Alvarleg vá, flensan í Mexíkó drepur fleiri en spænska veikin

Svínaflensan er núna komin til Danmerkur og bara tímaspursmál hvenær fyrsta tilfellið kemur upp hérna á Íslandi. Það er mismunandi sjónarhorn á flensufréttum eftir miðli,  litaðar upplýsingar sem  berast af svínaflensunni og það virðist vera markmið frétta að passa að almenningur verði ekki hræddur og hafi trú á að þetta sé heilbrigðisvandi sem alþjóða heilbrigðisstofnanir og heilbrigðisyfirvöld þjóða ráða vel við.

En þetta er alvarlegt, það dylst ekki. Annað hvort eru miklu, miklu fleiri sýktir en yfirvöld í Mexíkóborg töldu eða þetta er mjög mannskæð og hættuleg flenska og dauðatölur hærri en í spænsku veikinni. Það hafa mjög margir dáið hlutfallslega miðað við þau tilvik sem hafa verið greind sem svínaflensa.  Það er raunar líklegt að margir hafi sýkst en séu einkennalausir og það getur líka verið að um samhliða sýkingar sé að ræða í Mexíkóborg því þau tilfelli sem upp hafa komið annars staðar hafa ekki valdið eins mörgum dauðsföllum. Flestir sem dáið hafa í Mexíkó er ungt fólk. Það er í augnablikinu ekki til bóluefni gegn hinu nýja afbrigði flensunnar

Þegar svona fréttir berast um heiminn, fréttir þar sem yfirvöld hafa hagsmuni af því að róa fólk og reynt er að haga fréttaflutningi þannig að ekkert panikástand myndist þá er ekki gott að treysta á fréttaflutning frá t.d. bbc.  Það er betra að skoða fréttir hjá einhverjum óháðum aðila t.d. wikinews. 

Núna eru á forsíðunni á Wikinews fréttir frá kosningunum á Íslandi og fréttir um svínaflensuna

At least 71 deaths in Mexico 'likely linked' to swine flu outbreak

Icelandic centre-left coalition secures majority in parliamentary elections

Það er svo áhugavert að þriðja  fréttin á forsíðu wikinews er um twitter,  er um starfsmann í dómssal sem notaði twitter örblogg til að blogga um mál sem voru tekin fyrir, hann varð að segja starfi sínu lausu en hann mun hafa tvítað (skrifað twitter örblogg) í því augnamiði að gera dómskerfið opnara og gagnsærra fyrir almenning.

Twitter er eins og að uppfæra statuslínuna í facebook, svona blogg sem er eins og stutt sms skilaboð. Margir senda þetta einmitt beint á Netið úr símum sínum.

Ég rakst á að einmitt núna er umræða um  hvernig twitter fréttir berast með leifturhraða um heiminn og þetta sé leið sem kviksögur og orðrómur fer um núna en ekki endilega ábyggilegar fréttir.

 Hér er greinin

Swine flu: Twitter's power to misinform

Sumir hafa líkt því hvernig meme eða hugmynd ferðast um Netið eins og einhvers konar smit.  Það er nú reyndar líka talað um "viral"  þetta og hitt á Netinu, ýmis samskiptaboð þar breiðast út eins og vírusar. Það ásamt því hversu auðvelt er orðið að leita að ákveðnum atriðum t.d. hvernig eru að tvíta um svínaflensuna með því að leita á twitter eftir leitarorðinu swineflu

Talandi annars um meme og hugmyndir þá er hér plögg um hugmyndaráðuneytið


mbl.is Á annað þúsund manns smitaðir
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Morten Lange

Áhugaverð skrif hjá þér, Salvör.  En linkurinn um BBC virkar ekki, heldur leiðir inn á admin-síðu með þínu bloggi.

Morten Lange, 27.4.2009 kl. 10:36

2 Smámynd: Salvör  Kristjana Gissurardóttir

takk fyrir ábendinguna, búin að laga.

Salvör Kristjana Gissurardóttir, 27.4.2009 kl. 14:27

3 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

Þetta verður heimsfaraldur. Þegar orðið það. Hvað gerist svo þegar hann berst til fjölmennra ríkja, t.d. Indlands, Kína og Indónesíu. 

Sigurður Þór Guðjónsson, 27.4.2009 kl. 20:18

4 Smámynd: Hilmar Gunnlaugsson

Vonum að svo verði ekki Sigurður minn.

Hilmar Gunnlaugsson, 27.4.2009 kl. 21:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband