Spænska veikin

Mig dreymdi síðustu nótt draum. Mér fannst ég vera stödd inn í svefnklefa með kojum í tréhúsi með þremur mjög öldruðum konum, ein vakti sérstaklega athygli mína, hún var mikið máluð og svona lífleg og listræn, kona sem eldist ekkert var kona sem kveður að. Eina konuna kannaðist ég við en hún er látin. Það sem ég man eftir er að mér fannst húð hennar einkennileg, mér fannst hún einhvern veginn hafa leystst upp og gengið í samband við umhverfið, það voru einhvers konar útfrymi á höfði hennar á tveimur stöðum. 

Þegar ég vaknaði velti ég fyrir mér hvort þessi draumur væri tengdur kosningunum í dag, ég fann í huga mínum enga tengingu nema að daginn áður hafði ég farið í vinnustaðaheimsókn í Latabæ og þar voru okkur sýndar dúkkur, dúkkur sem voru úr viðkvæmu latexefni sem þoldu ekkert hnjask og voru geymdar í myrkri.  Ég man að ég spáði í hvort að Guðrún Eva Mínervudóttir hefðu lýst svona viðkvæmum brúðum svona í Skaparinn, brúðum sem þoldu ekkert hnjask.

Svo var kveikt á útvarpinu í morgun og ég var að hlusta á einhvern þátt, man ekki hvaða þáttur það var en fjallað um bókmenntir og dáin skáld og legstaði þeirra, það var um leiði í Suðurgötukirkjugarðinum, leiði skálda og rithöfunda. Það var talað um staðina þar sem hvíla Einar H. Kvaran og   Jón Trausti  og það kom fram að Jón Trausti lést úr spænsku veikinni árið 1918.  Leiðsögumaðurinn um kirkjugarðinn sagði líka frá því að í Suðurgötukirkjugarðinum er ákveðið svæði þar sem hvíla þeir sem dóu úr Spænsku veikinni.

Mig minnir að hafa heyrt að Jón Trausti hafi búið í bakhúsinu sem snýr að húsinu sem ég bjó í við Bjargarstíg. Mig minnir að hafa líka lesið að í húsinu  sem ég bjó í hafi Fornólfur búið.

Ég las svo fréttirnar núna síðdegis og finnst núna þessi draumur hafa meira tengst þeirri veiki sem núna breiðist út í Mexíkó og er ef til vill komin til Vesturlanda. Þetta er inflúensa af sama stofni og spænska veikin.

 
 

 


mbl.is Mikill viðbúnaður hjá WHO vegna svínainnflúensu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Þór Guðjónsson

þetta er mjög ískygglegt. Flensan er komin til margra landa, Bandaríkjanna, Kanada, Nýja Sjálands, Frakklands, Ísrael og kannski fleiri landa.

Sigurður Þór Guðjónsson, 26.4.2009 kl. 18:24

2 identicon

Mexíkóska flensan er viðsjárverð.

En getur verið að gömlu konurnar þrjár hafi verið fulltrúar gamla flokkakerfisins?  Fannst þér kannski "Framsóknarmaddaman"  lífleg og listræn? 

Björg Sveinsdóttir (IP-tala skráð) 26.4.2009 kl. 18:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband