13.12.2006 | 20:14
Kona ársins
Dorrit forsetafrú var útnefnd kona ársins af Nýju lífi. Í rökstuðningnum segir: "Glæsilegur fulltrúi lands og þjóðar hvar sem hún komi" ....hmmmm... Er glæsileiki eingöngu fólginn í hvernig fötum þú klæðist og hvaða skart þú berð? Ég get ekki sagt að Dorrit Moussaieff hafi verið Íslandi til sóma þegar birt var upptaka sem sýndi viðmót hennar við embættismenn í Ísrael í maí 2006. Viðtal sem tekið var við hana hér á Íslandi út af því máli bar ekki með sér að hún hefði neinn snerfill af stjórnvisku.
Mér hefði fundist mjög lítið við hæfi hjá Nýju lífi að velja sem konu ársins konu sem hefur aðallega gert það að koma skrautbúin fram við hlið mannsins síns og sem hefur alla sína vegsemd og frægð vegna þess að hún er eiginkona manns í hárri stöðu og mér finnst afar, afar sérkennilegt að rökstyðja þetta val með því að segja að hún sé glæsilegur fulltrúi Islands. Hún var það ekki í þessu eina dæmi.
Mér er ekki ljóst hvað Dorrit Moussaieff hefur gert sem verðskuldar að hún sé útnefnd kona ársins. Það hefur alveg farið fram hjá mér hvað hún hefur gert.
Til uppriflunar þá skrifaði ég inn á malefnin.com 11. maí 2006
"Þetta er nokkuð einkennilegt mál og kemur ekki vel út fyrir Dorrit forsetafrú. Eftir því sem stendur í Morgunblaðinu í dag þá mun hún hafa verið viðbúin því að eitthvað vesen yrði þegar hún færi úr landi. Það er því einkennilegt að hún skuli hafa misst stjórn á skapi sínu og orð hennar eru einkar óheppileg.
Það kemur líka fram í Morgunblaðsgreininni að Dorrit mun hafa vitað að það eru landslög í Ísrael að fólk sem er fædd þar verður að bera ísraelsk skilríki. Frá mínum sjónarhóli er málið þannig:
* Forsetafrúin er í einkaerindum í ríki sem Ísland hefur viðurkennt sem fullvalda ríki. Hún fer ekki eftir lögum í því ríki og þegar henni er bent á það þá bregst hún illa við og úthúðar öllum þegnum þess ríkis og viðhefur móðgandi ummæli um Gyðinga. Þetta er tekið upp á myndband sem m.a. var sýnt í sjónvarpinu.
Degi seinna þegar forsetafrúin er komin til Íslands þá tekur sjónvarpið viðtal við hana.
Forsetafrúin var í einkaerindum í Ísrael og það má segja að okkur komi lítið við hvað hún gerði þar nema náttúrulega það sé beinlínis skaðlegt fyrir hagsmuni Íslands og grafi undan virðingu á forseta Íslands. En það er ekkert vafamál að þegar hún var í viðtali við íslenska sjónvarpið í gærkvöldi þá var hún þar í í hlutverki opinberrar persónu, það er tekið viðtal við hana sem forsetafrú á Íslandi.
Það kom mér því á óvart að forsetafrúin hélt áfram að móðga Ísraelsmenn með miður ígrunduðum skoðunum. Hún lýsti þeirri skoðun sinni að ein borg í Ísrael ætti ekki að lúta stjórn Ísraels heldur vera svæði undir stjórn Sameinuðu þjóðanna og hún gagnrýndi harðlega hvaða fánar blöktu við Grátmúrinn.
Ég geri ekki ráð fyrir að Ísraelsmenn taki þessu vel, setjum okkur í spor þeirra og ímyndum okkur að kona sem fædd og uppalin væri á Íslandi kæmi til landsins löngu seinna og bryti íslensk lög, heimtaði og ætlaðist til einhverrar sérafgreiðslu fyrir sig vegna þess að hún væri rík og gift einhverjum áhrifamanni í Suður Ameríku eða frá öðrum fjarlægum slóðum og brygðist þannig við ef för hennar væri heft af landamæravörðum að hún myndi úthúða allri íslensku þjóðinni, segja okkur að það væri ekki nema von að öllum væri illa við okkur Íslendinga. Og svo myndi hún kóróna allt með að lýsa því yfir að Þingvellir ættu að vera alþjóðlegt svæði undir umsjá Sameinuðu þjóðanna og heimta að flaggað væri við Stjórnarráðið og víðar með fána þess ríkis sem hún hefði gifst inn í. Ég hugsa að við myndum fyrtast við."
.......
Orð Dorritar eru ákaflega heimskuleg sérstaklega þegar haft er í hug að hér talar forsetafrú Evrópuríkis sem daginn áður missti stjórn á skapi sínu og móðgaði heila þjóð með orðum sínum. Það hefði verið klókt og diplómatískt í hennar stöðu að viðurkenna bara mistök sín og biðja Ísraelsmenn afsökunar. Allir eru mannlegir og allir geta misst stjórn á skapi sínu. En það er fáránlegt að forsetafrú tjái sig svona á viðkvæmum tímum í heimsmálunum."
Dorrit Moussaieff valin kona ársins 2006 | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:01 | Facebook
Athugasemdir
Israel-málíð er eitt sem sýnir það einmitt að hún er nú mennsk. Stoltið afar mikið þó að hún hafi klikkað á nokkrum atriðum. Hún hefur nú einnig verið til halds og trausts í þessarri útrás íslendsinga svo og verið einmitt glæsileg til fara þegar hún gerir skyldur sínar erlendis.
Það er bara að fylgjast nógu mikið með fréttum og sjá í gegnum DV eða þessi slúðurblöð. Það leynist margt þar á milli.
Andrés
Stúdent.
París.
Andrés Jakob Guðjónsson (IP-tala skráð) 13.12.2006 kl. 22:52
Mér finnst Dorrit standa sig með ágætum sem forsetafrú, þó hún hafi hlaupið á sig. Svo er aftur annað mál að mér finnst hún ekki eiga þennan titil skilið því mér finnst hún ekki hafa gert nokkuð til að verðskulda hann. Það eru pottþétt ansi margar sem eiga titilinn meira skilið en hún, konur sem hafa gert eitthvað markvert á árinu sem er að líða, hvort sem það er á erlendum vettvangi eða innlendum. Eins og ein vinkona mín orðaði það þá er þetta þá er að verða eins og fegurðarsamkeppni.
B
Birgitta, 14.12.2006 kl. 08:53
Dorrit á þennan titil vel skilið, hún er manneskja sem talar máli Íslands á stöðum sem skipta máli í heimi alþjóðaviðskipta. Vegna þessa hefur hún hugsanlega aukið framgang íslenskra athafnamanna, meira en þeir hefðu sjálfir geta gert og fyrir það er hún verðlaunuð. Ég á erfitt að sjá að forsetaembætið hefði geta aukið veg og virðingu Íslands án fjallkonu eins og Dorrit.
Magnús Bjarnason (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 11:30
Ég er reyndar aðdáandi Dorritar að mörgu leyti og mér finnst ekkert að "framkomu" hennar í Ísrael. Hef sjálf kynnst leiðinlegum ísraelskum landamæravörðum, og fannst það bara flott hjá henni að láta þá ekki vaða yfir sig!
En ég er með smá efasemdir um það hvort að hún verðskuldi titilinn Kona ársins. Mér finnst eiginlega að fólk þurfi að afreka eitthvað sérstakt til þess að eiga þann titil skilinn. Dorrit er sæt og kemur vel fyrir, en er það nóg?
Svala (IP-tala skráð) 14.12.2006 kl. 18:44
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.