Bretar prófa þanþol Íslendinga - breytum því í slöngvivað

Össur iðnaðarráðherra segir það ekki í þágu íslenskra hagsmuna að slíta stjórnmálasambandi við Breta en Sigmundur Davíð formaður okkar Framsóknarmanna vill hugleiða það.  Ég hef ekki mikla trú á að Össur hafi það innsæi að hann skynji hvað best er fyrir Íslendinga til langframa. Það held ég að Sigmundur Davíð skynji hins vegar manna best. Við skulum ekki gleyma því að Össur var ráðherra í þeirri ríkisstjórn sem hrökklaðist frá, þið munið þessari vanhæfu og hann bakkaði þannig upp ferðalög Geirs Haarde og Ingibjargar Sólrúnar um heiminn þegar þau fóru gagngert til að blekkja umheiminn um að allt væri á góðu róli með íslensku bankanna, á tímum þar sem við vitum núna að þau vissu að staðan var virkilega slæm.

Ég skrifaði nú sérstakt blogg Össur fyrir tveimur árum það sem ég krufði spásagnarhæfi Össurar á framtíðina og er skemmst frá því að segja að hún er ekki mjög mikil, hann klikkaði illilega í því að gæta íslenskra hagsmuna undanfarin ár, ár þar sem hann og fyrrum samflokksmaður hans Ólafur forseti  hefðu átt að vera okkur vegaljós.  Það er aumt til þess að vita að þessir tveir fyrrum ritstjórar Þjóðviljans hafi báðir dinglað með sem gagnrýnislaus handbendi þeirra sem nú hafa selt okkur í skuldaánauð.... Ef út í það er farið... hverjir hafa selt okkur í ánauð? Voru það ekki vanhæf stjórnvöld sem sváfu á verðinum og leyndu ástandinu fyrir þegnum sínum?  Er ástæða til að þeir sem það gerðu hafi þá innsýn að þeir geti leyst okkur úr ánauðinni?

Reyndar er líka ansi undarlegt hvernig þessi Icesave samninganefnd er skipuð, af hverju er hún leidd af Svavari Gestssyni? Hvaða reynslu eða hæfni hefur hann til þeirra starfa? Mér er alveg fyrirmunað að sjá það.  Vissulega var hann líka eins og Össur og Ólafur Ragnar ritstjóri Þjóðviljans um skeið en hefur reynslan ekki sýnt að það er svo sannarlega ekki trygging fyrir að fólk hafi skynsemi að leiðarljósi og hugsi um hagsmuni almennings en ekki auðjöfra og fjárglæframanna.

Stjórn Gordons Brown hefur komið þannig fram við Íslendinga að það er ekkert í stöðunni annað en hugleiða að slíta stjórnmálasambandi við þá þjóð. Það er auðvitað mikilvægt að hóta því og láta það berast til bresku pressunnar,  það er mikilvægt að sjónarmið Íslendinga fái einhverja umfjöllun þar. 

En það má velta fyrir sér hvers vegna aðfarir Breta eru svona stórfurðulegar. Er eitthvað sem við almenningur  vitum ekki um Icesave? Er ríkisstjórnin að leyna einhverju fyrir okkur? En þessi uppákoma þar sem Gordon Brown er að reyna að klína lélegum vinnubrögðum breska fjármálaeftirlitsins á Íslendinga og gera breskan banka í breskri lögsögu að einhverju sem Íslendingar eru ábyrgir fyrir er stórskrýtin. Það ásamt hryðjuverkalögunum er alveg ærið tilefni til að slíta stjórnmálasambandi við Breta.

Ég held að það verði að fara mjög vandlega yfir öll íslensk mál og athuga hvort við getum ekki ef með þarf slitið stjórnmálasambandi við Breta. Þar er mikilvægast að athuga hvaða kostir eru í stöðunni að selja fisk annað en á Bretlandsmarkað. 

Annars er gaman að spá í að flestar þær innrásir og stríð sem við höfum átt í gegnum aldirnar hafa verið við Bretland og þeir hafa löngum ásælst auðlindir Íslendinga.  Við skulum rifja upp ensku öldina á Íslandi og þann tíma þegar Danir og Englendingar börðust, svo réðust Bretar á Ísland síðustu heimstyrjöld og ekki má gleyma þorskastríðunum sem við háðum með klippum og tveim varðskipum og unnum samt.  Nú er stríð og það er núna háð með einhvers konar særingum í heimi fjármála, særingum sem enginn skilur en sem valdameiri þjóðir túlka sér í hag. Það  er hins vegar svo að hugsanlega stendur veldi Bretlands og Bandaríkjanna á meiri brauðfótum en okkur órar fyrir.

En við þurfum alla vega önnur vopn en klippur á varðskipum í því stríði sem núna er hafið.

 

 


mbl.is Íhugi slit á stjórnmálasambandi við Breta
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mig langar bara að benda á það að við höfðum talsvert fleiri varðskip í Þorskastríðunum þremur en bara tvö. Svo fá herskip hafa ekki verið í Landhelgisgæslunni síðan á þriðja áratugnum síðastliðnum.

http://en.wikipedia.org/wiki/Cod_Wars

Pétur Guðmundur Ingimarsson (IP-tala skráð) 9.5.2009 kl. 17:22

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

Takk fyrir ábendinguna, ég sá reyndar líka að það virðist ekki hafa verið nema eitt varðskip í fyrsta þorskastriði. En við erum greinilega betur  búin undir hernaðinn við Breta  en ég reiknaði með:-) Hugsa nú samt að þetta stríð verði ekki háð með vírklippum, kannski við ættum að gera eins og hinar stóru fyrirmyndir okkar Danir sem urðu til þess að það var tjúllað stríð lengi lengi út af nokkrum teiknimyndasögum.

Við ættum að prófa að berjast við Breta með teiknimyndasögum:-)

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.5.2009 kl. 17:45

3 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

teikningum  þ.e. múhameðsteikningum ekki teiknimyndasögum svo það skiljist sem ég skrifaði.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 9.5.2009 kl. 17:47

4 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við getum alveg svarað fyrir okkur með varðskipum og vírklippum ef við viljum, þó ég sé ekkert endilega að mæla með því. En einn hring um Bretland og í sundur með alla ljósleiðarana þeirra, Bretland er eyja og yrði því sambandslaust við umheiminn samstundis og tæki margar vikur að gera við tjónið. Þar sem öll bankaviðskipti fara um slíkar leiðslur væri þetta mjög sambærileg aðgerð við þá sem þeir beittu okkur í fyrrahaust og eru enn að sparka í okkur liggjandi eftir það.

Guðmundur Ásgeirsson, 9.5.2009 kl. 18:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband