11.12.2006 | 13:56
Frú Blair í bláum kjól, nakin
Listmálarinn Euan Uglow málaði nektarmynd þar sem Cherie sem síðar varð forsetafrú Breta er fyrirsætan. Þetta var á námsárum hennar.
Hér er ein af myndum Uglow, hann hefur málað margar nektarmyndir af konum en ekki get ég séð að nein þeirra vekti hneykslun, þvert á móti eru þetta falleg listaverk og samspil lita og forma sérstakt.
En þegar ég hugsa um það þá er kannski ekki svo mikill munur á listamanni sem upphefur kvenlíkamann og málar hann sem hluta af myndverki og auglýsanda sem notar kvenlíkamann til að stilla upp vörum sínum. Uglow málar kvenlíkama og hluta hans á sama hátt og hann málar ávexti. Ég hef ekki séð neinar myndir þar sem hann málar karlmenn á þennan hátt, svona eins og þroskaða ávexti, tilbúna til átu. Hér ein ein ávaxtamynd eftir Uglow:
![]() |
Frú Blair sat nakin fyrir |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Menning og listir | Breytt s.d. kl. 14:16 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.