. Ég hef áður sent bréf til allra sem ég taldi málið varða en það kom ekkert út úr því. Ég satt best að segja held að forvarnarstarf á Íslandi sé ekki alveg að taka á rót vandans - áfengis og fíkniefnasalar vita hins vegar alveg hvað þeir eru að gera með því að byggja upp kúnnahóp framtíðarinnar með því að tengja dópið við glamúrlíf á djamminu og höfða til framhaldsskólanema.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 15.12.2006 kl. 09:42
Takk fyrir að benda á þetta svona rækilega Salvör, þetta er fyrir neðan allar hellur og með hreinum ólíkindum hversu langt við erum sokkin í þessum efnum. Þessi yfirgengilega alkóhóls- og klámvæðing tröllríður öllu og gerir unglinga og stúlkur að hreinum söluvörum. Það er ömurlegt að heyra að ekki séu sterkari viðbrögð við þessu almennt þegar þú hefur bent á þetta í bréfum til viðeigandi aðila. Við þurfum að halda þessari umræðu mjög lifandi eins og þú segir. En sem fyrr er oft á tíðum við ofurefli að etja, því að þar sem fjármagnið og auglýsingamennskan er þar er valdið... Femínistafélagið vinnur náttúrulega ómetanlegt starf í þessum málum og þú vinnur þarft starf með því að benda á þetta, takk fyrir það. Það allra versta er að því lengur og oftar sem svona nokkuð viðgengst því "eðlilegra" virðist það svo mörgum, fólk nánast venst því að þetta sé bara ekkert athugavert - og hvar erum við þá stödd?
Lilja (IP-tala skráð) 15.12.2006 kl. 14:23
Ég tek undir með Andreu hérna. Mæli með því að senda þetta inn til forvarnarráðs. Það er ekki allt í lagi með þetta gengi. Í hvernig þjóðfélagi viljum við lifa? Svo er fólk að kvarta undan vímuefnavanda! Rót vandans er m.a. þarna. Takk fyrir að benda á þetta Salvör.
Hlynur Hallsson, 15.12.2006 kl. 15:37
þvílíkt ógeð! maður fær bara velgju. Aumingja krakkarnir að vera niðurlægðir svona, og almenn niðurlæging kvenkynsins ætlar engan endi að taka. Rosalega er ég fegin að einhver sé að rannsaka þetta og vekja athygli á því.
halkatla, 16.12.2006 kl. 15:09
Ég segi bara að kannski sé best að flytja á hálendið og hafa ekki háhraðateningu ... með dóttur sína.
kókó (IP-tala skráð) 18.12.2006 kl. 01:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.