SkírdagsREI Sjálfstæðismanna og Skírdagsreið Framsóknarmanna

Á meðan Sjálfstæðisflokkurinn logar stafnanna á milli og spjótin ganga á milli með meiri þunga en hnífasettin hentust til í Framsóknarflokknum fyrir margt löngu þá nutu Framsóknarmenn í Reykjavík veðurblíðunnar og hinnar fögru borgar Reykjavíkur

Í dag var Skírdagsreið Framsóknarflokksins. Það eru margir Framsóknarmenn miklir hestamenn enda flokkurinn nátengdur sveitinni og íslenskri náttúru.

IMG_4347

 Og það er ólíkt skemmtilegra að njóta fyrstu vordaganna  upp í Heiðmörk við Elliðavatn í hópi hestamanna heldur en velta fyrir sér hvort Guðlaugur Þór og Geir sögðu satt og segja satt. Við vitum nú reyndar öll að Geir hefur ekki alltaf sagt satt en það er verra ef sama lenska er hjá Guðlaugi Þór, það er ekki gott fyrir  Reykvíkinga í Reykjavík suður að hafa hann í fyrsta sæti hjá Sjálfstæðismönnum ef hann lýgur mikið. Þá er nú ólíkt betri kostur hún Vigdís Hauksdóttir sem er í 1. sæti hjá okkur Framsóknarmönnum í Reykjavík suður, fólk ætti að bera þau saman og spá í hvort þau vilja frekar sem fulltrúa Reykvíkinga á þingi.

Hvort vill fólk styðja gerspilltan og sundurtættan Sjálfstæðisflokk eða  Framsóknarflokkinn sem hefur gengið í gegnum sinn hreinsunareld og sækir að nýju þrótt sinn og styrk til sveitanna og samvinnuhugsjóna og félagshyggju og þar er nú algjör endurnýjun og við flest sem erum í efstu sætum þar erum með hagfræði-, viðskipta- eða stjórnmálafræðibakgrunn og tilbúin að taka þátt í að byggja upp atvinnulíf á Íslandi, taka þátt í uppbyggingu samfélags þar sem efnahagsmálin hljóta að vera í brennidepli. Þó að Framsóknarflokkurinn sé félagshyggjuflokkur þá er hann flokkur þar sem unnið er af skynsemi og yfirvegun og ekki fylgt neinum öfgum eða kreddum hvorki til hægri eða vinstri.

Hér er mynd af Ástu sem er í 2. sæti í Reykjavík Norður og Vigdísi sem er í 1. sæti í Reykjavík suður og Guðrúnu sem er í 3. sæti í Reykjavík suður IMG_4373

 Óskar borgarfulltrúi og Hallur kosningastjóri og moggabloggari taka sig vel út á hestbaki IMG_4393

 Hér er líka vídeó af Skírdagsreið Framsóknarmanna

 

Fleiri myndir (yfir 90)  úr Skírdagsreiðinni má sjá hérna.

Hér er Eiríkur frambjóðandi í 15. sæti í Reykjavík norður með syni sínum og hestinum þeirra í taumi.

IMG_4384

Hér er Valgerður frambjóðandi í 13. sæti í Reykjavík suður með einn af sínum mörgu hestum. IMG_4308

Hérna er mynd af kosningabíl okkar Framsóknarmanna núna í kosningunum. Þetta er allt önnur lína en Hummerinn sem var kosningabíll í síðustu borgarstjórnarkosningunum. Framsóknarflokkurinn hefur breystst. Ísland hefur breyst og vonandi mun Sjálfstæðisflokkurinnn ná að breytast einhvern tíma. Það verður því miður ekki tími fyrir hann að gera það fyrir næstu kosningar. Það er ekki hægt að sópa öllum syndunum undir teppið og bjóða okkur upp á sama fólkið og sömu vinnubrögðin og komu okkur í Hrunið.

IMG_4313

Svo má ég til með að líma hér inn til samanburðar við Skírdagsreið okkar Framsóknarmanna hvernig staðan er núna í SkírdagsREI hjá Sjálfstæðismönnum. Loksins fatta allir hvers vegna Geir gerði ekki neitt þegar sex borgarfulltrúar Sjálfstæðismanna fóru á fund hans og klöguðu undan Vilhjálmi og REI ævintýri hans sem óneitanlega virðist hafa töluverða snertifleti við þessa styrki hjá Fl group og Landsbankanum. 

En maður skilur reyndar ekki hvað Valhöll gerði við alla þessa peninga. Líka hvernig allir nema Geir gátu troðist þarna inn þegar allt var stútfullt af  fé án þess að teka neitt eftir neinu.

ab28859a54849b89

 


mbl.is „Hvítþvegin bleyjubörn“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hildur Helga Sigurðardóttir

Meðan Framsókn ríður út í Heiðmörk í sátt og samlyndi, halda Sjálfstæðismenn burtREIðar í bænum.

Hildur Helga Sigurðardóttir, 9.4.2009 kl. 23:28

2 Smámynd: Ellert Júlíusson

Já fólk á hestbaki hlýtur að vera mjög gott. Einnig fólk sem býr til skrípó, mér finnst gaman að skrípói.

Ellert Júlíusson, 9.4.2009 kl. 23:42

3 Smámynd: Magnús Geir Guðmundsson

Og Siv hefur breyst, en er samt ekki ný og það sama gildir um B, sem svo sannarlega er ekki nýr, eldgamall!

Megi hann svo breyttur en gamall, sem lengst verða á varamannabekknum geymdur!

Magnús Geir Guðmundsson, 10.4.2009 kl. 02:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband