6.4.2009 | 13:58
Álver? Er Alþingi málver misyndismanna?
Sjálfstæðismenn eru svo óforskammaðir að þeir telja að umræða um álver í Helguvík sé brýnni en að ræða möguleika til að breyta stjórnarskránni. Ekki set ég mig neitt á móti álveri í Helguvík, það er hið besta mál að nýta slíka staði undir álver en ég er jafnmikið á móti því að planta álveri miðsvæðis í Hafnarfirði, það var hið mesta óráð og ég er Hafnfirðingum sem greiddu atkvæði gegn því og felldu í atkvæðagreiðslu ævarandi þakklát. En að ræða álver núna og halda að núna sé í heiminum sóknarfæri í álverum sýnir að Sjálfstæðismenn á Alþingi fylgjast ekkert með. Mikið vildi ég að þeir hefðu lesið sér eitthvað til og fylgst með heimsmálunum undanfarin misseri, þá hefðum við ekki flotið svona sofandi að feigðarósi. Annað hvort er glæpur þeirra óhemju sofandaháttur og ekkert næmi á það sem gerist í umheiminum eða þá að þeir voru vísvitandi að blekkja okkur. Nema hvoru tveggja sé.
En hérna getur fólk fylgst með hvernig gengur hjá Century Aluminium Company, núna er gengið á hlut þar 3.72 . Í Apríl í fyrra þá var gengið um 70. Þetta fyrirtæki rambar á barmi gjaldþrots. Það sér hver maður sem vill horfast í augu við staðreyndir. Það eru akkúrat engar líkur á því að það verði ráðist í byggingu á einhverju álveri á næstu mánuðum. Það eru verulegar líkur á að fyrirtækið neyðist til að loka víðar, það hefur þegar lokað álverum, sjá hérna.
Ravenswood í Virginíu er ekki Hafnarfjörður en verkafólk í verksmiðjum þar og samfélagið þar á samúð mína. Við skulum átta okkur á því að víða um lönd eru stór og stöndug verksmiðjufyrirtæki að loka einfaldlega vegna þess að ástandið er hræðilegt, álverð hefur fallið niður í 66 cent á pundið en var næstum þrisvar sinnum hærra fyrir minna en ári síðan.
Svo má minna á það að fyrir tilstuðlan Sjálfstæðismanna þeirra Geirs Haarde og Árna Matthíassens forsætisráðherra og fjármálaráðherra þá voru skuldabréf SToða keypt úr Sjóði 9 en þar var í stjórn Illugi Gunnarsson oddviti Sjálfstæðismanna í Reykjavík og er öll aðkoma hans að því máli mjög undarleg. Nú er líklegt að aðeins 5 % fáist upp í þessar kröfur. Ég bið alla sem kosið hafa Sjálfstæðisflokkinn að hugleiða hvort það sé hægt að treysta svona fólki sem vill vill ótt álhúða Ísland og kaupa verðlausa pappíra í sjóðum þar sem ungstirni Sjálfstæðisflokksins hafa öslað um þrátt fyrir að álvera uppbygging sé alveg út úr korti í dag vegna heimsástandsins og þrátt fyrir að forsætisráðherra og fjármálaráðherra hefði vel átt að vera kunnugt um hversu lélegir pappírar þessi skuldabréf SToða voru. En þeir blekktu okkur. En ætlar fólk að láta blekkja sig aftur í kosningunum í vor?
Dagskrártillaga felld | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Mér finnst nú takmarkað vald minnihlutastjórnarinnar ekkert sérlega takmarkað ef það á að fara að kúvenda stjórnarskránni korter í kosningar.
Varðandi þetta frumvarp þá hefur umboðsmaður alþingis sagt frumvarpið stórgallað og segir glapræði að ætla að þræla þessu þrjár umferðir gegnum þingið núna. Fjölmiðlunum finnst það bara ekkert skemmtilegt vegna þess að Jóhanna kemur ekki vel út úr slíkum ummælum.
Daði Ólafsson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 14:21
Daði: Það á ekki að kúvenda stjórnarskránni neitt, það er eðli stjórnsýslu að það er afar erfitt að breyta stjórnarskrá og verður að fara fram á mörgum þingum.
hvar eru þessi ummæli umboðsmanns alþingis, þú kannski vildir vera svo vænn að vitna í þau og líka útskýra hvers vegna Sjálfstæðismenn vilja þá ekki reyna að laga gallana með einhverri vitrænni umræðu í stað þess að hengja sig í álver á tíma sem enginn er að spá í álver.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 6.4.2009 kl. 15:04
Það er óforskammað og gjörsamlega ólíðandi af minnihlutastjórn, þó svo að guðfaðir hennar, Framsóknarflokkurinn sé með í ráðum, knýi fram breytingar á stjórnarskránni svo stuttu fyrir kosningar.
Þetta lýsir fullkominni vanvirðingu við stjórnarskrána sem er jú grundvöllur lagasetninga og lýðræðis í landinu.
Bestu kveðjur,
Tómas Ibsen Halldórsson, 6.4.2009 kl. 15:06
Spyr einn sem ekki veit: Getur minnihlutinn komið í veg fyrir að frumvarpið nái fram að ganga með málþófi ? Svo er ég að sjálfsögðu algerlega ósammála Tómasi en það er önnur saga.
Kveðja
Finnur Bárðarson, 6.4.2009 kl. 16:47
Um er að ræða breytingu á stjórnarskrá sem fellur eða verður samþykkt í þjóðaratvkæðagreiðslu, lengra er málið ekki. Þjóðin fær að segja sitt álit á þessum breytingum og er því mótstaða Sjálfstæðisþingmanna mér óskiljanleg. Þeir ættu að láta af þessum heimskupörum og láta þjóðina um að ákveða framhald málsins.
Kristján Hauksson (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:00
Ekki vildi Sjálfstæðisflokkurinn í samvinnu við Framsókn leyfa þjóðinni að kjósa um fjölmiðlafrumvarpið sáluga ... Sjálfstæði já, flokksræði já, lýðræði já (einu sinni á fjögurra ára fresti). Með þessu móti erum við ekkert öðruvísi en mjólkurkýr. Reknir í bás og mjólkuð á fjögurra ára fresti um lélegt val milli afarkosta.
Carlos Ferrer (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 17:59
Kristján Haukur. ættiru ekki að halda þig við staðreyndir málsins í stað þess að koma með vinstrilýgina áfram?
Sjálfstæðisflokkurinn er búinn að koma skýrt fram að hann leggist ekki gegn breytingum á 79. grein stjórnarskráarinnar um að stjórnarskránni sé breytt í þjóðaratkvæðagreiðslu. þeir myndu samþykkja slíkt og kjósa með því.
þetta samræmist hinsvegar ekki sögu og viðhorfsskoðunum vinstrimanna og baugsfjölmiðlaveldisins sem styður þá.
það sem sjálfstæðisflokkurinn er á móti eru kosningarloforð vinstri flokkanna sem þeir eru búnir að hengja utan á þessa hugmynd og splæsa við. að breyta stjórnarskránni í aumt kosningarplagg og síðan gagnrýna sjálfstæðisflokkinn fyrir málþóf, þeir sömu og svo kvörtuðu yfir því sólahringum saman að taka ætti málþófsréttinn af þeim. eru hræsnarar sem hafa engan áhuga á lýðræði. þeir hafa bara áhuga á því að þeir séu einvaldar sjálfir sem engin má gagnrýna eða opinberlega lýsa yfir andstæðum skoðunum.
Fannar frá Rifi, 6.4.2009 kl. 18:12
Ef ég má blanda mér í umræðuna.með leyfi blogghafa. Ég legg til, að Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður niður. Hann er og hefur lengi verið til óþurfta. Sjálfstæðisflokkurinn (sjálfstæðisklíkan, sem öllu ræður) heldur uppi fögrum frösum um frelsi einstaklingsins, þvílík öfugmæli. Klíka þessi hefur nauðgað frelsinu. Stór hópur Íslendingar eru fangar í fjötrum vegna tilverknaðar sjálfstæðisklíkunnar.
XD aldrei meir.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 18:59
Ef ég má blanda mér í umræðuna, með leyfi blogghafa. Ég legg til, að Sjálfstæðisflokkurinn verði lagður niður. Hann er og hefur lengi verið til óþurftar. Sjálfstæðisflokkurinn (sjálfstæðisklíkan, sem öllu ræður) heldur uppi fögrum frösum um frelsi einstaklingsins. Þvílík öfugmæli. Klíka þessi hefur nauðgað frelsinu. Stór hópur Íslendinga eru fangar í fjötrum vegna tilverknaðar sjálfstæðisklíkunnar.
XD aldrei meir.
Kolbrún Bára (IP-tala skráð) 6.4.2009 kl. 19:10
Kolbrún. þú ert semsagt að segja að fjórðungur til þriðjungur íslensku þjóðarinnar meigi ekki hafa aðrar skoðanir en þær sem þú leyfir?
já það er engin smá lýðræðisástin sem birtist hjá vinstrimönnum. minnir mjög á lýðræðisástina í alþýðulýðveldinu Kína. Þar meiga allir taka þátt í stjórnmálum. svo framarlega að þeir séu í kommúnistaflokknum og hafi réttar skoðanir.
Fannar frá Rifi, 6.4.2009 kl. 22:38
Sæl Salvör. Það hafa tuttugu og sjö umsagnaraðilar um þessar breytingatillögur að stjórnarskránni varað við þeim, þar á meðal umboðsmaður Alþingis, auk þess hefur Sigurður Líndal varað mjög við þessari breytingu sem hann segir flausturslega og svo illa ígrundaða að hún verði eilífðar deilumál þjóðarinnar. Varðandi sjóð 9 þá var það bankastjórn Glitnis sem tók þá ákvörðun, Þorsteinn Már og co og ekkert af þeim peningum kom úr ríkissjóði. Og án þess að nafngreina neinn þú mátt gera það, þá sat þekktur Framsóknarmaður í stjórn sjóða Glitnis sem fór með sjó. 9 og sjóðsstjórinn var líka þekktur Framsóknarmaður, bara svona ef þú villt meta störf manna eftir stjórnmálaskoðunum.
Ómar Sigurðsson (IP-tala skráð) 7.4.2009 kl. 00:58
hæ Ómar, endilega nafngreindu þá sem sátu í stjórn Sjóðs 9 og sjóðstjóra. Það getur ekki verið neitt leyndarmál. ertu líka til í að benda mér á álit þessara 27 umsagnaraðilal svo ég geti kynnt mér það.
Varðandi æðstaprestinn Sigurð Líndal má ég til að rifja upp að sá maður kenndi mér stjórnskipunarrétt í þjóðhagskjarna í viðskiptafræðinni í gamla daga. Það sem ég man er að Sigurður sagði að því verri sem stjórnarfarið væri þeim mun betri væri stjórnarskráin. Hann átti þá við að þar sem mikil sátt væri um einstök mál t.d. að ekki mætti drepa samborgara sína og vega mann og annan þá þyrfti ekki að orða hlutina, það er bara þegar fólk greinir á um gildi sem þarf lagabálka.
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.4.2009 kl. 13:16
voru þessir umsagnaraðilar kannski álfyrirtækin?
Sjá frétt á visir.is
Vísir - Álrisar beðnir um álit á stjórnarskrá Íslands
Salvör Kristjana Gissurardóttir, 7.4.2009 kl. 13:36
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.