Bjarni komdu aftur, við söknum þín!

 
Bjarni og allir samvinnu og félagshyggjumenn, velkomnir á opnunarhátíð okkar í dag í Borgartúni!

Bjarni Harðarson er hættur við framboð. Þannig fór um sjóferð þá hjá Bjarna Harðarsyni og liðsmönnum hans. Það er gríðarlega erfitt að koma á flot nýju stjórnmálaafli á Íslandi, ekki síst vegna þess hve mikinn prósentuhluta þarf að hafa til að ná inn fyrsta kjördæmakjörna fulltrúanum í stóru kjördæmunum. 

Það að reka stjórnmálabaráttu á Íslandi í dag í öllum kjördæmum er einfaldlega ofvaxið öllum framboðshreyfingum sem ekki eiga sterka bakhjarla í samstilltum hópi félagsmanna. Það  er þannig kerfi á Íslandi að breytingar á íslensku samfélagi verða að koma í gegnum fjórflokkinn þ.e. Framsóknarflokk, Samfylkingu, Vinstri græna og Sjálfstæðisflokk og það er gríðarlega mikilvægt að skynsamt og vel upplýst hugsjónafólk fylki sér í alla þessa flokka eftir því hvar fólk finnur hjarta sitt sló og reyni að hafa áhrif í gegnum flokkanna. Það er mikilvægt að komast í stjórn en það er ekki síður mikilvægt að veita valdhöfum aðhald og hrópa hátt og fljótt um það sem þeir eru að gera rangt.

Ein af ástæðunum fyrir Hruninu á Íslandi eru að almenningur var hættur að skipta sér af stjórnmálum og gera kröfur á að þær leikreglur sem stjórnvöld settu væru einfaldar og skýrar og skiljanlegar og sanngjarnar og að stjórnað væri á réttlátan, framsýnan og skynsaman hátt í anda samvinnu og samkenndar og leyfði þannig samfélagi gróðahyggju og einkavinavæðingu að grassera.

Það er miklu meira sem Bjarni getur komið áleiðis með því að starfa innan Framsóknarflokksins en með einkaframboði um málefni sem klárlega verður ekkert kosningamálefni í ár. Það má rifja upp að Bjarni var eini þingmaðurinn á Íslandi sam axlaði ábyrgð og sagði af sér eftir hrunið. Það var nú út af öðru en því að hann hefði átt þátt í hruninu. Bjarni er ansi fljótfær og þyrfti að læra betur á tölvupóst og meira um hollustu við samherja en það er missir af honum úr Framsóknarflokknum. 

Því við ég hvetja Bjarna til að ganga aftur í Framsóknarflokkinn og styðja málstað félagshyggju og samvinnu.

Gott væri að Bjarni notaði tækifærið og kíkti til okkar í dag því  Framsóknarmenn í Reykjavík opna kosningamiðstöð sína í Borgartúni 28 laugardaginn 4. apríl kl. 14:00-16:00 með pompi og prakt.

Hoppukastalar fyrir börnin. Sirkus Íslands skemmtir kl. 15:00

Kaffi, kökur, pylsur og gosdrykkir verða í boði

Allir velkomnir


mbl.is Hættir við þingframboð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband