12.5.2009 | 21:03
Aven Romale - Söngur Sígaunanna
Ég horfi á þessa mynd af Roma fjölskyldu sem tekin var núna í maí, það var varpað heimatilbúinni sprengju á húsið þeirraí Vítkov í Norður-Moravíu (sjá fréttina hérna Roma family recounts arsonist attack
Sígaunakona heldur á yngra barninu en amman sýnir mynd af barninu sem brenndist og er ennþá á spítala. Það voru sennilega nágrannar þeirra sem brenndu og sprengdu húsið þeirra, sennilega er þetta hatursglæpur sem beinist gegn Roma fólkinu sem er víða fyrirlitið og kennt um glæpi.
Ég horfi á svipinn á konunni og hugsa hvað hann líkist svipnum á barninu, barninu sem heitir María og er á þessari mynd hér fyrir neðan sem er frá Þýskalandi árið 1943, mynd af stelpu sem er þá 9 ára, fædd árið 1935. Þetta er ítalskur upplýsingavefur um Roma og ég skil ekki ítölsku, ég veit ekki hvers vegna þessi mynd var tekin en mig grunar það þetta barn hafi verið sent í fangabúðir, útrýmingabúðir Nasista eins og tíðkaðist með Roma fólk á þeim tímum. Gyðingar voru sendir í útrýmingarbúðir en líka pólitískir andstæðingar Nasista og líka samkynhneigðir og líka Roma fólkið. Líka fatlað fólk. Allir voru drepnir.
Það eru hroðalegar fréttir sem núna berast frá stöðum eins og Ungverjalandi. Þar er kreppan einna dýpst og allt í kaldakolum, núna í mars lá við að bankarnir fuðruðu upp. Öfgahreyfing sem gerir út á hatur á Roma fólki eflist og vex dag frá degi.
Lagið sem Sígaunarnir syngja komst ekki áfram í Eurovision.
En hérna er lag og texti.
AVEN ROMALE
They use to call me Gipsy, hello there.
It means no problem to me, I don´t care.
Till I´ve got microphone making you act.
I love to be that gipsy rat.
Rap 1:
Word ain't key to me.
I can't think that eazly.
If you keep that energy.
Gipsy sounds like symphony.
Hate me or love me Baby.
Speed up from null to eighty.
In next three seconds music turns you to slave it.
Ref:
Aven Romale!
If you really wanna understand, just sing it with me, dadada.
Aven Romale.
I can make you really feel like Gipsy.
A da da da
Aven Romale!
If you really wanna understand, just sing it with me, dadada.
Aven Romale.
I can make you really feel like Gipsy.
Music is that miracle.
Rhytm is the mirror.
That's right. (Česko in da house!)
It's truth that Gipsies are just everywhere.
I means no problem to me, I don't care.
Listen the song and free your frozen mind.
And let the colours all behind.
I (can make feel like)
Gipsy (let color behind).
Free (your Gipsy inside of your music soul to be like).
Oh (and what the wonder).
Truth (you got it inside).
Aven Čech, Jágr, Pivo, come together once more.
Rap 2:
Aven Romale!
Ma ker the un man more!
Listen and don't matter where you from.
I'll make you jump, say it.
Aven Romale!
Praha Brno Normale.
Čeí ví my name is Gee, so everybody rock with me, please.
Ref:
I feel something wrong made us separate the world on pieces,
we got eyes and we still stay all so blind.
Ísland komið áfram | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 21:43 | Facebook
Athugasemdir
Það er mikilvægt að komið sé í veg fyrir uppgang haturshópa og leitt að það hafi brugðist í Ungverjalandi. Hatursáróður leiðir til ofbeldis og minnist ég þess að unglingar á Suðurnesjum réðust á útlendinga og spreyjuðu hakakrossa og slagorð Frjálslynda flokksins á hús þeirra eftir hatursáróður flokksins gegn innflytjendum.
Roma fólkið hefur upplifað hatur í gegnum tíðina og þarf að veita því aukna vernd í löndum þar sem öfgamenn ógna lífi þeirra. Aukin fræðsla er einnig mikilvæg í baráttunni gegn hatri en oft hefur verið grunnt á henni í ýmsum löndum.
Ég vona innilega að litla stúlkan nái sér og ódæðismennirnir verði settir á bak við lás og slá hið fyrsta.
Hilmar Gunnlaugsson, 13.5.2009 kl. 02:16
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.