10.12.2006 | 18:52
Eitur í listsköpun
Pólóníum og prins póló eiga það sameiginlegt að nöfnin koma frá Póllandi. Nafn þessa geislavirka efnis er komið frá Marie Curie og manni hennar en dóttir þeirra Irene Curie mun hafa verið fyrsta manneskjan sem dó af pólóníum eitrun. Marie Curie gaf pólóníum nafnið, það mun hafa verið fyrsta efnið sem fékk nafn í pólitískum tilgangi en nafngiftin mun hafa fólgið í sér von um sjálfstæði Póllands.
Ég vildi óska að meira af orku heimsins færi í listsköpun og föndur og minna í að eitra hvert fyrir öðru. Ég var áðan að skoða myndir ef verkum kanadísks leirlistamanns en hann er einmitt líka sérfræðingur í eitrunaráhrifum efna sem notuð eru í leirgerð og hefur skrifað bók um það, Hann notar kunnáttu sína í efnafræði og mengandi efnum til að breyta efnaúrgangi úr verksmiðjum í hráefni eða glerunga fyrir listaverk sín.
Geislavirka efnið sem fannst í Hamborg að öllum líkindum pólóníum | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.