8.4.2009 | 19:16
Sigmundur Davíð að kanna stöðuna hjá Framsókn
Það var flott viðtalið við Sigmund Davíð um efnahagsmálin. Framsóknarflokkurinn er eini flokkurinn sem leggur áherslu á efnahagsmálin og það má minna á að við sem erum í efstu sætunum í Reykjavíkurkjördæmunum erum mörg með sérmenntun í hagfræði og viðskiptafræðum. Efnahagsmál Íslands eru í góðum höndum hjá Framsóknarmönnum og það eru erfiðir tímar þar sem miklu máli skiptir að skynsamt, réttlátt og framsýnt fólk komi að stjórn landsins.
Það gleður mig að Sigmundur Davíð ætlar að kanna hvort að Framsóknarflokkurinn fékk einhverja slíka óeðlilega háa styrki á þessum tíma frá einstökum fyrirtækjum.
Það eru nokkrar vikur síðan fjölmiðlar tóku upp ofstopa og ofsóknir Ólafs Magnússonar þegar hann réðst á Óskar Bergsson fyrir að hafa boðið nokkrum sveitastjórnarmönnum upp á glas að loknum kynningarfundi í Ráðhúsinu þar sem Óskar var að útskýra fyrir þessum sveitarstjórnarmönnum hvernig öll hringavitleysan væri búin í Reykjavík og nú unnið þar af skynsemi eftir að Framsókn tók við. Þetta var í tengslum við ráðstefnu sveitarstjórnarmanna utan af landi og kostaði heilar 90 þúsund krónur. Ég bið fólk að bera saman þessar 55 milljónir sem runnu í Sjálfstæðisflokkinn saman við þessa mótttöku. Ef Framsóknarflokkurinn býður upp á kaffi og kleinur þá er það spilling en ef Sjálfstæðisflokkurinn stingur á sig 55 milljónum það þá heitir það "traust efnahagsstjórn".
Hér er kosningaáróðursplagg frá Sjálfstæðisflokknum árið 2007
Greiðsluaðlögun stórhættuleg ein og sér | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 9.4.2009 kl. 22:04 | Facebook
Athugasemdir
Það er rétt að þessi kosningaloforð Sjálfstæðismanna mistókust en aðrir flokkar voru með samskonar loforð líka. Mér finnst rétt að benda á það.
Sigmundur stendur sig iðulega vel í viðtölum, þar hafið þið verið heppin með leiðtoga og sýnir það merki um heiðarleika hans að hann hyggist kanna þetta mál.
Hilmar Gunnlaugsson, 8.4.2009 kl. 20:08
http://www.youtube.com/watch?v=48WYPBJxECA nú fer að líða að því að framhaldssagan um Grínarann góða og Geira harða byrji, Geiri sjálfur ætlar að hilma yfir alla félagana í Sjálfstæðis mafíunni, það er eiginlega kominn tími til að steypa undan “Haukunum” almennilega og frysta alla tilganga sem fólk viðloðandi þessa mafíu síðustu árin eða frá 17 Júní 1944 og þangað til nú hafa, það eru fleiri með í skírlífis veislunni, oj hvað þetta getur orðið ljótt allt saman, Geiri karlinn harði vill að við trúum því að allar þessar milljónir hafi verið án vitundar og ábyrgðar annara í flokknum, þvílíkur jaxl Geiri harði er, (enda frændi minn) svo les maður svona fréttir, ég fékk bara slummuna beint í augað það eru svo mörg glæpaferli í gangi á Ísalandi það kemur að því karlinn Æl, sjoveikur / www.icelandicfury.com
Sjóveikur, 8.4.2009 kl. 23:48
Þetta má kannski rétt vera hjá þér. EN það er því miður ennþá skítalykt Finns Ingólfsssonar og fleiri sem loða við flokkinn og sú lykt verður áfram. Það sem Framsóknarflokkurinn ætti að gera er að sparka öllum gömlu spilltu framsóknarmönnunum útí hafsauga og byrja upp á nýtt. Það versta er að það yrðu þá ekki margir eftir til að fylla flokkinn.
Helgi Jónsson, 9.4.2009 kl. 07:50
Já mér líst vel á nýja fólkið í Framsókn, en að vita það að Finnur og Ólafur séu enn í flokknum vekur hjá mér hrylling sem skyggir á allt það góða sem Sigmundur er að bjóða upp á. Salvör geturðu ekki látið reka þessa menn úr flokknum. Þá skal ég skoða hug minn.
Kveðja
Finnur Bárðarson, 9.4.2009 kl. 18:35
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.